Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 19

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 19
í Washington - og fleiri bandarískum borgum - á fyrra helmingi þessarar ald- ar. I norðvesturhluta Wash- ington skipta þessar blokkir tugum. Allar bera virðuleg nöfn eins og The Windson eða Tunlow Gardens og Woodly Mansion. Nöfnin benda til að íbúarnir hafi viljað minna á fjarlægð sína frá sauðsvörtum almúganum sem hafðist við í rottugrenj- unum í öðrum hverfum borgarinnar. Búsetublokkir ríka fólksins Blokkirnar voru byggðar af byggingarsamvinnufélög- um löngu áður en kratar á Norðurlöndunum byrjuðu að leysa húsnæðisvanda fá- tæks fólks með sama hætti. í Washington eru búsetu- blokkir fyrir fína og ríka fólkið.Yfirleitt var það svo að inn í blokkirnar fluttu synir auðkýfinga sem ein- beittu sér að iðjuleysi og elt- ingaleik við stelpur. Þetta eru piparsveina- blokkir, reistar til að leysa „húsnæðisvanda" auð- manna. Þess vegna er að- staðan eins og á hóteli og íbúðir þjónustufólks í kjall- ara. Þess vegna eru anddyr- in svo glæsileg og veitinga- salirnir eftirsóttir til sam- komuhalds. Mæður glaum- gosanna, sem hér bjuggu, héldu góðgerðasamkomur með öðrum fínum frúm í blokkunum og hér eru bak- herbergi sem enn fyllast af reyk við pókerspil og tal um stórpólitík. Dans og spil Eleanor og Franklin D. Roosevelt buðu áhrifa- mönnum í dans í einni af þessum blokkum þegar þau tóku við völdum í Hvíta húsinu árið 1933. Allir for- setar Bandaríkj- anna hafa síðan haldið setningar- ball sitt í þessum borgarhluta. Og ekki er sauð- svörtum almúg- anum boðið í slíkan dans. Meðal skemmti- krafta hafa verið Judy Garland, Frank Sinatra, Bob Hope og Marlene Dietrich. Harry S. Truman forseti var vammlaus maður og eltist aldrei við stelpur en laut samt oft í lægra haldi fyrir eina veikleika sínum. Hann var haldinn sterkri spilaáráttu og sat oft að pókerspili og viskídrykkju með glaumgosunum í blokk- unum uppi í hæðunum í norðvestri. Richard M. Nixon notaði einn af þessum danssölum til að kynna fyrstu ríkisstjórn sína. John F. Kennedy sást sann- anlega hér. Hann gekk þá með grasið í skónum á eftir henni Jackie. Hvort hann hafði fleiri í takinu þá og síð- ar er ókunn saga, en hér voru veiðilendur forsetans. Ofvaxnir herragarðar Fyrstu blokkirnar á hæð- unum í norðvestri voru byggðar laust fyrir aldamót- in síðustu. Þá höfðu forset- arnir komið sér upp sumar- húsum á þessum slóðum í von um að njóta andvarans hér meðan allir aðrir voru að kafna úr hita í kvosinni við Hvíta húsið. Fína fólkið kom á eftir valdamönnun- um. Flestar blokkanna voru byggðar eftir fyrri heims- styrjöld. Stíllinn er blanda af art-deco og keisarastíl. Þetta var á þeim árum þegar útlit íbúðarblokka var talið skipta máli. Það þótti kostur ef blokkirnar litu út eins og enskir herragarðar; ofvaxnir herragarðar með enskum nöfnum. Enn í dag eru flestar þess- ara blokka reknar með sama hætti og í upphafi. í The Westchester verða nýbúar að mæta á stjórnarfund svo hægt sé að meta hvort þeir séu í þessum húsum hæfir. Frá fyrstu stund er nýbúun- um gert ljóst að almenning- ur býr í öðrum húsum. Daglegur rekstur er í höndum framkvæmdastjóra sem þekkir alla íbúana með nafni. Framkvæmdastjórinn leysir allan vanda sem upp kemur. Upplausn á okkar tímum Glaumgosar fyrri áratuga eru flestir komnir undir græna torfu. Sumar glæsi- blokkanna eru orðnar að elliheimilum og í öðrum hafa byggingasamvinnufé- lögin verið leyst upp. Þar er forn frægð á bak og burt. Enginn sem skálmar um ganga í víðum jakkafötum „trying to look like Garry Cooper". I öðrum blokkanna hefur merki hefðar og glæsi- mennsku ekki fallið enn - og í kvöld er frönsk lauksúpa, humar og kálfasteik á mat- seðlinum í The Westchester. Sorbet á eftir. Koma Ingrid Bergman og Humphrey Bogart í mat? Miðaldra ekkjur eru fjöl- mennar meðal íbúanna, sem eru um 600 í Westchester. Bara þrjú börn, segir Sus- anne mér. Unga fólkið, sem hér býr eru svokallaðir „DINK-ies" (double income, no kids) - þ.e. barn- laust sambýlisfólk í fullri vinnu. Iðjulausir glaumgosar eru á vorum tímum svo fá- tækir að þeir geta ekki búið í ofvöxnum herragörðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.