Vikan


Vikan - 07.12.1999, Side 21

Vikan - 07.12.1999, Side 21
Er jólaborðið þitt eins flott og hjá mömmu þinni? Húsverkin Heimili, sem lítur út eins og sýningarsalurinn í IKEA, er ekki raunverulegt heim- ili. Hvað með það þótt það sé óuppvaskað leirtau í vaskinum að morgni svona einstaka sinnum? Þú getur huggað þig við þá staðreynd að drasl og drulla hleypur ekki frá þér. Ef gestinum þínum ofbýður heimilið þitt, réttu honum Þrif brúsann og tusku. Hann getur tekið verkið að sér. ÍS Finnst þér ís rosalega góður en þú vilt ekki borða hann því hann er slæmur fyrir lín- urnar? Skelltu ísnum í þig án þess að finna til sektar- kenndar. Jólamaturinn Býr mamma þín til besta jólamat í heimi en gengur þér illa að hafa hann eins góðan? Ekki reyna að vera mamma þín, vertu þú sjálf. Fastar venjur og hefðir eru jú eitt aðaleinkenni jólanna en það er líka bara allt í lagi að prófa eitthvað nýtt. Kynlífið Konur mega helst ekki hafa frumkvœði að kynlífi, þær eiga eingöngu að uppfylla óskir karlmanna. Kannist þið við goðsögnina? Að sjálfsögðu er þetta eins og hvert annað bull. Konur eiga að njóta kynlífs á ná- kvæmlega sama hátt og karl- arnir og það sem meira er, án sektarkenndar. Laun Konur sem krefjast hárra launa eru frekjudósir og of- meta sjálfar sig! Það er al- veg merkilegt að þegar kon- ur eru ákveðnar og fastar fyrir þá eru þær stimplaðar frekjudósir, alveg sama hvort um laun eða eitthvað annað sé að ræða. Konur eiga að standa fastar á sínu þegar launatölur eru ræddar. Munið að þið getið gengið út frá því sem vísu að karl- maður í sama starfi er með þrjátíu prósent hærri laun en þið! Móðurástin Almennilegar mömmur sauma, baka og elda dýr- legan mat á hverju degi. Þetta er reyndar einhver goðsögn sem fæstar konur geta eða vilja uppfylla. Nú- tímamömmur eru með mörg járn í eldinum. Þær vinna oftast utan heimilisins, eru í líkamsrækt eiga vinkonur sem þær vilja sinna o.s. frv. Þær sinna börnunum á þann hátt sem þær telja heppileg- ast. Sálfræðingar hafa oft haldið því fram að það sem skiptir mestu máli er hvern- ig þú eyðir tímanum með barninu þínu. Haldið þið að langömmur okkar í torfkof- unum hafi setið inni með börnunum sínum og leikið við þau? Aldeilis ekki. I gamla daga höfðu foreldr- arnir engan tíma fyrir börn- in, það voru ömmur, afar og vinnukonur sem sinntu þeim. Njótið þess að vera með börnunum ykkar þegar þið getið. Uppteknir en hamingjusamir foreldrar gefa miklu meira af sér en þeir sem eru að kafna úr leiðindum. Nýjar nærbuxur Langar þig að kaupa flott- ar nœrbuxur sem þú sást í Kringlunni? Láttu það eftir þér. Af hverju finnst konum sjálfsagt að borga tugi þús- unda í reikninga en eru að deyja úr móral yfir einum nærbuxum? Of... Offeit, ofmjó, oflítil, of stór. Allt okkar líf þjáumst við að sektarkennd yfir ein- hverju OFi. Hættið að hugsa um OF... Ólétta Eru vinkonur þínar sífellt að tala um hve vel þeim leið ófrískum, þær voru svo flott- ar en þú sérð þig sem fíl í hvert sinn sem þú lítur í speg- il? Það segir sig sjálft að það er ekki mjög uppbyggjandi fyrir sjálfstraustið að þurfa að ganga í fötum sem minna helst á fimm manna útlegu- tjald. Ekki fá sektarkennd yfir því að vera óhress með útlitið á meðgöngunni. Þú ert ekki verri móðir, þú vilt bara fá krflíð í fangið og komast í gallabuxumar þínar! Pillan Þessi dásamlega litla tafla er töfralyf því verður ekki neitað. Ýmsar rannsóknir benda til þess að hún eigi að hafa slæm áhrif á hitt og þetta í líkamanum. Nær all- ar konur hafa tekið inn pill- una, það er gjaldið sem við höfum þurft að greiða til að fá að stunda frjálst kynlíf. Rassinn Er þinn rass þakinn appel- sínuhúð og einfaldlega allt of stór miðað við alla flottu rassana í auglýsingunum? Hættu að bera þig saman við þá. Með nútímatölvu- tækni er hægt að gera alla rassa brjálæðislega flotta. Þetta er allt saman plat! Samviskan Þarf nokkuð að útskýra þetta nánar? Tattó Hugrakkar konur láta tattóvera sig. Hvaða máli skiptir hvað fólki finnst um tattó almennt? Ung í anda Konur sem vilja halda sér ungum þurfa að haga sér eins og þœr séu ennþá tutt- ugu ára. Ekki fá samvisku- bit ef þú heldur að þú hagir þér ekki eins og vera ber. Skelltu þér í Þjóðleikhús- kjallarann með barnabörn- unum ef þig langar, alveg sama hvað aðrir segja! Viagra Langar þig til að fríska upp á kynlífð, því ekki að verða sér úti um Viagrá. Maðurinn verður sjálfsagt ánægður eft- ir á. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að verða sér úti um eina bláa pillu. Þ,Æ,Ö Þróttmikil, œðisleg, ögrandi... Vittu til að þú getur verið þetta allt saman ef þig bara langar til. Vikan 21 Vildir þú óska að þú værir með svona flottan rass?

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.