Vikan - 10.05.1999, Blaðsíða 56
Fríða
Björnsdóttir
Góð rne'd tryggir
plöntur
Vorið er tími umpottunar á öllum blómaheimilum.
Sumir eru duglegri en aðrir við að skipta um mold á
blómunum sínum og líklega þýðir ekkert að mótmæla
því að blómin þeirra eru fallegri og gróskumeiri heldur
en blómin á heimilum hinna „latari" sem láta blómin eiga sig og leyfa
þeim að draga fram lífið við erfiðar aðstæður í næringarsnauðri, gam-
alli mold. Kannski tekst þeim þó eitthvað betur til ef þeir bæta
blómunum upp bætiefnaskortinn með því að gefa þeim áburðarlögg
svona af og til yfir sumarið.
og fyllt ofan á (sjá mynd
4). Ekki er rétt að
þrýsta moldinni of fast
niður að rótunum því
við það leggst hún of
þétt að þeim. Leyfið
plöntunni nú að jafna
sig í tvo sólarhringa og
vökvið ekki á meðan. Best
er að plantan standi á
skuggsælum stað í byrjun
því ræturnar eru ekki búnar
að ná „fótfestu" í pottinum
og þar af leiðandi getur of
mikil sól valdið skaða.
Plantan á að hafa nægilegt
vatn þessa fyrstu daga þar
sem þið hafið áreiðanlega
ekki gleymt að vökva plönt-
una vel áður en þið byrjuð-
uð að umpotta en einmitt
þessi vökvun er eitt af skil-
yrðunum fyrir því að vel
takist til.
Loks er rétt að taka fram
að bíða verður með að
vökva plöntur með áburðar-
blöndu þangað til þær eru
greinilega farnar að taka við
sér og vaxa á nýjan leik.
Þegar velja á mold til
umpottunar er rétt að
taka svolítið tillit til
þess hvaða blóm við erum
með. Til er sérstök mold
sem til dæmis hentar vel
kaktusum. Hún er vikur-
blönduð og hleypir því vatn-
inu betur í gegnum sig en
kaktusum hentar nefnilega
ekki að sitja í „pollum"
heldur þarf vatnið að renna
greiðlega frá þeim. Önnur
moldartegund, sem er fyrir
hefðbundnar plöntur, er vik-
urblönduð en þó er í henni
mun minni vikur en í kaktus-
moldinni. Síðan er blandað í
hana íslenskri mold og torf-
mold. Loks er þriðja mold-
artegundin, svokölluð hvít-
mosamold, sem sögð er góð
fyrir grænar plöntur sem
látnar eru vaxa í lokuðum
pottum, það er að segja
pottum sem ekki eru með
gat á botninum.
Ræturnar vaxa upp úr
pottinum
Merki um það að kominn
sé tími lil að skipta um mold
eins konar dren þar sem
vatnið getur setið án þess að
skemma ræturnar en þær
geta samt teygt sig niður í
það og dregið til sín vökvun
eftir þörfum.
Næsta skref er að ná
nokkru af gömlu moldinni
utan af rótunum (sjá mynd
3). Það getur verið gott að
gera með göfflum eða ein-
hverju álíka. Ef gamla mold-
in er öll látin sitja í rótunum
kemst rninna fyrir af nýrri
og frjósamri mold í nýja
pottinum.
Ekki í sól fyrstu
dagana
Loks er plöntunni stungið
niður í pottinn og rnold hellt
meðfram rótarklumpinum
á blóminu ykkar er að
ræturnar eru farnar að
vaxa upp úr pottinum -
blómið er farið að lyfta
sér eins og sést vel á
mynd 1. Byrjið á því að
vökva blómið áður en
þið takið það úr pottin-
um. Ef það er blaðmikið
og með langa leggi getur
verið gott að binda lauslega
utan um þá áður en varið er
að færa það milli potta. Far-
ið þó varlega og skemmið
hvorki leggi né blöð.
Þegar valinn er nýr pottur
er rétt að hafa í huga að
taka pott sem er núrneri
stærri en sá sem blómið var
í. Það borgar sig engan veg-
inn að grípa miklu stærri
pott og ætla með því að
komast hjá því að umpotta
næsta vor. Síðan vilja margir
setja brot úr leirpotti á botn-
inn á nýja pottinum (sjá
mynd 2) til þess að koma í
veg fyrir að vatnið renni
hindrunarlaust niður við
vökvun og einnig má setja
nokkur pottbrot neðst í
pottinn til þess að mynda
56 Vikan