Vikan


Vikan - 07.12.1999, Síða 19

Vikan - 07.12.1999, Síða 19
í Washington - og fleiri bandarískum borgum - á fyrra helmingi þessarar ald- ar. I norðvesturhluta Wash- ington skipta þessar blokkir tugum. Allar bera virðuleg nöfn eins og The Windson eða Tunlow Gardens og Woodly Mansion. Nöfnin benda til að íbúarnir hafi viljað minna á fjarlægð sína frá sauðsvörtum almúganum sem hafðist við í rottugrenj- unum í öðrum hverfum borgarinnar. Búsetublokkir ríka fólksins Blokkirnar voru byggðar af byggingarsamvinnufélög- um löngu áður en kratar á Norðurlöndunum byrjuðu að leysa húsnæðisvanda fá- tæks fólks með sama hætti. í Washington eru búsetu- blokkir fyrir fína og ríka fólkið.Yfirleitt var það svo að inn í blokkirnar fluttu synir auðkýfinga sem ein- beittu sér að iðjuleysi og elt- ingaleik við stelpur. Þetta eru piparsveina- blokkir, reistar til að leysa „húsnæðisvanda" auð- manna. Þess vegna er að- staðan eins og á hóteli og íbúðir þjónustufólks í kjall- ara. Þess vegna eru anddyr- in svo glæsileg og veitinga- salirnir eftirsóttir til sam- komuhalds. Mæður glaum- gosanna, sem hér bjuggu, héldu góðgerðasamkomur með öðrum fínum frúm í blokkunum og hér eru bak- herbergi sem enn fyllast af reyk við pókerspil og tal um stórpólitík. Dans og spil Eleanor og Franklin D. Roosevelt buðu áhrifa- mönnum í dans í einni af þessum blokkum þegar þau tóku við völdum í Hvíta húsinu árið 1933. Allir for- setar Bandaríkj- anna hafa síðan haldið setningar- ball sitt í þessum borgarhluta. Og ekki er sauð- svörtum almúg- anum boðið í slíkan dans. Meðal skemmti- krafta hafa verið Judy Garland, Frank Sinatra, Bob Hope og Marlene Dietrich. Harry S. Truman forseti var vammlaus maður og eltist aldrei við stelpur en laut samt oft í lægra haldi fyrir eina veikleika sínum. Hann var haldinn sterkri spilaáráttu og sat oft að pókerspili og viskídrykkju með glaumgosunum í blokk- unum uppi í hæðunum í norðvestri. Richard M. Nixon notaði einn af þessum danssölum til að kynna fyrstu ríkisstjórn sína. John F. Kennedy sást sann- anlega hér. Hann gekk þá með grasið í skónum á eftir henni Jackie. Hvort hann hafði fleiri í takinu þá og síð- ar er ókunn saga, en hér voru veiðilendur forsetans. Ofvaxnir herragarðar Fyrstu blokkirnar á hæð- unum í norðvestri voru byggðar laust fyrir aldamót- in síðustu. Þá höfðu forset- arnir komið sér upp sumar- húsum á þessum slóðum í von um að njóta andvarans hér meðan allir aðrir voru að kafna úr hita í kvosinni við Hvíta húsið. Fína fólkið kom á eftir valdamönnun- um. Flestar blokkanna voru byggðar eftir fyrri heims- styrjöld. Stíllinn er blanda af art-deco og keisarastíl. Þetta var á þeim árum þegar útlit íbúðarblokka var talið skipta máli. Það þótti kostur ef blokkirnar litu út eins og enskir herragarðar; ofvaxnir herragarðar með enskum nöfnum. Enn í dag eru flestar þess- ara blokka reknar með sama hætti og í upphafi. í The Westchester verða nýbúar að mæta á stjórnarfund svo hægt sé að meta hvort þeir séu í þessum húsum hæfir. Frá fyrstu stund er nýbúun- um gert ljóst að almenning- ur býr í öðrum húsum. Daglegur rekstur er í höndum framkvæmdastjóra sem þekkir alla íbúana með nafni. Framkvæmdastjórinn leysir allan vanda sem upp kemur. Upplausn á okkar tímum Glaumgosar fyrri áratuga eru flestir komnir undir græna torfu. Sumar glæsi- blokkanna eru orðnar að elliheimilum og í öðrum hafa byggingasamvinnufé- lögin verið leyst upp. Þar er forn frægð á bak og burt. Enginn sem skálmar um ganga í víðum jakkafötum „trying to look like Garry Cooper". I öðrum blokkanna hefur merki hefðar og glæsi- mennsku ekki fallið enn - og í kvöld er frönsk lauksúpa, humar og kálfasteik á mat- seðlinum í The Westchester. Sorbet á eftir. Koma Ingrid Bergman og Humphrey Bogart í mat? Miðaldra ekkjur eru fjöl- mennar meðal íbúanna, sem eru um 600 í Westchester. Bara þrjú börn, segir Sus- anne mér. Unga fólkið, sem hér býr eru svokallaðir „DINK-ies" (double income, no kids) - þ.e. barn- laust sambýlisfólk í fullri vinnu. Iðjulausir glaumgosar eru á vorum tímum svo fá- tækir að þeir geta ekki búið í ofvöxnum herragörðum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.