Vikan


Vikan - 12.10.1999, Síða 15

Vikan - 12.10.1999, Síða 15
þegar hún lemur þig vill ég að þú lemjir hana á móti." Ekki leið á löngu þar til Suzy réðst á Hillary en nú var tekið á af alefli og Hill- ary lamdi hana á móti. Hún hljóp alsæl heim til móður sinnar og sagði: „Núna fæ ég frið til að leika við strák- ana!" Hafnarboltastelpan Hillary hefur mikinn áhuga á hafnarbolta sem er ein þjóðaríþrótt Bandaríkja- manna. Sem barn fór hún gjarnan á völlinn ásamt föð- ur sínum og bræðrum. Stuttu eftir að hún fluttist í Hvíta húsið tók hún þátt í opnunarleik hjá Wrigley Field liðinu og kastaði hún fyrsta boltanum á tímabil- inu, sem þykir vera mikill heiður. Ófeimin við að taka af skarið Hillary og Bill kynntust í Yale háskólanum á meðan þau stunduðu bæði laganám. Eftir að Bill hafði fylgst með henni heilan dag á bóka- safninu gekk hún til hans og sagði: „Heyrðu, ef þú ætlar að halda áfram að horfa á mig og ég að fylgjast með þér, þá finnst mér að við ætt- um bara að kynna okkur." Kann líka Ijótu orðin Hillary var einu sinni stödd á fundi með leyni- þjónustumanni eftir að hún varð forsetafrú. Einhver misklíð varð á milli þeirra við lok fundarins og bað Hillary viðkomandi mann að rétta sér töskurnar sem voru við hlið hans. Maður- inn neitaði bóninni og það næsta sem heyrðist úr munni Hillary var: „Ef þú vilt halda áfram við samningagerðina hunskastu á fætur (reyndar notaði frúin f-orðið ) og réttu mér töskurnar." Neitaði að vera Clinton Það var ekki fyrr en árið 1982, sex árum eftir að þau Bill giftust, að Hillary sam- þykkti að taka upp eftirnafn mannsins síns. Astæðan var einfaldlega sú að Bill var að berjast um ríkisstjóraemb- ættið í Arkansas og sam- kvæmt skoðanakönnunum voru 8% kjósenda sem ætl- uðu ekki að kjósa hann ef Hillary héldi áfram að nota Roadham eftirnafnið. Hún var sem sagt tilneydd til að taka upp Clinton-nafnið vegna pólitískrar stöðu eig- inmannsins. Það er óhætt að segja að hún hafi lagt mikið á sig fyrir starfsferilsskrána síns heittelskaða. Alltaf dugleg að tjá sig Þegar Hillary var rúmlega tvítug fékk hún hlutastarf á veitingastað en var rekin úr starfi stuttu seinna, eftir að hún gekk á fund eigandans og sagði honum að fiskurinn sem væri seldur á staðnum væri óhæfur til matvæla- framleiðslu. Eitt sinn skáti, ávallt skáti Hillary er dæmigerð skátastúlka sem tók virkan þátt í skátahreyfingunni á sínum yngri árum. Hún þurfti meðal annars að festa upp tilkynningar og vegg- spjöld á opinberum stöðum. Eins og skátarnar segja, eitt sinn skáti, ávallt skáti þá slær hjarta Hillary fyrir skátahreyfinguna. Eftir að hún varð forsetafrú var hún gerð að heiðursforseta am- erísku kvenskátahreyfingar- innar. Samrýmdar mægður Chelsea Clinton, einka- dóttir forsetahjónanna, er sannkölluð draumadóttir. Chelsea stundar nám við hin virta Stanford háskóla en baðar sig ekki frægðarljóma foreldranna. Þeg- ar hún hóf nám þar óskaði hún eftir að fá sömu meðferð og aðrir nemendur skól- ans. Hillary hef- ur ávallt varið dóttur sína grimmt fyrir ágangi fjölmiðla og stuttu eftir að þau hjónin fluttu í Hvíta húsið birtust skopteikningar af Chelseu sem þá var á ung- lingsárum. Hill- ary bað frétta- menn og ljós- myndara að láta barnið í friði, hún yrði að fá að eiga sitt einkalíf. Orð Hillary voru áhrifamikil því lítið bar Chelseu í fjölmiðlum allt þangað til Mon- icu hneykslið komst í há- mæli en þá birtist hún gjarn- an við hlið foreldra sinna við opinberar athafnir. Glæsileg á sextugsaldri Hillary þykir vera glæsileg kona og komst á blað með fegurðardrottningum og kvikmyndastjörnum þegar íslenskir karlmenn tjáðu sig um kvenlegar konur hér í Vikunni fyrir skömmu. Hún er orðin 52 ára gömul en lít- ur út fyrir að vera miklu yngri. Hún er ávallt klædd sígildum fatnaði t.d. drögt- um, er með vel lagt hár og fallegan farða. Á námsárum sínum í Yale þótti hún ekki hugsa mikið um útlitið en þegar hún fluttist til Arkansas fór að bera á breyttum stíl sem hún held- ur enn í dag. Mikil fjölskyldumann- eskja Hillary hefur alltaf lagt ríka áherslu á að litla fjöl- skyldan standi vel saman. Við flutninginn í Hvíta hús- ið breyttust aðstæður þeirra til muna og fátt þar sem minnti á notalegt heimili. Hillary ákvað að breyta að- eins innandyra og tók eitt af mörgum þjónustueldhúsum og breytti því í lítið fjöl- skyldueldhús þar sem hún, Bill og Chelsea gætu borðað saman og átt sínar ánægju- stundir í friði, rétt eins og aðrar fjölskyldur. 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.