Vikan


Vikan - 16.11.1999, Síða 31

Vikan - 16.11.1999, Síða 31
Þessi kaka er bökuð i einu formi og skor- in í bita. Ekki veitir af fljótlegum upp- skriftum þegar í nægu er að snúast. Það er sérstaklega gott hnetu- og smjörbragð af Pecanhnetu smjör- bitunum og þeir passa vel þegar kampavin er borið pf 1 3/4 bolli hveiti 11/4 bolli Ijós púðursykur (skipt í 3/4 úr bolla og 1/2 bolla) 1 bolli smjör, ekki mjög mjúkt (skipt í 1/3 úr bolla og2/3 úr bolla) 11/2 bolli saxaðar pecan- hnetur (fástm.a. í Heilsuhúsinu) 1 bolli saxað suðusúkkulaði Blandið saman hveiti, 3/4 bolla púðursykri og 1/3 bolla smjöri í hrærivél á lágum hraða í u.þ.b. 2-3 mín. Þetta á ekki að verða ein samfelld deigkúla, heldur eins og gróft rasp. Þrýstið þessu í smurt form (stærð 24sm x 33sm) Stráið hnetunum yfir. Sjóðið saman í litlum potti 1/2 bolla af púðursykri og 2/3 bolla smjöri, hrærið stöðugt í á meðan. Úr þessu verður karamella (u.þ.b. 1 mín.). Gætið þess að það þykkni ekki of mikið. Smyrjið karamellunni yfir hnetu- lagið. Gott er að gera u.þ.b. 1 m skammt af karamellunni og fá þar af leiðandi aðeins meira af henni á kökuna. Bakið í u.þ.b. 20 mín (gætið þess vel að ofbaka ekki). Um leið og kakan kemur úr ofnin- um stráið þá súkkulaðibitunum yfir og bíðið í u.þ.b. 2 mín. Þá er hægt að smyrja súkkulaðinu með hníf. Kælið og skerið í bita. Geym- ist í kæli eða frysti. VÍl'cUl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.