Vikan


Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 53

Vikan - 21.09.1999, Blaðsíða 53
Það sem ber að forðast hætti manni við hofuð- verk... Að sleppa úr máltíð. Heil- inn þarfnast sykurs (glúkósa) til að geta starfað eðlilega. Haltu blóðsykur- magninu eðlilegu með því að borða með reglulegu millibili að minnsta kosti þrisvar á dag. Að borða gamlan ost, hnet- ur, súkkulaði, pylsur, reykt kjöt eða annan mat sem inniheldur amínósýruna týramín. Að taka inn asperín eða önnur verkjalyf. Líkaminn venst þessum lyfjum eftir ákveðinn tíma og þegar áhrif þeirra þverra færðu enn verri höfuðverk en áður. Að sofa ekki nóg. Ofþreyta er helsta orsök höfuðverkja hjá mörgum. Ekki sofa á maganum eða í hnipri. Ef hálsinn er ekki beinn getur það orsakað stífa hálsvöðva og vöðvabólgur sem koma af stað höfuðverkjum. Reyndu að sofa minnsta kosti sjö tíma á nóttu, á bakinu með góðan stuðning við hálsinn og herðarnar. Að ofreyna þig. Ef þú finn- ur að höfuðverkur er að byrja hættu þá að vinna, hvíldu þig stutta stund og farðu svo út að ganga eða hreyfðu þig. Að draga að fara til læknis ef þú færð höfuðverk oftar en þrisvar í viku, ef þú færð svo svæsin höfuðverkjaköst að þú verður að taka verkjalyf daglega eða meira en í ráðlögðum dag- skömmtum til að slá á verk- ina, ef höfuðverkjum þínum fylgir mæði, máttleysi, ef þú verður rugluð eða rödd þín drafandi. Öll þessi einkenni benda til að vandamálið sé alvarlegs eðlis. rófið birtist og það varð til þess að kastið varð ekki jafn slæmt. I dag fæ ég mígrenilyf og hef haldist sæmilega góð í nokkur ár.“ Greinin, sem konan las, var viðtal við Seymour Di- amond sem rekur sjúkrahús í Bandaríkjunum fyrir höf- uðverkjasjúklinga. Hann hefur helgað líf sitt rann- sóknum á höfuðverkjum og segist vita að miklir fordóm- ar hafi verið ríkjandi gagn- vart þeim þegar hann hóf starf sitt. Hann minnist sér- staklega konu sem áratug- um saman hafði verið full- vissuð um það af ótal lækn- um að höfuðverkurinn væri ímyndun ein. Hún varð svo glöð þegar hún kynntist Seymour, sem tók þjáningar hennar alvarlega, að hún sagði að það hefði verið hálfur batinn. Önnur kom til hans eftir að hafa verið tvisvar lögð inn á geðdeild þar sem hún fékk raflost til að losa hana við höfuð- verkjaköstin. Ef þér hættir til að fá höfuð- venk ættin þú endilega að... Hafa mataræðið fjölbreytt og borða mikið af steinefnarík- um mat eins og fiski, korni, avókadó, og grænmeti. Kalkríkur matur og matur sem inniheldur B2 vítamín er líka æskilegur. Setja kalda bakstra á ennið þegar þér er illt í höfðinu. Það dregur úr þrota í æðum og getur slegið á höfuðverk sem stafar af streitu eða stífluðum ennis- og kinnbeinsholum. Forðast blikkandi eða skært ljós. Jafnvel sjónvarps- og tölvuskjáir eru varasamir. Það getur hjálpað að hengja lit- aða filmu yfir tölvuskjáinn. Anda djúpt og rólega í nokkrar mínútur á hverjum degi. Þindaröndun getur hjálpað mikið til að slaka á spennu og auka súrefnisflæði um líkamann. Leggðu lófana þéttings- fast undir bringsmalirnar og finndu hvernig þindin þrýst- ist upp og niður. Nudda háls og herðar sjálf eða fara til lærðs nuddara. Við það slaknar á spennu í vöðvunum. Teygja vel á öllum vöðvum í minnst fimm mínútur á dag. Byrjaðu á fótunum, færðu þig upp eftir líkamanum og endaðu á hálsi, herðum og höfði. Halda dagbók yfir verkina. Skráðu hvenær verkurinn byrjar, hvernig hann er, hvenær fer að draga úr honum og hvað þú borðaðir áður en hann byrjaði. Stunda líkamsrækt reglulega. Það eykur blóðflæði um lík- amann og leysir endorfín úr læðingi en það hjálpar til við að draga úr höfuðverkjum. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.