Vikan


Vikan - 21.09.1999, Síða 36

Vikan - 21.09.1999, Síða 36
Gómsætur eftirréttur með 1 gul melóna 700 g jarðaber 2 dl rjómi 1/2 l vanillu ís 50 g konfekt marsipan (Fyrir 4) Aðferð: Melónan er skorin í tvennt og kjarninn fjarlægður. Búið til kúlur með þar tilgerðu kúlujárni sem fæst t.d. í Húsasmiðjunni. Skolið jarða- berin, þerrið þau og skerið til helminga. Blandið jarðaberjunum og melón- unum saman og setið í fjögur glös. Þeytið rjómann og myljið marsipanið útí. Búið til kúlur úr ísnum og setjið ofan á ávextina ásamt marsipanrjómanum. Skreytið með myntu eða sítrónumelissu. 150 g smjörlíki 3 dl hveiti 1 dl hafragrjón 1 dl sykur fylling: 400 g rabbarbari 1 dl sykur 2 egg 2 dl sykur 150 g smjörlíki 2 dl vatn 4 dl hveiti 1 dl möndlur, fínsaxaðar 2 tsk. lyftiduft til skrauts: ferskur rabbarbari Aðferð: Bræðið smjörlíkið og blandið hveiti, hafragrjónum og sykri saman við þannig að úr verði deig. Þrýstið deiginu í lausbotna kökumót. Bakið deigið við 200°C í 10 mínútur. Hreinsið og skerið rabbarbarann í litla bita. Blandið 1 dl af sykri saman við rabbarbarann og látið standa. Stífþeyt- ið eggin og 2 dl af sykri. Bræðið smjörlfkið í potti ásamt vatninu. Hrærið því saman við eggjamassann. Blandið saman hveiti, möndlum og lyftidufti og hrærið því einnig saman við eggjamassann. Hrærið því næst rabbarbaranum saman við. Hellið massanum ofan í forbakaða deigið. Bakið við 200°C í u.þ.b. 1 klst. Skreytið með ferskum rabbarbara og berið fram með rjóma. ibarbarasaft 2 kg rabbarbari (ll.þ.b« 1 I) 2 dl vatn íhvert kíló afsaft: 350 - 400 g sykur Aðferð: Þvoið rabbarbarann og skerið í litla bita. Setjið í pott ásamt vatninu. Sjóðið undir loki við vægan hita þar til allur safinn er kominn úr rabbarbaranum. Hellið öllu í gegnum sigti og látið síjast mjög vel í svolítinn tíma. Mælið safann og setjið hann í pott. Látið suðuna koma upp. Bætið þar næst sykrinum saman við í réttu hlutfalli við magn safans. Látið suðuna koma upp á ný. Takið pottinn af hellunni og hellið safanum á vel hreinsaðar, heitar flöskur og setjið tappann strax á. Saftin geymist vel á köldum stað og má nota hana hvort sem er út á grauta, í hanastélið eða bara eina og sér. Einnig er hægt að geyma hana fram að jólum og bera fram með jólagrautn- um. Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.