Vikan - 29.06.1999, Side 13
Orftin hjón. Ánæj>0 oj;
haiiiinj> jnsöm j>anj>a
liníóhjónin ól ór kirkj-
iinni cl'tir aó séra Birj>ir
Snæhjörnsson lialói j>ef-
ió þan sanian.
hún vildi með stutt hárið á sér.
Eftir blástur og rúlluísetningu,
greiðslu og mikið hárlakk til að
halda öllu fínu út daginn var slör-
ið sett á höfuðið. Brúðurin var að
fá á sig mynd og þannig keyrði
hún aftur heim þar sem förðun og
snyrting áttu að fara fram við
dagsbirtu stofugluggans.
Litirnir sem Guðrún vildi að
yrðu notaðir við förðunina voru
mildirog náttúrulegir. Þórunn
Guðlaugsdóttir og Bryndís Vigg-
ósdóttir sáu um að svo yrði og
þær komu Guðrúnu fyrir á stól á
miðju gólfinu og þar sat hún með-
an þær snyrtu hana. Tíminn var
að vísu einnig notaður til að
hringja nokkur símtöl og athuga
hvernig gengi að skreyta salinn,
skipuleggja þjónustuna og ýmis-
legt annað. Þegar leið á snyrting-
una og brúðurin var orðin veru-
lega sæt styttist í kjólinn með sín-
um sjö pilsum, en hann beið enn-
þá uppi í gamla herberginu henn-
ar Guðrúnar.
Það var ekki marengs-kjóll
sem Guðrún féll fyrir á Brúðar-
kjólaleigu Dóru í Reykjavík heldur
kremaður kjóll með slóða. Kjóll
sem klæddi hana vel að allra
sögn, þröngur og perlusaumaður
að ofan, hár í hálsinn og með
víðu pilsi sem þýddi að smókíng-
klæðnaður brúðgumans passaði
aldeilis vel við. Brúðarvöndurinn
var í sömu tónum. Ljósar risarósir
úr Mosfellsbæ settar saman af
Valgerði, móður Guðrúnar, eftir
hugmyndum brúðarinnar. Gerðir
voru tveir vendir, sinn hvor handa
mæðgunum.
Síðasti spölurinn í
hjónaband
Kjóllinn var hnepptur upp.
Brúðurin hafði lokið undirbúningi
sínum. Heildarmyndin glæsileg
og Guðrún skartaði sinu fegursta.
Brúðarvöndurinn var borinn við
kjólinn og leiðbeiningar fengnar
hvernig fallegast væri að halda á
honum þannig að allt nyti sín
sem allra best. Á meðan renndi
bílstjórinn, Valli bróðir Guðrúnar,
brúðarbílnum í hlaðið og slaufum
prýddur Alfa Romeo beið brúðar-
innar og föður hennar, tilbúinn að
aka þeim til kirkju þar sem faðir-
inn myndi leiða hana síðasta
spölinn í hjónabandið.
Inn langt kirkjugólfið gengu
þau feðginin með augu allra á
sér. Sér í lagi þó augu Ágústs,
sem ekki hafði séð unnustu sína í
einn sólarhring, ekki litið brúðar-
kjólinn augum og hvað þá séð
hana svona fallega brúður.
Draumur Guðrúnar varð þarna að
veruleika. Hún hafði alltaf hlakk-
að til þess að ganga inn gólf Ak-
ureyrarkirkju með föður sinn sér
við hlið, - - ætlað sér að ganga
þessa löngu leið hægt og rólega.
Séra Birgir Snæbjörnsson gaf
Ef'tir forrétt og aftalrétt var komið aö kaffi og kökmti.
Brúöhjónin skera hrúöartertuna og Ásgerður Jana
fylgist spennt ineð ásamt Valgeröi inóður Guörúnar
og Ásgeröi og Guömuncli foreldrum Ágústar.
brúðhjónin saman. Athöfnin var
þeirra. Guðrún og Ágúst urðu
hjón. Ásgerður Jana, dóttir þeirra,
afhenti foreldrum sínum giftingar-
hringana og heitið var innsiglað.
Gangan út kirkjugólfið var jafn
skemmtileg fyrir Guðrúnu og
gangan inn. Nú var hún orðin eig-
inkona með eiginmanninn sér við
hlið. Gestirnir allir samglöddust.
Heillaóskum og hrísgrjónum
rigndi yfir þau, enda hafði stytt
upp.
Brúðartertan og
snuddan í munninum
Nýbökuð hjónin settust inn í
brúðarbílinn og vildu láta mynda
sig fyrstu mínútur hjónabandsins
í Lystigarðinum á Akureyri. Þegar
síðustu myndinni var smellt af
féllu regndropar, rétt í þann mund
er brúðhjónin komust aftur inn í
bílinn og komu við hjá Júlíusi, afa
Guðrúnar, sem langaði til að sjá
sonardóttur sína og maka hennar
á brúðkaupsdegi þeirra. Þegar afi
hafði verið kvaddur keyrði bíl-
stjórinn Guðrúnu og Ágúst í hlý-
legt Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju, gestum öllum til ánægju
sem biðu þeirra með húrrahróp á
vör.
Kerti í gylltum eplum nutu sín
vel á björtu, íslensku sumar-
kvöldi. Brúðhjónin við háborðið,
með foreldra sína sér við hlið,
meðtóku falleg orð og söng og
nutu með gestum sínum matar
og skemmtiatriða. Sláttur í glös
fékk þau upp á stól til að kyssast.
Brúðartertan var skorin með Ás-
gerði Jönu á handleggnum og
snuddan fylgdi með enda liðið á
kvöldið. Brúðguminn kvaddi sér
að lokum hljóðs með brúðina sér
við hlið. Tók síðan í hönd hennar
og leiddi hana niður kirkjutröpp-
urnar út í sumar og sól. Bjartan
tíma.