Vikan


Vikan - 16.11.1999, Page 3

Vikan - 16.11.1999, Page 3
co *s § £ co S d g (h 'ip 'S y K 'd tí |> ;|£ a-o O J3 Toblerone súkkulaðismákökur 200 g smjörlíki 180 g sykur 180 g púðursykur 2 egg 350 g hveiti 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 2,5 dl saxaðir valhnetu- eða pecan hnetukjarnar 200 g hakkað Toblerone Aðferð: Hrærið saman smjörlíkið, sykurinn og púðursykurinn. Bætið eggjunum í og hrærið vel. Blandið hveitinu, saltinu og matarsódanum út í. Hrærið hnetunum og súkkulaðinu saman við deigið. Smyrjið ofnplötu með smjörlíki eða klæðið hana með bökunarpappír. Setjið deigið í litla toppa með teskeið á plötuna. Bakið við 180 °C í 6-8 mínútur. Toblerone súkkulaðiterta 200 g hakkað Toblerone súkkulaði 200 g smjör 4 egg 3 dl sykur 1 dl hveiti 100 g hakkaðar möndlur Aðferð: Smjör og súkkulaði brætt saman yfir vatns- baði og kælt. Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Hveiti og möndlum blandað varlega saman við og síðast súkkulaðismjörinu. Sett i tvö form, 24 cm í ummál, og bakað við 180°C í 40 mínútur. Botnarnir eru síðan iagðir saman með jarðarberjum og rjóma á milli. Skreytt með jarðarberjum og rjóma og súkkulaði á hliðunum. Toblerone smákökur 100 g smjörlíki 100 g smjör 150 g sykur 1 egg 180 g hveiti 60 g möndlur, með hýði 100 g Toblerone súkkulaði Aðferð: Smjör, smjörlíki og sykur hrært saman. Síðan er eggjunum blandað saman við og hrært í. Helmingnum af hveitinu bætt út í einnig möndlunum og Toblerone sem hefur verið hakkað smátt í matvinnsluvél. Síðan er þessu öllu blandað saman við smjörið eggin og sykurinn ásamt afgang- inum af hveitinu. Þessu er sgrautað frekar þunnt og lítið í einu á bökunarplötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Bakað við 180°C í 5-7 mínútur.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.