Vikan


Vikan - 29.06.1999, Page 62

Vikan - 29.06.1999, Page 62
Ekki missa af ...versluninni Hjá Hrafnhildi sem hóf starfsemi sína í heimahúsi en hefur nú heldur betur slegið í gegn og er í glæsilegum húsakynnum við Engjateig. Verslunin er aðallega með þýskar og ítalskar vörur og býður upp á fjölbreyttan fatnað fyrir konur á öllum aldri. Allir ættu að finna þar föt við sitt hæfi og stærðirnar eru frá 36-54. Mjög klæðilegar buxnadragtir, vesti og sérlega góð- ar stredsbuxur eru á boðstólum. Heimsókn til Hrafnhildar borgar sig. ...reiðtúrum. Fátter skemmtilegra og meira hressandi en góður útreið- artúr. Það er ekki nauðsyn- legt að eiga hesta sjálfur til þess að geta notið sam- vista við þá því þó nokkrir aðilar bjóða upp á hesta- leigu. Það er einmitt kjörið fyrirkomulag fyrir þá sem hafa ekki tíma né áhuga á að vera með hesta á eigin snærum. íshestar leigja út hesta og eru einnig með námskeið. Sláið til og sþrettið úr sþori! ...versluninni í húsinu sem er í Ingólfstræti. Þarfást borðskreytingar við öll tækifæri og ýmsir fallegir munir til heimilisins. Á þeim bænum er einnig boðið upp á leigu á borðbúnaði fyrir veislur, ráðgjöf og þjónustu en það getur komið sér mjög vel ef slá skal upþ veislu. ....Humarhúsinu. Þetta nota- lega en jafnframt eilítið virðu- lega veitingahús státar af dýr- indis matseðli og frábærri þjón- ustu. Andblær liðinna tíma svíf- ur yfir vötnum og innréttingarn- ar og andrúmsloftið skaga ein- staka stemmningu. Dásamleg- ur staður fyrir rómantíska kvöldstund eða til að koma við í hádeginu og gæða sér á fyrsta flokks humarsúþu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.