Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 15
Fann ástina í
Barcelona
Tóta fór í stutta ferö til
Barcelona síðastliðið vor og
það var þá sem hún hitti Pepe,
sem er nýja ástin í lífi hennar.
„Það var ótrúlegt að ég hitti
aldrei þennan mann þegar ég
var í borginni þessa sjö mán-
uði. Ég heyrði oft talað um
Pepe. Vinur minn, sem mér
þykir einna vænst um af öllum,
Árni Þórarinsson Barcelonaað-
dáandi, hafði rekist á bar í
borginni þar sem danskur mað-
ur var við völd fyrir innan bar-
borðið og hann varð góður vin-
ur okkar. Á þessum bar er
Pepe nokkurs konar goðsögn,
þar á hann frátekið borð sem
enginn annar fær að sitja við
hvort sem maðurinn mætir eða
ekki. Það eina sem ég vissi um
manninn var að hann er einn
þekktasti brúðugerðarmaður
Spánar. Síðastliðið vor hitti ég
svo Pepe á þessum bar. Ég
var kynnt fyrir lágvöxnum
manni með mikið hvítt skegg,
hvitklæddum frá hvirfli til ilja,
meö hvíta pípu í munninum.
Við heilsuðumst og það var allt
og sumt. Nokkrum kvöldum
síðar vorum við Árni aftur
stödd á barnum ásamt fleira
fólki og þá var bankað á öxlina
á mér. Þar var mættur marg-
umtalaður Pepe sem sagði við
mig: ,,Þú ert konan sem ég vil
eyða lífinu með! Það hnussaði
nú í sjálfstæðri konu frá íslandi
og ég gaf lítið út á það þegar
hann bauð mér að koma með
sér daginn eftir og dansa
tangó. Ég sagðist alls ekki
kunna að dansa tangó og væri
alveg sátt við það. Ég passaði
mig að snúa baki í manninn
meðan hann talaði við mig og
Árni bað mig í guðanna bæn-
um að vera ekki svona dóna-
leg. Dóttur minni og vinum
hennar tókst svo að fá mig til
að hitta hann þó ekki væri
nema fyrir kurteisis sakir. Það
kom í Ijós að tangóbarinn var
lokaður svo við fórum á fasta-
barinn og settumst við þetta
fræga, frátekna borð. Ég fann
fljótlega hversu mikið gull af
manni hann er. Hann er ótrú-
legur maður og hefur kennt
mér margt sem ég ekki vissi
um ástina og lífið. Hann er ekki
ríkur af veraldlegum gæðum
og peningar skipta hann engu
máli. En hann hefursvo
skemmtilega sál og kann að
lifa lífinu. Með honum líður mér
vel. Ég hef heimsótt hann
nokkrum sinnum síðustu mán-
uði og nú er ég að fara út til
þess að búa með honum í litlu
skrítnu íbúðinni sem er líka
vinnustofan hans. Annars er
draumurinn að opna lítið gisti-
hús í borginni þar sem íslend-
ingar geta gist þegar þeir heim-
sækja Barcelona. Það er þó
allt óljóst ennþá enda kostar
það talsverða peninga að
koma slíku á fót og ég á ekki
mikla peninga frekar en Pepe."
Að þora eða þora ekki
Tóta segir að eftir að fólk
frétti af þessari kúvendingu í lífi
hennar hafi margar konur hrós-
að henni fyrir dirfskuna. ,,Marg-
ar konur hafa sagt mér að þær
öfundi mig af að hafa tekið
þessa áhættu og lifað þessu
bóhemlífi. Þær hafa sagt mér
frá leyndarmálum sínum og
þrám. Margar þeirra segjast
vera í óhamingjusömu hjóna-
bandi en þær eru hræddar við
að taka þetta stóra skref út í
óvissuna. Auðvitað er þetta
mikil áhætta, ekki síst fjárhags-
lega, en það borgar sig að láta
drauma sína rætast. Persónu-
lega finnst mér betra að vera
fátæk og hamingjusöm heldur
en rík og óhamingjusöm. Ég
veit líka af eigin reynslu að
ar brýr að baki þér en það er
allt í lagi. Þú átt alltaf eftir að
finna þér steina til að hoppa á
yfir lækinn." Það eru svona vin-
ir og svona hvatningarorð sem
hjálpa mér til þess að sann-
færa mig um að óg sé nú eftir
grannar, en mér
fannst gott að vera
í nágrenni við
hann og yndislegt
að búa í næsta
húsi við Hönnu
Ruth. Ég fékk að
þvo í þvottavélinni
hans og meðan
þvotturinn snérist í
vélinni fengum við
okkur gjarnan
rauðvínsglas sam-
an. Ég get ekki
skilið hvernig fólk
getur hatast eftir
að hafa verið gift
og átt saman börn.
Það er allavega
ómögulegt fyrir
mig að vera sár út
í fyrrverandi
manninn minn
sem er gull af
manni þó við höf-
um þroskast í sitt
hvora áttina.
Ég verð að við-
urkenna að stundum velti ég
því fyrir mér hvort ég sé gengin
af göflunum. Ég hef komist að
þeirri niðurstöðu að annað
hvort er ég ákaflega skynsöm
kona sem þori að taka áhættu
og láta draumana rætast eða
einfaldlega snargalin. Fyrrum
samstarfsmaður minn á útvarp-
inu sagði við mig um daginn:
„Tóta, þú ert búin að brjóta all-
Þórunn Stefánsdóttir breytti
aigjörlega um lífsstfl!
allt ekki algalin," segir Tóta
n brosandi.
Hún mun skrifa áfram pistla
fyrir Vikuna og fræða okkur um
mannlífið þar í borg. Hún mun
líka halda áfram að lifa bóhem-
lífi sínu í þessari fallegu og
spennandi borg. Ævintýrakon-
> an Þórunn Stefánsdóttir mun
án efa spjara sig á Spáni hvað
I- sem hún tekur sér fyrir hendur.
slæmt hjónaband getur endað
með góðu vinasambandi. Þeg-
ar fyrrverandi maðurinn minn
flutti fyrir ári síðan á Frakka-
stíginn, benti hann mér á að í
húsinu við hliðina á honum
væri laus íbúð. Ég var orðin
leið á llfinu í kof-
anum þannig að
ég flutti þarna inn.
Mörgum fannst
það skrítið að við
gætum hugsað
okkur að vera ná-