Vikan - 07.12.1999, Síða 12
Texti: Steingerður Steinarsdóttir
Á dögunum hafði
samband við okkur
lesandi sem kvaðst
hafa lesið í Vikunni
fyrir mörgum árum
um lögmál
Murphys. Viðkom-
andi mundi nokkrar
þær ráðleggingar
sem þar voru settar
fram m.a. þessa:
Hafðu ekki áhyggjur
af deginum í dag,
morgundagurinn
verður enn verri.
Þetta vakti áhuga
okkar og við fórum
að kanna hvaða
lögmál væri hér á
ferðinni.
Murphys í kynlífi
Edward A. Murphy jr. sá sem
lögmálið er kennt við var
einn af tæknifræðingum
bandaríska flughersins og
vann meðal annars við til-
raunir sem gerðar voru á
vegum hersins við að setja menn í svokall-
aða „eldflaugarsleða" sem ætlaðir voru til
að prófa þol nrannsins gegn hröðun (eins og
á sér stað þegar eldflaug klifrar hratt upp í
loftið). Við eina þessara tilrauna kom það
fyrir að 16 hröðunarmælar sem límdir voru
á líkama þess manns sem verið var að prófa,
var öllum snúið öfugt þrátt fyrir að á öðrum
enda þeirra væri vandlega merkt: Pessi hlið
upp. Murphy setti þá fram svohljóðandi lög-
mál:
„Ef það eru tvær eða fleiri aðferðir til að
gera eitthvað og ein þessara leiða getur leitt
til ófarnaðar þá mun einhver velja þá leið. "
Það liðu ekki margir mánuðir frá því að
Murphy sagði þessi fleygu orð þangað til
þetta var komið til allra deilda hersins. Þar
aðlagaði hver og einn lögmálið að sínum
þörfum og hið sama gerðist þegar það barst
út um heimsbyggðina og sennilega er í dag
til útgáfa af lögmáli Murphys fyrir flesta
þætti daglega lífsins. Hér á eftir kemur lög-
mál Murphys urn samskipti kynjanna og
kynlíf.
Ekkert batnar með árunum.
Kynlíf eyðir örfáum hitaeiningum.
Kynlíf er alls ekki tímafrekt en veldur
alls konar vandamálum.
Það er engin lækning við girnd önnur en
kynlíf og meira kynlíf.
Kynþokki er 50% það sem þú hefur og
50% það sem aðrir halda að þú hafir.
Sofðu aldrei hjá tveimur mönnum á
sömu skrifstofunni.
Kynlíf er eins og snjórinn; þú veist aldrei
hve djúpur hann verður né hversu langt
verður þangað til hann bráðnar.
Einn maður heima fyrir er meira virði en
tveir úti á götu.
Ef þú hefur „hreðjatak" á karlmönnum
þá fylgir hjarta þeirra í kaupunum.
Það er til lækning við meydómi.
Þegar eiginkona lærir að skilja rnann
sinn, hættir hún að hiusta á hann.
Sofðu aldrei hjá neinum sem er geggj-
aðri en þú.
Þeir eðliseiginleikar sem draga konuna
að manninum í upphafi eru oftast þeir
sem hún hatar mest nokkrum árum
seinna.
Kynlíf er sóðalegt, aðeins ef það er gert
á réttan hátt.
Besta leiðin til að halda í konu er að
hafa hana í örmum þínum.
Kynhvöt er arfgeng. Ef foreldrar þínir
hafa verið lausir við hana hefðir þú sjálf-
sagt aldrei fæðst.
Astarleikjum hefur aldrei verið aflýst
vegna; veðurs, myrkurs eða þoku.
Það var alls ekki eplið á trénu sem or-
sakaði öll vandræðin í Edensgarði held-
ur parið sem lá á jörðinni.
Það er ýmislegt betra en kynlíf og margt
verra en ekkert sem er alveg eins.
Elskaðu náunga þinn en passaðu þig að
ekki komist upp um þig.
Ef geimferðaáætlun Bandaríkjanna
hefði notið jafnmikillar athygli og karl-
menn veita konubrjóstum væri nú hægt
að fá sér pylsu á Bæjarins bestu á tungl-
inu.
Astin er efnafræði, kynlífið eðlisfræði.
Gerðu það aðeins með þeim bestu.
Einn góður snúningur skilar þér allri
sænginni.
Þú getur ekki eignast barn á einum mán-
uði þótt þú gerir níu konur óléttar.
Reyndu að standast vín, söng og karl-
menn. Þó aðallega söng.
Kynlíf er aðeins ein af níu ástæðum fyrir
endurholdgun, hinar átta skipta engu
máli.
Brostu og fólk mun velta því fyrir sér um
hvað þú sért að hugsa.
Astin er þess háttar tálsýn að manni
finnst einn maður öðruvísi en allir hinir.
Vikan