Vikan


Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 29

Vikan - 12.10.1999, Qupperneq 29
mælti með ómskoðun. Hann sagði að fyrirferðin væri vinstra megin og þá fyrst sagði ég hon- um alla söguna. Það var svo hann sem sendi mig í ómskoð- unina sem ég var í þegar hjúkr- unarfræðingurinn sagði mér þær hræðilegu fréttir að vitlaus eggjastokkur hefði verið tekinn burt. Eftir skoðunina talaði ég við þennan nýja lækni minn og spurði hann hvað væri næsta skref í mínum málum. Hann sagði að æxlið í vinstri eggja- stokknum væri það stórt og mjög líklega illkynja svo að nema þyrfti það burt. Ég spurði þá um rannsóknarniðurstöður á hinu og hann fór undan í flæm- ingi. Hann sagði að nú riði á að ég færi sem fyrst í aðra aðgerð til að nema burtu vinstri eggja- stokkinn. Ég bað hann þá að segja mér hvers vegna menn hefðu tekið þann hægri sem var nánast alheilbrigður þegar ég fór í fyrri aðgerðina. Hann svar- aði því til að sennilega hefði æxlið í hægri eggjastokki verið verra en menn héldu og skurð- læknirinn því ákveðið að meiri ástæða væri til að fjarlægja það fyrst. Ég spurði hann þá um niðurstöður sýnatöku úr því æxli og hvers vegna mér hefði ekki verið sagt frá því strax eftir aðgerðina en hann kom sér hjá að svara. Hann beindi umræð- unni fimlega að öðru og vildi helst ekki um annað tala en þá aðgerð sem fram undan var. Síðar fengum við hjónin að- gang að sjúkraskýrslum mínum og komumst að því að sýni var aldrei tekið úr beri því eða þykkildi sem var í hægri eggja- stokki. Þess vegna er ósannað enn þann dag í dag að það hafi verið illkynja. Ég gekkst síðan undir aðra aðgerð og hinn eggjastokkur rninn var skorinn burtu. Ég er ófrjó og kem ekki til með að eignast fleiri börn, Ef kona skilur ekki sársauka annarrar konu sem svipt hefur verið mögu- leikanum á að eignast börn þá er hvergi skjól ffyrir vetrarvindinum. auk þess þarf ég að taka inn hormónalyf, sennilega það sem eftir er ævinnar, til að gera mér kleift að lifa sama lífi og aðrar konur. Þegar báðir eggjastokk- arnir eru farnir dregur mjög úr eðlilegri hormónastarfsemi kvenna og þær geta fengið ýms- ar aukaverkanir, meðal annars kyndeyfð, þunglyndi og fleira. Læknar eru þó ekki sammála um hvort einkennin stafi af því að missa stóran hluta kynfæra sinna eða af sálrænum afleið- ingum þess. Ég gekkst einnig undir erfiða lyfjameðferð vegna þess að æxlið í vinstra eggja- stokki reyndist krabbamein. Ég og maðurinn minn erum hins vegar sannfærð um að hægri eggjastokkur minn var fjarlægður vegna læknamistaka og við höfum kært það. Það er hins vegar sama hvert við för- um, menn hafa snúið bökum saman og segja að tvö krabba- meinsæxli hafi verið fjarlægð úr líkama mínum og það hafi í raun bjargað lífi mínu. Þeir hafa aldrei geta sýnt fram á neinar skjalfestar sannanir sem sýna ótvírætt að svo sé. Eftir að ég hafði jafnað mig eftir seinni aðgerðina og lyfja- meðferðina vildi ég reyna að fá botn í þetta mál. Ég var ekki að leita eftir skaðabótum, við eig- um nóg að bíta og brenna, ég var að leita réttlætis. Ég taldi mig eiga rétt á að vita hvort mistök hefðu átt sér stað og væri svo taldi ég mig eiga inni afsökunarbeiðni frá skurðlækn- inum sem svipti mig börnunum sem ég ætlaði að eiga. Maður- inn minn var sammála mér og við stóðum saman sem einn maður í baráttu okkar við kerf- ið. Það var hins vegar sama hvert við fórum alls staðar hengdu menn sig á þá skýringu að skurðlæknirinn hefði séð stærra og verra æxli hægra meg- in þegar hann opnaði mig. Ef svo er vil ég fá að vita hvar nið- urstöður úr ræktun þessa æxlis leitaði ég til konu sem er lærður kvensjúkdómalæknir og bað hana að líta yfir skýrslurnar mínar og segja álit sitt á þeim. Hún fletti í gegnum pappírana og sagði svo: „Ef þú ætlar að vera með vandræði vil ég ekki vera læknirinn þinn." Þetta held ég að hafi sært mig meira en nokkuð annað. Ef kona skil- ur ekki sársauka annarrar konu eru, af hverju þær finnast ekki og hvers vegna er svo að sjá á öllum ómskoðunarmyndum sem teknar voru fyrir aðgerðina að æxlið hægra megin sé aðeins baun meðan hitt er bolti. Líkt og ég sagði áðan er ég ekki að leita eftir bótum í formi peninga. Ég vil bara að viður- kennt sé að mistök hafi átt sér stað og ég beðin afsökunar en læknamafían virðist ekki fær um að lúta svo lágt. Nokkru eft- ir að við hófum baráttu okkar sem svipt hefur verið möguleik- anum á að eignast börn þá er hvergi skjól fyrir vetrarvindin- um. Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I U iinilisl;iit”ih er: Vikun - „Lifsrcynslusaga", Scljavcgur 2 101 Kcykjavík, Nelfang: vikan@lro(li.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.