Vikan


Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 22

Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 22
MaÖur bestu vinkonu Hann eyðilagði vinskap okkar s g var 32 ára þegar ég kynntist Þórunni, vin- konu minni. Ég flutti í hús skáhallt á móti henni og kynntist henni í gegnum syni okkar. Ég átti tvo syni, 5 og 7 ára, en hún átti þrjá 5, 7 og 12 ára. Sjö ára strákarnir okkar lentu í sama bekk í skólanum og þessir fjórir yngstu guttar urðu miklir félagar og léku sér mikið saman. Fljótlega kom að því að við fórum að sækja strákana heim til hvor annarrar og alls konar samskipti urðu til í kringum þá. Við fórum að passa fyrir hvor aðra og við komumst að því að við áttum margt sameiginlegt. Þórunn var að vísu miklu meiri „postulínskona" en ég. Hún var gift lögfræðingi, var heima- vinnandi og hafði miklu meiri áhuga á veraldlegum gæðum en ég, kannski af þeirri einföldu ástæðu að hún hafði meiri pen- inga á milli handanna. Ég vann að vísu úti hálfan daginn, en maðurinn minn er iðnaðarmað- ur og við höfðum ekki mikil auraráð á þessum tíma þótt við værum síður en svo nokkuð illa stödd. Þórunn átti alls konar fallega húsmuni. Hún átti dýr húsgögn, flott leirtau og fín föt með þekktum vörumerkjum sem ég hafði aldrei sóst eftir, en það skipti ekki máli á milli okkar. Þessir hlutir skiptu mig engu máli og við urðum bara vinkon- ur. Við vorum báðar mjög léttar í lund og hlógum mikið saman, við höfðum báðar áhuga á list- um og fórum saman á sýningar og við vorum báðar miklar handavinnukonur og sátum og prjónuðum saman og við skipt- umst á uppskriftum og afleggj- urum af blómum. Okkur leið vel í félagsskap hvor annarrar á þægilegan hátt, rétt eins og við hefðum alist upp saman. Vinskapur okkar Þórunnar var smitandi. Mennirnir okkar kynntust líka gegnum okkur og það var ekki annað að sjá en að þeir kæmust bærilega af saman. Við skiptumst stundum á að bjóða hvort öðru í grill- veislur sem oftast voru þó haldnar I garðinum okkar vegna þess að hann var skýlli. Þá voru fjölskyldurnar saman, tvenn hjón og allir strákarnir fimm. Þessar stundir okkar voru oft mjög skemmtilegar og ég minnist þeirra enn með brosi á vör. Maðurinn minn hafði líka gaman af þeim, en ég fann að hann hafði ekki áhuga á frekari samskiptum. Ég held að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af eig- inmanni Þórunnar vinkonu minnar. Ég var reyndar alveg hissa, því mér fannst hann hinn viðkunn- anlegasti mað- ur þótt ég þekkti hann ekki af neinu öðru en þess- um grillveislum. Hann var mikill vínáhugamað- ur og kom alltaf með mikið af fínum vínum með sér og krafðist þess að við smökk- uðum hina og þessa tegund- ina. Hann vildi endilega að við ættum flöskurnar, hann sagðist ekki nenna að bera þær heim aftur og mér fannst þetta stundum óþægilegt. Hann var mjög góður við strákana og lék við þá og gantaðist. Hann var líka skemmtilegur í fjölmennni, spilaði á gítar, söng og var hrókur alls fagnaðar. En eitt- I hvað var það sem maðurinn minn kunni ekki við í fari hans og við létum þessi samskipti nægja. Þangað til Þórunn átti fer- tugsafmæli. Þá var okkur boðið í mikla veislu. Miklum fjölda af vinum og ættingjum hafði verið boðið til veislunnar sem var haldin heima og tveir tónlistarmenn voru ráðnir til að leika í veisl- unni. Frænka Þórunnar þjónaði gestunum til borðs og kvöldið leið við mikil veisluhöld, góðan mat og drykk. Eins og gengur, þegar ótakmarkað vín er í boði, fór þessi veisla alveg úr bönd- unum og einstaka gestir, fullir og vitlausir.vildu ekki fara heim. Þórunn var orðin dauðuppgefin um klukkan þrjú um nóttina og vildi greinilega fara að losa sig við gestina. Maðurinn minn fór heim, en ég bauðst til að vera eftir og hjálpa henni að koma einhverju lagi á heimilið og losa sig við síðustu gestina áður en þau gengu til náða. Um klukkan fjögur voru allir farnir, Þórunn kvaddi mig og þakkaði mér og maðurinn hennar, of- boðslega þakk- látur líka, bauðst til að fylgja mér heim í náttmyrkrinu. Ég taldi það óþarfa en varð samt fegin þar sem það var hálka og ég var á háhæluðum spariskóm. Við vorum ekki komin inn á lóðina mína þegar hann tók utan um mig og kyssti mig og það var enginn venjulegur þakklætiskoss. Ég gersamlega fraus, þetta kom mér verulega illa á óvart! Samskipti mín við Þórunni urðu aldrei eins eftir þetta. Hún var samt alltaf jafn frábær. Hún var líka alltaf jafn hrif- in af þessum manni sínum. Hún virtist ekki hafa hugmynd um hvernig hann var. minnar n ,,Ertu orðinn brjálaður ?!" hrópaði ég og reyndi að losa mig úr fanginu á honum. Ég vissi vel að hann var búinn að drekka mikið, en samt gat ég alls ekki skrifað þetta á kostn- að drykkjunnar. Hann herti bara takið á mér og sagði,, Ég veit að þú vilt þetta líka, þú ert búin að bíða eftir þessu í allt kvöld eins og ég." Hann var kominn með vinstri höndina innan undir pils- strenginn minn og mér varð flökurt. Einhvern veginn tókst mér að losa mig, ég hlóp hálf- hrasandi heim eftir svellinu og skellti á eftir mér hurðinni þeg- ar ég kom inn og féll saman. Ég vildi ekki vekja manninn minn en sofnaði seint og illa, algerlega í sjokki. Morguninn eftir ákvað ég að þegja yfir þessu, segja hvorki Þórunni né manninum mínum frá því og sjá hvort nágranni minn bæðist ekki afsökunnar. Samskipti mín við Þórunni urðu aldrei eins eftir þetta. Hún var samt alltaf jafn frábær. Hún var líka alltaf jafn hrifin af þess- um manni sínum. Hún virtist ekki hafa hugmynd um hvernig hann var. Það var svo ein- kennilegt að ég var með sam- viskubit gagnvart henni. - Ég veit ekki af hverju. Ég sá hann ekki aftur fyrr en nokkrum vikum seinna en þá var hann að þvo bílinn sinn á planinu hjá þeim þegar ég gekk fram hjá. Hann kastaði glaðlega til mín kveðju eins og ekkert heföi í skorist! Ég varð bæði hissa og reið. Hafði ég kannski gert of mikið úr þessu? Var hann kannski bara svona fullur að hann vissi ekki hvað hann var að gera? Kannski mundi hann ekki einu sinni eftir þessu? Ég vildi ekki missa vinskap Þórunnar sem var mér mikils 22 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.