Vikan


Vikan - 29.06.1999, Qupperneq 32

Vikan - 29.06.1999, Qupperneq 32
Texti: Hrund Hauksdóttir Er góða veislu gjöra skal... Höfum brúðkaupsveisluna fjöruga og eftirminnilega Þegar brúðkaup er í vændum þarf að huga að mörgum þáttum undirbúnfngs þess. Eitt af því sem skiptir miklu máli er að gefa góðan gaum að sjálfri veislunni og hvernig hún eigi að fara fram. Sumir velja sér veislustjóra og leggja allt sitt traust á að hann haldi uppi fjörinu og leiði gestina Ijúflega áfram i gleðskapnum. En hver er best til þess fallinn að gegna hlut- verki veislustjóra og hvernig getum við gert veisluna sem eftirminnilegasta? 32 Vikan Smekkleg forsíða á söngtexta- bók gleður gesti, ekki síður en innihaldið! til vit út frá: Áh árstíma verð- ur brúökaupiö haldiö? Hversu margir veröa gestirnir? Hvar mun veislan vera haldin? Hversu mikiö fjármagn hafið þið til umráða? Fyrir þá rómantísku getur „big band" veisla verið alveg frábær hugmynd. Þá stílið þið inn á andrúmsloftið frá 1940 þegar big band hljómsveitir voru á blómaskeiði sínu. Á þessu tímabili gengu konur með hatta og hanska sem náðu uþp fyrir olnboga. Þar sem um stríðstíma var að ræða voru flestir karlmenn í einkennisbúningum en það er ekki síður hægt að notast við kjólföt eða smóking. Umhverfið í veislusalnum þarf að minna á hina stóru, gylltu sali liðinnar tíðar og hljómsveitin að spila tónlist frá þessu tímabili (Andrew Sisters, Fred Astaire og Ginger Rogers). Fyllið salinn af hangandi blöðrum og hafið glitrandi „diskókúlu" yfir miðju dansgólfinu. Til borðskreytinga er við hæfi að nota hvítar þerlur þræddar á band og nóg af kampavínsflöskum. Síð- an er rósablöðum dreift yfir borðin. Haf- ið svart/hvíta, gamaldags mynd af ykkur turtildúfunum á boðskortinu til að gefa tóninn. Látið fylgja með því nokkur orð um fyrirkomulag veislunnar svo fólk geti klæðst við hæfi. Grín og gleði Sum verðandi brúðhjón vilja hafa veisluna sína frjálslega og vera með fyndnar uppákomur. Blaðamaður Vik- unnar átti einmitt því láni að fagna nýlega að vera viðstaddur sérlega fjöruga veislu þar sem bæöi gestirnirog brúðhjónin skemmtu sér konunglega! Einnig var mikið a lagt uþþ Þegar drög eru lögð að brúðkaugs- veislu er nauðsynlegt að hafa í huga hvers konar stemmning eigi að vera ríkjandi og út frá því er hægt að finna ákveðið þema. Sumar veislur eru frekar óhefðbundnar og þar er leikið af fingrum fram, þar sem vinir og vanda- menn kveða sér hljóðs og halda ræður til heiðurs brúðhjónunum. Óskipu- lagðar veislur í þeim anda geta verið mjög skemmtilegar en þá skaþast jafnframt hætta á því að eitthvað fari úr skorðum og það getur komið upp vandræðaleg staða. Það er ekki öllum gefið að semja áhugaverðar ræður og þeir eru enn færri sem þora að flytja þær. Vikan var í brúðkaupi ekki alls fyrir löngu sem var í alla staði mjög hátíðlegt og vel heppnað... þar til veislan hófst. Fólk stóð í sparifötunum með þvingað efni yljar gestum um hjartarætur. bros í litlum hóþum víðs vegar um sal- inn og hélt greinilega kramgakenndu taki um kampavínsglösin. Brúðhjónin horfðu bara á hvort annað með stjörnur í augunum og áttuðu sig ekki á vand- ræðalegri stöðu veislugesta. Enginn hafði verið skipaður veislustjóri og nú voru góð ráð dýr. Loks var það einn gestanna sem tók af skarið og stakk uþþ á að skálað yrði fyrir brúð- hjónunum, en sá bar þess merki að hafa sturtað í sig töluverðu magni af kamga- víninu. Er borðhaldið hófst fikruðu gestir sig hikandi á milli borða og völdu sér sæti; allir mjög óöruggir með sig. Fólk skiþtist á kurteisiskveðjum og talaði saman í hálfum hljóðum. Svo voru allir farnir að bíða eftir ræðuhöldum en ekk- ert gerðist. Nokkrir vinir brúðgumans hittust frammi á snyrtingunni og klóruðu sér í hausnum yfir þessum vandræðum. Enginn hafði samið ræðu. Að iokum herti einn félaganna ugp hug- ann, fór fram í salinn og hélt stutta, óæfða tölu fyrir hönd vin- anna. „Ræðan" rétt slapp fyrir horn. Gestirnir höfðu litla sem enga hugmynd um hvenærveislunni lyki eða hvort hún væri jafnvel búin án þeirrar vitundar! Smám saman tíndust svo veislugestir út og örugglega flestir frels- inu fegnir. Við getum öll verið sammála um að svona andrúmsloft viljum við ekki hafa í brúðkaupsveisl- unni okkar. Að lokinni hátíðlegri athöfninni í kirkjunni er hug- myndin sú að halda eftirminni- lega veislu þar sem fjölskylda og vinir skemmta sér konung- lega og til þess að tryggja það er nauðsynlegt að hafa veislu- stjóra. Hlutverk veislu- stjórans Veislustjóri er oftast valinn úr vinahópnum og er gjarnan leitað til þess aðila sem á auðvelt með _____na fram og er skipulagður. Það er ekki nóg að mesti „gleðipinninn" í vina- hópnum sé fenginn til verksins; hann/hún verður að geta haldið utan um veisluna af öryggi. Þeir efnaðri geta leigt sér veislustjóra eins og stundum tíðkast, sem eru þá oftast leikarar eða annað sviðsvant fólk. Veislustjórinn ber ábyrgð á því að veislan fari fram samkvæmt áætlun og verðandi brúðhjón skyldu gefa sér góðan tíma til að ræða við hann um óskir sínar varðandi veisluna. Hann sér einnig um að setja sig í samband við ættingja eða vini sem mögulega geta sett saman líflegar ræður og hann ákveður auk þess, í samráði við þarið, tímasetning- una á ræðum og öðrum uþþákomum. Veislustjórinn tekur ávallt af skarið, t.d. varðandi hvenær skuli lyfta glasi, setjast til borðs, stíga dans og svo framvegis. Með því að hafa veislustjóra er öruggt að veislan verður ekki vandræðaleg og óskiþulögð og gestirnir ekki eins og höf- uðlaus her. Þemabrúðkaup Það getur verið gaman að hafa ákveðið þema í brúðkauþsveislum og vinna út frá því. Þá er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Slíkar hugmyndir henta kannski ekki vel i formlegum brúðkaugum en ef þið hafið hug á að gera veisluna frjálslega og fjöruga þá er ekki úr vegi að hafa hana svolítið öðruvisi en vaninn er. Ef þið ætlið að velja ykkur ákveðið þema hafið þá eftirfarandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.