Vikan


Vikan - 16.11.1999, Page 52

Vikan - 16.11.1999, Page 52
lindukakan hennar Valdísar i—i Hin geðþekka útvarpskona Valdís Gunnarsdóttir bakar alltaf Linduköku fyrir jolin. Valdís deilir uppskriftinni með lesendum Vikunnar. Undukaka 125 g smjörlíki 155 g sykur 3egg 125 g hveiti 11/2 tsk. lyftiduft 1 msk. kakó (má vera rúmlega) 3 msk. heitt vatn Súkkulaðikrem 2 plötur suðu- súkkulaði 100 g smjör eða smjörvi 2 eggjarauður Smjörlíki og sykur þeytt vel saman, eggjun- um er bætt út í einu í einu. Þurrefnunum blandað saman við og vatnið er sett út í í lokin. Bakað við 180 °C neðst í ofni þangað til kakan losnar frá börm- unum. Hátíðarútgáfan Suðusúkkulaðið brætt yfir vatnsbaði. Smjörinu er bætt út í pottinn þeg- ar súkkulaðið er bráðn- að. Blandan er látin standa áfram í pottinum og hann settur ofan í ís- kalt vatn þangað til að blandan er orðin þykk. Þá er tveimur eggjarauð- um bætt út í og allt hrært vel saman. Valdís notar þetta krem í hátíðarútgáfu á Lindukökuna ásarnt þeyttum rjóma, jarðar- berjurn og gjarnan blá- berjum. Pate Sucre - Bökudeíg L Arnheiður Anna Óiafsdóttír bakar ávallt tvenns konar bökur fyrir jólin. Súkkulaðibakan er upprunnin frá Frakklandi. 125 g mjúkt smjörlíki 1/3 bolli sykur 1 egg 2 bollar hveiti salt á hnífsoddi Þrýstið deiginu með höndunr upp með köntunum á bökuforminu. Hafið deigið þunnt á botninum. Síðan er fyll- ingunni hellt á bolninn og þetta er bak- að þar til að kantarnir á bökudeiginu eru orðnir gullinbrúnir og hafa losnað lítillega frá hliðunum. Sama uppskrift af botninum er notuð fyrir báðar bök- urnar. Fylling í sítrúnuhöku 150-g sykur 2 egg 2 sítrónur 120 gbrœtt smjör Eggin eru þeytt ásamt sykrinum, safinn kreistur úr báðum sítrónunum og börkurinn af annarri sítrónunni er rif- inn fínt. Safanum og rifna berkinum er hrært út í eggja- og sykur- blönduna. Síðan er bræddu smjörinu blandað saman við. Þessu er hellt út í bökuskelina og bakað við 160-170 gráð- ur í 45 mínútur eða þar til deigið er orð- ið stökkt, gullið og farið að losna aðeins frá köntunum á forminu. Fylling í súkkuiaðiböku 1 dós sýrður rjómi 1 egg 100 g suðusúkkulaði (brœtt) Þeytið saman sýrðan rjóma og egg. Síðan er bræddu súkkulaðinu bætt út í og þeytt áfram. Blöndunni er þar næst hellt í bökuskelina og bakað á sama hátt og sítrónubakan. Til þess að taka bökuna úr forminu svo að vel fari, þarf hún að bakast í lausbotna bökuformi. Smekklegt er að skera bökuna í fjóra helminga og hafa tvo súkkulaðiböku helminga á móti tveinrur sítrónuböku helmingum, eins og sést á myndinni. 52 Vikan Mynd: Bragi Þ.Jósepsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.