Vikan


Vikan - 16.11.1999, Page 74

Vikan - 16.11.1999, Page 74
Spurningar má senda til „Kæri Póstur“ Vikan, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Farið er með öll bréf sem trúnaðarmál og þau birt undir dulnefni. fŒíl ÍTTl Kæri póstur Ég er 28 ára kona, búin að vera gift sama manninum í sex ár og við eigum tvö börn. Eldra barnið fæddist meðan við vorum í skóla erlendis og var næst- um þriggja ára þegar við fluttum heim til íslands, en yngra barnið fæddist hér heima í vor. Mitt vandamál er tengdamamma Netfang: vikan JóliirJóliirJólin Mikið úrual affallegri jólahandavinnu og föndurpakkningum. mín, hún er ein af þessum afskipta- sömu konum sem veit alltaf betur en allir aðrir (eða telur sig gera það) og liggur ekki á skoðunum sínurn. Hún gat auðvitað ekki fylgst með uppeldi eldra barnsins vegna þess að hún sá það ekki nema einu sinni á ári, en nú ætlar hún svo sannarlega að kenna mér hvernig eigi að hugsa um ungbörn. Hún er með sífelldar aðfinnslur um hvernig ég klæði barnið, hvað það fær að borða og allt mögulegt annað. Hvað á ég að gera til að losna við þetta án þess að gera hana brjálaða eða sleppa mér sjálf? Ein á taugum. Kæra „á taugum" Það verður að koma þessu í lag. Þetta er dæmigert vandamál milli tveggja kvenna sem báðar vilja barninu vel en eru ekki sam- mála um hvað því sé fyr- ir bestu. Tengda- mamma þín heldur ábyggilega að hún sé að hjálpa þér og byggja undir framtíð barnabarnsins síns sem henni þykir án efa mjög vænt um. —- Það væri ekki skynsamlegt af þér að geyma reiðina innra með þér og sleppa þér síðan einn góðan veðurdag. Slíkt gæti leitt til endanlegra vinslita milli ykkar tveggja og e.t.v. mannsins þíns líka. Þess vegna ættir þú að leggja heilann í bleyti og reyna að kynnast tengdamömmu þinni betur til að þess að komast að því hvernig best sé að fara að henni. Hvar stendur maðurinn þinn annars í þessu máli? Veit hann um þetta og tekur hann afstöðu í málinu? Er hann í góðu sambandi við móður sína? Þú ættir að segja honum frá þessu ef hann bregðast fljótt við, áður en þú átt á hættu að sleppa þér. Mundu bara að vera kurt- eis og róleg þegar þú tekur á þessu máli. Það væri leiðinlegt fyrir þig að koma af stað illindum óviljandi. veit það ekki og at- huga hvort hann geti miðlað málum á skynsamlegan hátt. Það er auðvitað ekkert víst að hann geti gert það og þú verður að meta það sjálf hvort það væri til bóta. En sjálf getur þú gert ýmislegt. Þú verður að reyna að benda tengda- mömmu þinni á að þér hafi tekist að koma hinu barninu á legg án henn- ar aðstoðar og það muni ör- ugglega takast með þetta barn líka. Þú gætir reynt að vera hreinskilin við hana og segja henni að þér finnist hún sýna þér van- traust. Þú gætir líka notað aðra aðferð, en hún er sú að hana ráða ein- stöku sinnum, þá getur þú vand- ræðalaust af- þakkað ráðin þegar þú hefur ekki beðið um þau. En láttu

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.