Vikan


Vikan - 16.11.1999, Page 29

Vikan - 16.11.1999, Page 29
■*5r Mexíkóskur matur er mjög vinsæll og hverfur alitaf fyrst af borðinu. Þetta er ein- staklega skemmtilegur réttur þegar boðið er upp á bjór eða vín. 1 dós baunir (refried beans, fœst m.a. í Bónus, Nóatúni, Nýkaup og víðar) 2- 3 mjúkar lárperur, fer eftir stœrð hve margar þarf 2 msk. sítrónusafi 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. pipar 1 dós sýrður rjómi 1 bolli majónes 1 pakki Taco kryddblanda, (er í litlum bréfum ogfœst í sömit búðum og baunirnar 1 búnt vorlaukur, (fœst í Nóatúni, Nýkaup og Hagkaup) smátt saxaður, notið bœði hvíta oggrœna hlutann. 1 bolli svartar ólífur, smátt saxaðar 3- 4 tómatar, smátt saxaðir U.þ.b. H/2 bolli maribó ostur, fínt rifinn. Baunastappan í dósinni sett í fat með börmum (t.d bökudisk eða eitthvert fat álíka stórt um sig og tertudiskur). Lárperur stappaðar eða settar í matvinnsluvél, sítrónusafa, salti og pipar bætt út í og smurt ofan á baunirnar. Sýrður rjómi, majónes og taco kryddið hrært saman með skeið og sett ofan á lárperulagið, best er að gera þetta með hníf. Vorlauk er dreift yfir, síðan ólíf- um. Þar næst er tómötum dreift jafnt yfir og að lokum er ostur rifinn yfir allt. Geymt í kæli a.m.k. í fjórar klst. Borið fram með tortillaflögum. Mjög gott kvöldsnarl með bjór eða rauðvíni. Tortilla flögur eru bornar fram með ídýfunni. Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.