Vikan


Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 50

Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 50
Benigni minnir marga a hinn eina sanna Charlie Chaplin, færri vita þó sjálfsagt aö númeriö á fangaklæðum Benigni í La Vita é Bella er hiö sama og Chaplin bar í hlutverki litla gyöingarakarans sem lenti í fangabúðum nasista í The Great Dictator. ur risið til mikilla hæða í heimalandi sínu, Ítalíu, sem tók ástfóstri við Benigni langt á undan umheiminum. Hann hóf fljótlega að leik- stýra sjálfur, fyrst Tu Mi Turbi 1983 og þar, líkt og í La Vita é Bella og mörgum öðrum, leikur hann á móti eiginkonu sinni Nicoletta Braschi. Ekkert eftir nema að gráta (Non ci resta che piangere) kom ári síðar og er hvað merkilegust fyrir það að þar leik- stýra þeir saman og leika, Benigni og Massimo heitinn Troisi, sem einnig komst í návígi við Óskar frænda. I Bandaríkjunum reyndi Benigni sig svo fyrst í hinni lítt séðu mynd Jims Jarmusch Down by Law, en þeir unnu síðar aftur saman við Rómarþátt hinn- ar sérstöku myndar Night on Earth. Seinna lék Benigni síðan í kveðjumynd meistara Fellinis, Rödd tunglsins (La Voca della luna), og hinni misheppn- uðu mynd um son Bleika pardussins áður en hann sló endanlega í gegn með Jóa tannstöngli og Skrímslinu og mun næst sjást í fyrstu leiknu myndinni um vini okkar Ástrík og Steinrík. En eftir að hafa sigrað Ítalíu þá hefur hann nú sigrað heiminn - ekki með einfaldri gamanmynd, Hollywood þarf ekki að leita til Ítalíu eftir þeim, heldur gaman- mynd um helförina. Flestir hafa fagnað, enda eru öll læt- in ekki til þess ætluð að draga athygli að honum sjálfum heldur því sem hann hefur að segja, en þó heyrast óánægju- raddir. Þær virðast oftast vera byggðar á þeim leiða misskilningi að það sé ekki pláss fyrir meira en tvær tilfinn- ingar í mannssálinni í einu - eða þá hreinlega að myndin sé fáránleg - en var helförin sjálf það ekki líka? Einnig gætu einhverjir notað orð Einars Ben. gegn honum, " Aðgát skal höfð í nær- veru sálar", en þeim hinum sömu væri sjálfsagt hollt að líta á hvernig það erindi hefst, á orð- um sem Roberto Benigni hef- ur svo sann- arlega gert að sínum: "Eitt bros getur dimmu í dags- ljós breytt". Hin ástfangni Shakespeare vann kannski stóru verðlaunin á síðustu óskarsverðlaunahátíð en sá sem stal senunni var þó án vafa ítalinn ótrúlegi Roberto Benigni. Hann varð manna fyrstur til að hljóta heiðurstitillinn Besti leikarinn án þess að hafa enskuna til að styðjast við og lýsti yfir ást sinni á allri heims- byggðinni fyrir að verðlauna þá mynd sem hann segist hafa sett alla sína ást í, mynd sem er fyrsta mynd- in til að vera tilnefnd bæði sem besta mynd- in og besta erlenda myndin síðan Z eftir Costa-Gavras hlotnaðist sá heiður árið 1969. Tíu árum eftir Z-una leikstýrði svo Costa- Gavras myndinni Clair de Femme, merkilegt nokk frumraun leikara að nafni Roberto Benigni, sem síðan hef- netið þeim aðganginn að netinu og segja þeim að það væri ekkert hættulegt að prófa, í versta falli þyrfti bara að byrja upp á nýtt. Þetta dugði konunum til að þær gátu bjargað sér ótrúlega vel án frekari leiðbeininga á meðan karlarnir þurftu meiri leiðsögn og voru mun hræddari við að prófa vegna ótta við að „skemma eitthvað". Fleiri kannanir sýna að karlar eiga að öllu jöfnu ekki eins auðvelt með að notfæra sér netið til upplýsinga og konur. í tilraun sem gerð var í háskóla í Boston kom fram að rosknar konur (65 ára og eldri) náðu betri árangri í leit að upplýsing- um en karlmenn yngri en 30 ára og þær voru líka þolinmóð- ari og afkastameiri í leit að ákveðnum földum upplýsingum en yngri konurnar. Allar kannanir sem gerðar hafa verið á notkun á Alnetinu benda til þess að netið sé kvennamiðill og að konur séu mun færari á því sviði en karlar. Sérstaklega eldri konurnar! Eldri konur og í Bandaríkjunum var nýlega gerð könnun á notkun eldri borgara á netinu. í könnuninni var einnig gerð könnun á hæfni notenda þess við að finna tilteknar upplýsing- ar á netinu. Þar kom margt athyglisvert í Ijós, en sérstaka athygli vakti að meðal 65 ára og eldri eru konur mun duglegri að notfæra sér netið en karlar. Konur sem látið hafa af störf- um hafa tekið netinu fegins hendi og virðast í stórum stíl nota það bæði sem gleði- gjafa og upplýsingamiðil. Konurnar voru í miklum meirihluta notendanna og eyddu að jafnaði lengri tíma við skjáinn en karlarnir. Þær voru auk þess mun færari að leita á netinu og áttu auðveldara með að prófa sig áfram en karlarnir. Leiðbeinendur voru sammála um að þaö hefði verið að jafn- aði nóg að koma konunum af stað við lyklaborðið, kenna 50 Vikan Texti: Ásgeir T. Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.