Vikan


Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 47
eftir Marti Attoun Seinna þegar amma hans var búin að bera fram kök- una fyrir hann í eldhúsinu og syngja afmælissönginn sagði hún um leið og hún lagði afmælispakkann á borðið: „Eg á engin kerti handa þér að blása á en ósk- aðu þér samt." „Það eina sem mig virki- lega langar í er gamli, rauði pallbíllinn á bflasölu Lukku Láka," svaraði William. - Og ef hann spilaði rétt úr spilunum sínum væri ekki langt í að hann eignaðist hann. - „Eg veit þig langar í pall- bflinn elskan," sagði amma hans. „Jæja, opnaðu nú gjöf- ina þína." William reif litríkan papp- írinn utan af bögglinum og hélt uppi eintaki af Tom Saywer í útlöndum. „Takk," muldraði hann. „Eg ætla að biðja þig að lofa mér því að byrja að lesa nýju bókina þína strax í kvöld," sagði amma hans. „Auðvitað, ég get varla beðið," svaraði hann og hélt áfram að ljúga. William bölvaði í hljóði þegar hann ýtti garðsláttu- vélinni á sinn stað. Heima í herberginu sínu dró hann krúsina með glerkúlunum úr felum og greip síðan í fram- hjáhlaupi kassann með öll- um óopnuðu bókunum frá ömmu sem safnast höfðu saman hjá honum í gegnum tíðina. Hann hlóð öllu dótinu í gömlu handkerruna sína og dró hana á eftir sér niður á flóamarkaðinn. Þar hitti hann fyrir í bás með forn- munum mann sem honum leist vel á. Hann bauð hon- um krúsina með glerkúlun- um og bækurnar. Hann sá á atferli fornsalans að kúlurn- ar voru einhvers virði. „Hvar fékkstu þær þessar vinur," spurði fornsalinn. „Pabbi minn gaf mér þær. Hann vildi að ég seldi þær til að kosta námið mitt. William kyngdi munnvatni. Hann var svo taugaóstyrkur að hálsinn var þurr og skrælnaður. Þegar hann gat talað skellti hann fram að hann teldi að 30.000,- kr. fyrir allt draslið væri nóg. Hann benti á að bækurnar væru nýjar og alveg óopnaðar þótt þær væru ekki í plastinu. Fornsalinn skoðaði vandlega glerkúlurnar með dýrastyttunum svo dró hann fram veskið sitt og borgaði orða- laust. William kreisti pen- ingana saman í lófa sínum og hljóp yfir til Lukku Láka. Þetta ætti að duga til að festa bílinn þar til honum tækist að stela meiru. Næsta dag vaknaði William við símtal frá ömmu sinni sem söng afmælissönginn fyrir hann. „Stóðstu við orð þín og byrjaðir á bók- inni þinni í gærkvöldi eins og þú varst bú- inn að lofa," spurði hún. „Já og hún er fín," laug hann eins og venjulega. „Þú hefur verið svo dug- legur að vinna í garðinum mínum í sumar að mér fannst rétt að hjálpa þér að kaupa þennan pallbfl áður en Lukku Láki seldi hann öðrum." „Hvað meinarðu?" missti William út úr sér. „Nú, 45.000,- krónurnar sem voru inn í bókinni elsk- an mín. Eg set afmælispen- ingana þína á hverju ári í bækurnar sem ég gef þér." William varð óglatt. Af- mælispeninga! Á hverju ári! Allar óopnuðu bækurnar sem hann hafði selt fornsal- anum... „Já, alveg rétt elskan, ég gleymdi að spyrja þig. Hvað gerðir þú við krúsina með glerkúlunum sem ég sá þig með á veröndinni í síðustu viku. Fornmunasali sem ég þekki bauð mér 100.000,- kr. fyrir þær um daginn og mér datt í hug að það væri ágætis sjóður til að kosta trygging- ar, skatta og viðgerðir á nýja bílnum þínum. " Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.