Vikan


Vikan - 16.11.1999, Qupperneq 66

Vikan - 16.11.1999, Qupperneq 66
Eg og konan mín vor- um bara unglingar þegar við kynntumst og urðum ástfangin. Við giftum okkur rétt innan við tvítugt og fyrstu árin í hjóna- bandinu voru dásam- leg. Dísa var ritari hjá lögfræðingi og hafði ágætar tekjur. Ég var í viðskiptafræði í Há- skólanum og við sáum fram á bjarta framtíð þegar ég hefði lokið námi. Eftir fimm ára hjónaband hrundi ver öld okkar til grunna. Dísa hætti að hafa blæðingar og í fyrstu héldum við að hún væri ófrísk en svo byrjuðu þær aftur. Þetta kom fyrir nokkrum sinnum og Dísa tók þetta mjög nærri sér. Hún vildi gjarnan eignast barn og vonbrigði hennar voru alltaf mikil þegar blæð- ingarnar byrjuðu aftur. Ég útskrifaðist og fékk vinnu á endurskoðanda- skrifstofu. Dag nokkurn hringdi Dísa í mig í vinnuna og var mjög reið og æst. Hún hélt því fram að ég hefði eytt morgninum í það að hringja inn á eina út- varpsstöðina og biðja um óskalög sem ég vissi að henni þættu leiðinleg til þess að koma henni úr jafnvægi í vinnunni. Það var ekki nokkru tauti við hana komið hvernig sem ég reyndi að segja henni að ég hefði alls ekki hringt á nokkra út- varpsstöð og væri ekki að hlusta á útvarp. Hún hafði Konan mín er neðklofasjúklingur aldrei látið svona áður og í fyrstu reyndi ég að höfða til skynseminnar og benda henni á að þetta væri engan veginn rökrétt. Hún var hins vegar svo upptrekkt og æst að ég áttaði mig fljótt á því að það þýddi ekki. Hún varð bara verri og að lokum var hún farin að hreyta í mig ókvæðisorðum í símann. Ég bað um frí og fór og sótti hana í vinnuna. Þegar þangað kom réðst hún á mig og lamdi mig með krepptum hnefunum og ég varð að halda henni og beita afli til að koma henni út. Vinnufélagar hennar stóðu steini lostnir hjá og síðar sögðu þeir mér að hún hefði verið mjög undarleg allan þennan morgun en ekki sagt eða gert neitt fyrr en um há- degið þegar hún tilkynnti þeim upp úr þurru að þetta ætlaði hún ekki að þola og síðan hefði hún rokið í sím- ann og hringt í mig. Við fórum heim og Dísa sofnaði. Hún svaf allan dag- inn og nóttina. Morguninn eftir virtist hún eðlileg og hún fór í vinnuna. Nokkrir dagar liðu og þá fékk hún annað kast. Það byrjaði eins og hið fyrra að morgni og hún var ofvirk í vinnunni allan daginn, æddi um skrif- stofuna í leit að skjölum sem hún hélt fram að væru horf- in og bar upp á samstarfs- mann sinn að hann hefði stolið. Hún rauk til og byrj- aði að þrífa og laga til í kringum skrifborðið sitt en lauk ekki nokkru verki. Hún skildi kústinn og tuskuna eftir við borðið og rauk í eitthvað annað. í eftirmiðdaginn hringdi vinnuveitandi hennar í mig og bað mig að sækja hana. Honum fannst augljóst að Dísa hefði fengið taugaáfall og hann lagði hart að mér að fara með hana beint upp á geðdeild. Það gat ég ekki hugsað mér en ákvað að best væri að hún hvíldi sig heima í nokkra daga. Ég fór í vinnuna næsta morgun en var ekki búinn að sitja mjög lengi við skrifborðið þegar síminn hringdi. Búðareig- andi á Laugaveginum var á hinum enda línunnar og konan mín var stödd hjá honum. Hún var mjög rugl- uð og virtist ekki vita ná- kvæmlega hver hún var. Hún heyrði raddir úr út- varpi sem hún var með með sér en ekki var kveikt á. Kaupmaðurinn hafði þurft að beita miklum fortölum áður en hún fékkst til að gefa honum upp símanúmer mitt. Enn eina ferðina kom ég og sótti konuna mína. I þetta sinn var mér ljóst að hér var eitthvað alvarlegra á ferð en ofþreyta. Ég lagði til að við töluðum við geðlækni en það vildi Dísa alls ekki. Hún vildi heldur ekki að ég talaði við mömmu hennar eða systur, þetta mátti alls ekki fréttast. Hún fór beint upp í rúm og sofnaði þegar við komum heim en ég gekk um gólf og velti fyrir mér hvernig best væri að bregð- ast við ástandinu. Hún heyrði raddir úr iampanum Lengi vel neitaði Dísa al- veg að fara til læknis, loks gat ég þó talið hana á að fara til heimilislæknisins okkar. Hann var fljótur að afgreiða málið, sagði þetta tengt þrá hennar eftir barni og vonbrigðunum yfir að verða ekki ófrísk. Ég var innst inni viss um að eitt- hvað meira væri á ferðinni en löngun okkar í barn, en þegar svona stendur á er maður feginn að hengja sig í einfaldar lausnir og skýring- ar því maður vill svo gjarnan trúa þeim. Læknirinn mælti með því að Dísa færi til sál- fræðings til að ræða um líð- an sína og það gerði hún. Eftir nokkur viðtöl taldi sál- fræðingurinn að þau hefðu náð talsverðum árangri og að Dísa væri farin að jafna sig. Ég pantaði þá ferð til Spánar fyrir okkur, fannst við eiga skilið að hvíla okk- ur örlítið í sólinni og jafna okkur eftir erfiðleikana. Ferðin var hræðileg. Dísa lá allan daginn uppi á hótel- herberginu og svaf. Hún vakti á næturnar, gekk um gólf og talaði við sjálfa sig. Hún sagðist heyra raddir úr lampanum á borðinu og út- 66 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.