Vikan - 16.11.1999, Page 76
TEXTI: SÆVAR HREIÐARSSON
ÍT1TF!1W51
ára en Boyle er 29 og
þau eru mjög viö-
kvæm fyrir öllu tali um
aldursmuninn. DeVito
sá sér leik á borði og
fékk blómasölustúlku
til að fara til parsins
og bjóða Nicholson að
kaupa blóm handa
barnabarni sínu. (
fyrstu brást leikarinn
ókvæða við en
síðan sá hann
DeVito skelli-
hlæjandi
skammt frá og
áttaði sig á
hrekknum.
Boyle var hins
vegar ekki eins
ánægð og var
með fýlusvip
það sem eftir
lifði kvöldsins.
DÝRAR
GELLUR
Tvær af skær-
ustu stjörnum
Hollywood, þær
lodle Foster og
Meg Ryan, halda
báðar upp á af-
mæli sitt hinn
19. nóvember.
Þær verða báðar
í sviðsljósinu
næstu mánuð-
ina. Jodie hefur
lokið viö að
leika í myndinni
Anna andThe
King með Yun-
Fat Chow sem
verðurfrumsýnd
skömmu fyrir
jól. Síðan mun
hún leika í fram-
haldi spennu-
myndarinnar
Lömbin þagna
(Silence of the
Lambs) með Sir
Anthony Hopk-
ins. Það er þó
komið babb í
bátinn því David
Mamet, hand-
ritshöfundur myndar-
innar, hætti í fússi fyrir
skömmu eftir að hon-
um var sagt að vinna
hraðar. Nú er óljóst
hvenær Foster og
Hopkins geta hafist
handa við að leika í
myndinni. Meg Ryan
er líka í góðum mál-
um. Hún fær 15 millj-
ónir dollara fyrir að
leika í „rómantískum
spennutrylli" sem
kallast Proof of Life.
Það er sama upphæð
og Foster fékk fyrir
Anna and The King.
Julia Roberts er þó
enn launahæsta leik-
konan í Hollywood -
fær 20 milljónir dollara
fyrir myndina Erin
Brockovich.
RIFBEINSBROTINN
NAGLI
Spjallþáttakóngurinn
Larry King lætur ekki
deigan síga. Á dögun-
um tilkynnti hann að
eiginkona hans,
Shawn, væri ólétt, að-
eins sjö mánuðum eft-
ir að þau eignuðust
sinn fyrsta son. „Ég er
í sjöunda himni," segir
King, sem er 65 ára en
eiginkonan er 39.
Næsti erfingi er vænt-
anlegur í heiminn
næsta sumar. Eitthvað
hefur Larry þurft að
taka á að undanförnu
því kappinn er rif-
beinsbrotinn. King
stendur sig vel í
pabbahlutverkinu,
enda þaulvanur. Hann
á þrjú uppkomin börn
frá fyrri samböndum
og Shawn á tánings-
son frá fyrra hjóna-
bandi. King er líka
kominn með yngsta
soninn í sviðsljósið því
guttinn, sem heitir
Chance, mun leika í
auglýsingum fyrir
barnamatsframleið-
endur. Þess má geta
að Larry og frú létu
skíra soninn Chance
(tilviljun) vegna þess
að þau hittust fyrst
fyrir tilviljun fyrir utan
Tiffany's á Manhattan.
ENN AD SYRGJA
Kynbomban Bo Ðerek
er enn að jafna sig eft-
ir að hafa misst eigin-
mann sinn, leikstjór-
ann John Derek, fyrir
rúmu ári. Hann lést
eftir að hafa fengið
hjartaáfall í maí 1998,
þá 71 árs. Hún hefur
leitað huggunar hjá
einum af eftirsóttari
piparsveinunum í
Hollywood, David
Niven yngri. „David
hefur reynst mér vel
en eins og stendur þá
hef ég ekki áhuga á
alvarlegu sambandi,"
segir Bo, sem verður
43 ára hinn 20. nóv-
ember. „Síðasta ár
hefur verið það erfið-
asta í lífi mínu. Ég veit
að allar konur sem
hafa misst eiginmann
sem þær elskuðu og
dýrkuðu vita hvernig
mér líður." John og Bo
kynntust þegar hún
var á táningsaldri og
hún var undir lögaldri
þegar hún flutti inn til
leikstjórans, sem þá
var 47 ára. Leikstjór-
inn þurfti að fá tvítuga
dóttur sína til að flytja
inn til þeirra líka til að
sleppa við fangelsi því
lögum samkvæmt
máttu Bo og John ekki
búa saman nema ann-
ar fullorðinn ætti
heima í húsinu.
NÝ BOND-PÍA
Franska þokkadísin
Sophie Marceau er
nýjasta Bond-gellan.
Myndin The World Is
Not Enough verður
frumsýnd vestan hafs
hinn 19. nóvemberen
tveimur dögum áður
heldur Sophie upp á
33 ára afmælið sitt.
Hún segir að hinn nú-
tíma Bond sé ekki eins
spennandi og áður.
Hann er hættur að
reykja og það eru eng-
ar sjóðheitar ástarsen-
ur. Marceau hefur
undanfarin misseri
búið með úkraínska
leikstjóranum Andrzej
Zulawski, sem er 26
árum eldri en hún.
Hann er þekktur leik-
stjóri í Frakklandi og
myndirnar hans eru
oft ofbeldisfullar og
umdeildar. Þau eiga
fjögurra ára son,
Vincent.
HÆTT í KÓKINU
Goiúíe
verða 54 ára en hún
heldur sér í góðu formi
með heilsusamlegum
mat og hugleiðslu.
Goldie hefur þó ekki
alltaf lifað heilsusam-
legu lífi og hún viður-
kenndi fyrir skömmu
að hafa notað kókaín
þegarhún var yngri.
Nú er hún hætt í rugl-
inu og einbeitir sér að
góðum málefnum.
Hún komst í fréttirnar
á dögunum þegar hún
hélt veislu á heimili
sínu fyrir samtök sem
kalla sig Operation
Smile. Þar var 9 ára
munaðarlaus strákur
frá Perú, Juan Guzm-
an, meðal gesta.
Goldie kynntist strákn-
um þegar hún heim-
sótti Perú fyrr á árinu.
Hann getur ekki lokað
munninum og leikkon-
an var honum til halds
\ 1
N
og trausts á meðan
hann gekkst undir
fyrstu aðgerðina á
kjálkanum. Af Goldie er
annars það að frétta að
hún er að skrifa kvik-
myndahandrit í fyrsta
sinn og segir að það sé
það erfiðasta sem hún
hefur fengist við.
LITLIPRAKKARINN
Leikarinn smávaxni,
Danny DeVito, er alltaf
sami grallarinn. Fyrir
skömmu var hann á
veitingahúsi í Los Ang-
eles þar sem vinur
hans Jack Nicholson
var að borða með ást-
konu sinni, Löru Flynn
Boyle. Nicholson er 62