Vikan


Vikan - 07.12.1999, Qupperneq 8

Vikan - 07.12.1999, Qupperneq 8
gefið út. Það þarf varla að nefna það að platan seldist nán- ast ekkert og útvarpsstöðvarnar voru lítt hrifnar. Þegar sagan endurtók sig svo með smáskífu núrner tvö þá fengum við nóg og löbbuðum út. Þetta urðu endalok Exodus, Munchie fór sína leið og við Malcolm okkar. Við skulum qera þig fræga en vio fáum alla penmgana Við vorum búin að fá okkar skammt af hljómsveitum og ákváðum að stefna að sóló- ferli þrátt fyrir það að ég væri ekki 18 ára lengur en það er einkennandi fyrir tónlistar- heiminn að því eldri sem maður verður því minni líkur eru á að maður „meiki" það. Eg hóf að undirbúa sólóplötu á vegum Q Zone. I tónlistarbransanum hér úti eru svakalega miklir pening- ar í húfi við hvern samning og því taka samningsgerðir oft ntarga mánuði. Til þess að nýta tímann sem best fór David Howells frarn á það við okkur að skrifa undir bráðabirgða- samning þar til raunverulegi samningurinn væri tilbúinn. Bráðabirgðasamningurinn kvað í raun á um að ég mundi, „í góðri trú" eins og sagt er, skrifa undir raunverulega samninginn þegar þar að kæmi. Þarna var ég beitt gríðarlegum þrýstingi því í þessurn bráðabirgðasamn- ingi voru nokkur ákvæði sem voru gjörsamlega út í hött. Lög- fræðingurinn minn ráðlagði mér að skrifa ekki undir þenn- an samning og hann hafði í raun orð á því að á öllunt sínum ferli hefði hann aldrei séð ann- an eins bullsamning. Þar stóð m.a. að Steve Mac, sem átti að útsetja lögin á plötunni, myndi fá 50% af öllum söluhagnaðin- uni ásamt 4% aukalega fyrir að útsetja tónlistina. Þrátt fyrir viðvaranirnar ákvað ég að skrifa undir, svo mikið þráði ég þessa fyrstu plötu mína. Eg gerði ntér vonir um að ég gæti rætt þetta betur við David þegar þar að kæmi. Hann væri jú mannlegur og það hlyti að vera hægt að fá hann til þess að sjá fáránleikann í þessu. Þar skjátlaðist mér illilega. Þeg- ar platan var um það bil að verða tilbúin kom hann loksins með alvöru samninginn og þá fengurn við eitt mesta sjokkið á ferli okkar. Lögfræðingurinn minn og lögfræðingur Q Zones hófu viðræðuferil, sem ætlaði aldrei að taka enda og á rneðan kom fyrsta smáskífan með lag- inu Real Good Time út. sem eins og flestir vita lenti beint í 7. sæti á breska vinsældalistanum. Einnig kom út önnur smáskífa með laginu Girls Night Out, sem lenti í 20. sæti. Nú nálgað- ist útgáfudagur breiðskífunnar og enn höfðu lögfræðingarnir ekki komist að niðurstöðu. Þetta endaði með því að ég rifti samningnum við Q Zone. Líf mitt og allt sem ég stend fyrir var lagt í rúst Ég veit í raun ekki alveg hvað gerðist annað en það að þegar David áttaði sig á því að ég mundi aldrei skrifa undir þennan samning hans þá ákvað hann að eyðileggja eins ntikið fyrir mér og hann gæti. Hann sá lil þess að breiðskífan mín var ekki gefin út en hann var of seinn á sér til þess að koma í veg fyrir það að lögin tvö sem höfðu komið út seldust samtals í yfir 1,5 milljónum eintaka og hann náði ekki heldur að koma í veg fyrir að breiðskífan kæmi út í Asíu og seldist nokkuð vel þar. Hann tók líf mitt og það sem ég hafði unnið svo hörðum höndum að og henti því í rusla- tunnuna. Ef ég reyni samninga við aðra sendir hann viðkom- andi bréf um að ég sé samnings- bundin hjá honurn. Við slfk bréf eru allar líkur á því að plötufyr- irtæki hætti við, þar sem að slíkt bendir til vesens og hugsanlegr- ar málshöfðunar, sem þeir vilja helst vera án. Hann er þegar búinn að eyðileggja fyrir mér tvo samninga í Ameríku. Lagðlst I þunglyndi og gafst næstum pví upp Mér leið eins og að ég væri fædd með einhverja óheilla- kráku mér við hlið, sex mánuð- um áður leit allt svo vel út. framtíðin lofaði góðu og svo, eins og hendi væri veifað, sner- ist þetta allt við. Mér hefur aldrei liðið eins illa og á þessu ári sem er að líða, þetta er búin að vera algjör martröð. í fyrsta skipti á ævi rninni íhugaði ég al- varlega að gefast bara upp og hætta þessu. Ég lagðist í þung- lyndi og hætti að hlusta á tón- list. hætti að semja tónlist og rnissti allan áhuga á henni. Flest annað fólk hefði verið búið að gefast upp fyrir löngu síðan svo kannski ætti ég bara að gera það líka. Ég var búin að gefa tónlist- inni allt mitt líf. ég lifði fyrir hana og ég elskaði hana. Við Malcolm fórnuðum jafnvel barneignum fyrir tónlistina en í mörg ár hefur okkur langað til þess að eignast erfingja. Það er að vísu ekki of seint ennþá, svo hver veit. í 15 ár hef ég barist eins og skepna fyrir þessum draumi mínum. Hvað get ég meira gert? Ef ég hefði eytt jafnmörgum árum í að læra læknisfræði væri ég í dag sér- fræðingur á mörgurn sviðum. Þegar ég hætti að semja tón- list í byrjun þessa árs ákvað ég að þreifa fyrir mér á öðru sviði sem einnig hefur blundað í mér í mörg ár, nefnilega að skrifa bækur. Við það fann ég líf- sneistann aftur og sá neisti hélt í mér lífinu í gegnum þessa hörmungar. Ég dreif mig aftur í skóla til þess að læra ritun og sæki ég enn í dag þann skóla. Þar hef ég lært rnikið og uni ég mér afar vel við þetta nýja áhugamál mitt. Hægt og rólega komst ég yfir vonbrigðin og særindin og ég áttaði mig í raun og veru á því að lífið heldur áfram. Það lærdómsríkasta af þessu öllu er þó það að í fyrsta sinn á ævi minni áttaði ég mig á því að ég get verið hamningju- söm og Iifað góðu lífi þó svo að draumur minn unt heimsfrægð verði ekki að veruleika. Það skal þó tekið fram að ég er ekki búin að gefast upp. Ég er íslendinqur og ég mun berjasi! Ég er aftur farin að semja og flytja tónlist og nýverið lauk ég við að gera næstu breiðskífu mína. Það eru samningsviðræð- ur í gangi við nokkur stór fyrir- tæki í Ameríku en ég veit það líka að ef David Howells kemst að því þá gæti það allt saman farið í vaskinn. Það er pottþétt mál að ég mun gefa út aðra plötu, það er bara ekki alveg á hreinu hvenær og hvar. Ég hef kannski tapað orrustunni en ég hef ekki tapað stríðinu, ég er ís- lendingur og ég mun berjast fram í rauðan dauðann líkt og forfeður okkar gerðu. Ég mun ekki láta mann eins og David Howells eyðileggja meira af lífi mínu og ef hann heldur að hann geti gert það þá hef ég aðeins eitt að segja: „Veistu ekki að ég er íslendingur?" 8 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.