Vikan


Vikan - 29.06.1999, Side 25

Vikan - 29.06.1999, Side 25
Skolið vel af og endurtak- ið einu sinni til tvisvar í viku. • Fyrir viðkvæma húð. Blandið saman hálfum bolla af haframjöli, tveim matskeiðum af vatni og fjórum teskeiðum af ný- mjólk og hrærið vel. Berið á andlitið og látið bíða í 10 mínútur. Skolið af með vatni. Hárnæring Stappið saman avókadó og hálfan banana. Ávextirn- ir verða að vera vel þroskaðir. Bætið í þetta einni lítilli dós af hreinni jógúrt, einni eggjarauðu og tveim matskeiðum af ólífu- olíu. Hrærið vel og berið í hreint hárið. Látið bíða í 20 mínútur, skolið og þvoið að lokum með mildu sjampói. Ef hárið er mjög þurrt má endurtaka þetta vikulega en annars ætti að duga að nota þessa frábæru næringu einu sinni í mánuði. Fallegt bros • Hvítar tennur. Nuddið sneiddum jarðarberjum eða sítrónuhýði á glerung tannanna til að eyða blett- um og gera tennurnar hvítari. það gerir svipað gagn að strá hálfri teskeið af matarsóda yfir rakann tannburstann og bursta. • Ferskur andardráttur. Tyggið myntulauf eða nuddið þeim við góm og tennur til að tryggja fersk- an andardrátt í langan tíma. Salvíublöð gera sama gagn. • Rétt mataræði. Kolvetni eru nauðsynlegt til að tryggja góða tannheilsu. Borðið mikið af ávöxtum og grænmeti en minnkið sykurneysluna. Reynið að borða sem minnst á milli mála. • Munið tannlækninn! Látið fylgjast reglulega með tönnunum og hreinsa tannstein. Það borgar sig þegar til lengri tíma er iit- ið. Gegn þreytu og baug- um undir augum Gætið þess að fá nægan svefn. Til að hressa upp á þreytt augu er gott að leggja kældar gúrkusneiðar á augn- lokin. Best er að skipta um sneiðar þegar þær eru ekki lengur kaldar. Látið ykkur líða vel með gúrkusneiðarn- ar á lokuðum augunum í 10- 15 mínútur. Önnur ágæt aðferð er að leggja volga poka af kamillutei á augun og láta þá liggja á augnlokunum þar þeir eru orðnir kaldir eða í u.þ.b. 10 mínútur. gómsætri nppskritt að okkur hjá Vikunni og við senduin glaðning í'rá Nóa Síríus sem þakklætisvott fyrir þær uppskriftir sem birtast í Vikunni. Best væri ef mynd af réttinum og sendandanum fylgdu með uppskriftinni ásamt nafni og heimilisfangi sendandans. „Get ég fengið uppskriftina? Vik an, Seljavegi 2,101 Reykjavík". NOI SIRIUS

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.