Vikan


Vikan - 12.10.1999, Page 14

Vikan - 12.10.1999, Page 14
Samantekt: Margrét V. Helgadóttir Heimildir: Hillary Clinton: The inside story, Hillarys choice, Glamour, sept 99 i IIII3II! ED J m i Heimurinn hreifst strax af ungu forsetahjónun- um Bill og Hillary Clint- on þegar þau settust að í Hvíta húsinu árið 1993. Þau þóttu minna á Jackie og John F. Kennedy á sínum tíma, voru ung, myndarleg og hæfileikarík. Eftir nokk- urra ára setu á valda- stóli hefur glansinn far- ið af Bill á meðan Hill- ary styrkir ímynd sína dag frá degi. Þeir eru margir sem spá henni glæstum frama í stjórn- málum í framtíðinni. Hillary Diane Roadham, betur þekkt sem Hillary Clinton, for- setafrú Bandaríkjanna er vafalítið valdamesta kona heims. Hún fór strax ótroðnar slóðir þegar hún tók við lyklavöldum í Hvíta húsinu ásamt eiginmanni sínum. í stað þess að sitja heima og halda teboð fyrir fínu konurnar í Washington, eins og forverar hennar höfðu gert, mætti hún á samkomur ásamt eigin- manni sínum, lét mikið á sér bera og tók til máls við margvísleg tilefni. Hillary þykir einstaklega lagin að takast á við ágengt fjölmiðlafólk og nær ætíð að svara vel fyrir sig þegar hún er spurð erfiðra spurninga. A sama hátt er hún dugleg við að nota fjölmiðlana á já- kvæðan hátt þegar þess þarf með. Þrátt fyrir að vera ein umtalaðasta kona heims hefur henni tekist að halda ýmsu leyndu þangað til núna! Venjuleg bamæska Margir standa í þeirri trú að Hillary hafi alist upp meðal fína fólksins í Was- hington borg en svo er ekki. Hún ólst upp í Chicago í faðmi ástríkra foreldra, þeirra Dorothy og Hugh Rodham og tveimur yngri bræðrum, Hugh og Tom. Strax á æskuárunum var Hillary farin að vera dugleg að hjálpa þeinr sem hún taldi minna mega sín. „Við höfum öll þá skyldu að hjálpast að og gefa sjálf til samfélagsins" voru ein- kunnarorð hennar strax á unglingsárum. Geimfaradraumur Sem unglingur dreymdi Hillary um að verða geim- fari. Hún skrifaði bréf til NASA og spurðist fyrir um hvernig hún gæti tekið þátt í geimferðarverkefni sem undirbyggi ungt fólk sem langaði að verða geimfarar. Svarið var stutt og gerði hana tryllta að bræði: „Stúlkur þurfa ekki að sækja um." Getur slegið frá sér Suzy, nágrannastúlka Hill- ary, gerði það að vana sínum að berja Hillary ef hún lék sér við strák einn í hverfinu. Þar sem Hillary var settleg stúlka, sló hún ekki á móti heldur lét Suzy lumbra á sér. Einn daginn þegar hún kom barin inn til móður sinnar lét sú gamla í sér heyra: „Það er ekkert pláss fyrir skræfur í þessu húsi. Næst

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.