Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 10
s e m g e f
Allir landsmenn bekkja
hinn kraftmikla skemmtí-
kraft, sönguara, rithöfund
og fréttamann, Úmar Ragn-
arsson. Margir undrast ork-
una og úthaldið sem mað-
urinn býr yfir. lfíð fengum
eiginkonu hans, Helgu Jó-
hannsdóttur, í smá spjall
um lífið og tilueruna. í Huí
upplýsti hún okkur meðal
annars um huaða orkubita
eiginmaðurinn borðar í
morgunmat...
'Ó =
■o ©
» '3
I
s i;
x £
Helga hefur í mörg
horn að líta rétt
eins og eiginmað-
urinn. Hún er for-
stöðumaður félagsstarfs aldr-
aðra við Sléttuveg 11, tekur
virkan þátt í borgarmálum sem
varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, ferðast mikið með
manni sínum og hefur starfað
fyrir íþróttafélag fatlaðra í
mörg ár. Ekki má gleyma hús-
móðurhlutverkinu, hún er sjö
barna móðir og margföld
amrna.
Helga og Omar voru ekkert
að tvínóna við hlutina á sínum
tíma. „Við kynntumst á dansæf-
ingu hjá Hermanni Ragnars. Ég
ólst upp á Patreksfirði, var
nítján ára gömul og nýlega flutt
í höfuðborgina. Ég þekkti fáa
og ákvað að skella mér á
dansæfingu til að kynnast fleira
fólki. Þar hitti ég Ómar Ragn-
arsson. Það má segja að þetta
hafi verið ást við fyrstu sýn og
við höfum verið saman allar
götur síðan. Við trúlofuðum
okkur mánuði eftir að við
kynntumst og giftumst á gaml-
ársdag sama ár. Það vissi enginn
af brúðkaupinu fyrr en það var
afstaðið. Ég klæddist rauðum
sparikjól sem móðir mín hafði
saumað á mig fyrr um sumar-
ið." Þau Helga og Ómar hafa
átt barnaláni að fagna. Börnin
ur Ómari bar
eru sjö talsins, fjórar dætur og
þrír synir. Á milli elsta og
yngsta barnsins eru þrettán ár.
Barnabörnin eru orðin þrettán
talsins og þrjú væntanleg. Mað-
ur getur ímyndað sér að heimil-
ishaldið hafi verið með lífleg-
asta móti í níu manna fjöl-
skyldu. Helga var heimavinn-
andi á meðan börnin voru lítil
en Ómar fyrirvinnan.
Sjö börn í lítlum bíl
„Ómar er og hefur alia tíð
verið mikið í burtu, líka þegar
krakkarnir voru litlir. Mér hef-
ur alltaf fundist þetta vera
þægilegt líf, að geta ráðið mín-
um tíma algjörlega sjálf. Ég
missti föður minn ung að árum
og ólst upp hjá sjálfstæðri móð-
ur sem hafði fyrir mörgum
börnum að sjá. Þeir eru margir
sem hafa spurt mig hvort mér
hafi ekki fundist erfitt að vera
svona mikið ein með börnin en
ég hef aldrei litið svo á. Þessi
lífsstíll hentaði mér vel. Krakk-
arnir voru meðfærilegir og
móðir mín hjálpaði mér mikið
með þau elstu en hún lést árið
1971. Þá missti ég mikið.
Helsta vandamálið var að
koma öllum börnunum fyrir í
bílnum. Þá hafði maður ekki
efni á stórum sjö manna bíl. Ég
átti alltaf minnstu gerð af bíl og
tróð krökkunum inn í hann. Á
þessum tíma sá enginn neitt at-
hugavert við að þau væru laus
og hangandi í bílnum. Þorfinn-
ur, næstelsti sonur okkar, vildi
alltaf standa á milli sætanna.
Þegar ég bremsaði datt hann
fram á rúðuna eða hentist í aft-
ursætið. Hann sóttist fast eftir
því að fá að vera með í bílnum
og þá sérstaklega á þessum
stað."
Helga hefur fengið mörg
tækifæri til að ferðast uni heim-
inn og landið með manninum
sínum og nýtir þau vel.
nagraut í m
„Ég fór ekki mikið með hon-
um á meðan börnin voru ung
en um leið og þau fóru að eld-
ast, ferðast ég meira. Reyndar
komst ég árið 1962 með honum
í ferð til Bandaríkjanna sem
þótti mikið ferðalag á þeim
tíma. Sú utanlandsferð var nú
ekki sú fyrsta því á unglingsár-
unum fékk ég tækifæri til að
sigla til Grimsby, þar sem bróð-
ir minn vann á togara. Ég hef
alltaf verið mikil flökkusál og
gríp öll tækifæri til ferðalaga
um leið og þau gefast."
Helga hefur verið virk í
stjórnmálastarfi um langt skeið.
I dag er hún varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn.
„Ég var meðal stofnenda
ungliðahreyfingar Sjálfstæðis-
flokksins fyrir vestan. Ástæðan
fyrir því að ég vildi stofna ung-
lingahreyfinguna var sú að ein
fjölskylda átti hreinlega allt
þorpið. Hvað sem maður ætlaði
að gera eða sækja, þurfti við-
komandi að sækja til þessarar
sömu fjölskyldu. Ég varð fljótt
mótfallin þessari stefnu. Þetta
er það sama sem hefur gerst
með kvótakerfið. Ég hef alltaf
viljað vera sjálfstæð og óháð.
Ég tók fyrst þátt í prófkjöri fyr-
ir borgarstjórnarkosningarnar
árið 1986 og gekk sæmilega. Ég
náði sæti varaborgarfulltrúa. Ég
hafði alltaf verið virk í innra
starfi flokksins og þá sérstak-
lega í málefnum sem varða
landsbyggðina. Ég tók aftur
þátt í síðasta prófkjöri og lenti í
tólfta sæti. Kjörnefndin setti
mig svo neðar á listann til að
hleypa annarri konu í sætið. Ég
var ekki alls kostar sátt við þá
niðurstöðu því reynsla mín er
sú að margir fulltrúar gefast
upp og hætta eftir stuttan tíma.
Ég er tilbúin að færa mig á list-
anum ef fólkið vinnur sitt starf.
Málin vilja oft æxlast þannig að
orgunmat
við, varaborgarfulltrúarnir, tök-
um þátt í erfiðum ákvarðana-
tökum."
Eins og sjónvarpsáhorfendur
verða varir við er skreppur
Ómar gjarnan á fjöll og flytur
fréttir af landinu okkar. Oftar
en ekki er Helga með honum í
för þótt Iítið beri á henni.
Flýgur bara með Ómari
„Við vorum alltaf dugleg að
fara í fjallaferðir á sumrin þegar
krakkarnir voru ung. Á meðan
Sjónvarpið var lokað í júlí not-
uðum við gjarnan þann tíma til
að ferðast. Ég flaug mikið með
honum hér áður fyrr. Á undan-
förnum árum hefur hann frekar
flogið en ég tekið bíiinn og
keyrt á áfangastað. Á meðan
hann var að gera þættina Flug
og bíll fyrir Stöð tvö vantaði
bílstjóra og ég tók það að mér.
Á þeim tímapunkti sá ég meira
af landinu en nokkurn tímann
áður. Ég var oft ein í bílnum, ók
um á góðum jeppa. í sannleika
sagt þá er ég ekki mikið fyrir að
fljúga. Ég fer ekki upp í litla
flugvél með hverjum sem er, en
ég treysti Ómari fullkomlega.
Mér finnst mjög gaman að við
getum unnið saman. Börnin eru
öli farin að heiman og því um
að gera að nota tímann til að
vera saman, ég nýt þess. Á
meðan ég hef heilsu og úthald
til að flækjast um með honum,
mun ég gera það. Mitt úthald er
reyndar ekkert á við hans."
Talandi um úthaldið. Gefur
þú honum All bran í morgun-
mat?
„Nei. Hann borðar mikið af
barnagraut í morgunmat, þenn-
an sem er seldur í pökkum og
hrærður út í heitt vatn. Ég hef
alltaf sagt að þetta gefi honum
mikla orku. Hann borðar
barnagraut á meðan aðrir
borða Herbalife."
Nú þegar barnabörnunum
fjölgar ört, er amman dugleg að
stökkva af stað og gæta þeirra?
„Nei, ekki get ég sagt það.
„Þegar ég fer í burtu bá borðar hann sinn barnamat
eða í mötuneyti Siónvarpsins. Ég held að hann muní
frekar svelta en að elda sér mat. Ég stórefa að Ómar
Ragnarsson viti hvernig ryksugan á heimilinu lítur út."
10 Vikan