Vikan


Vikan - 07.12.1999, Page 38

Vikan - 07.12.1999, Page 38
■■I Efnislísti: I. 40 sm bastkrans/hálmkrans 2.4,5 m kransaplast 3.1 vírrúlla 4. 2 búnt nobilisgreni (u.þ.b.250 g) 5. 2 búntTuhja (u.þ.b. 250 g) 6.1 búnt Buxus (u.þ.b.250 g) 7.3 m borði (úr mjúku efni með vír) 8. 3 könglar 9. 2 plastepli 10.2 coryllosgreinar II. nokkrar vírlykkjur 12. klippur flðferö: Byrjið á að setja kransa- plast utan um hringinn. Festið enda plastsins með vírlykkju og vefjið alltaf frá vinstri til hægri.Takið vírrúll- una og festið endann á vírnum. Klippið nobilisgreni, Tuhju og Buxus í frekar litl- ar greinar og klippið alltaf aftan frá og upp á við, en þannig sést sárið ekki fram- an frá. Útbúið lítil búnt úr þessum tegundum (setjið t.d. eina grein af hverju) og leggið á misvíxl á hring- inn.Vefjið síðan 2-3 hringi með vírrúllunni til að festa hvert búnt fyrir sig. Þegar búið er að setja greinar og vefja þær allan hringinn er útbúin frekar lítil lykkja úr tvöföldum vír sem síðan er notuð til að hengja krans- inn. Slaufan er gerð úr 3 metrum af mjúkum borða með vír í. Byrjið á að finna miðjuna á borðanum og festið hann saman undir þumalfingri, vísifingri og löngutöng. Þetta er nauð- synlegt til að borðinn renni ekki úr höndunum. Notið síðan vinstri hönd (ef rétt- hent, annars öfugt) til að búa til lykkjur á borðann og gerið þær til skiptis vinstra og hægra megin. Munið að festa borðann alltaf inn á milli fingranna. Gerið u.þ.b. 3-4 lykkjur hvoru megin og passið að endarnir verði ekki of stuttir. Síðan þegar slaufan er tilbúin er fínn vír tekinn og lagður utan um miðjuna á slaufunni (þar sem haldið var við) og snú- ið upp á hann að aftan. Þegar slaufan hefur verið fest saman er næsta skref að stinga henni í kransinn og til þess notast vírinn á slaufunni. Að lokum er könglunum þremur stungið í kransinn, tveimur eplum og coryllos- greinarnar festar þar sem þær koma best út. Vírlykkj- ur eru notaðar til þess. Það er líka vert að benda á það að nobilisgrenið er ekki það eina sem hægt er að nota í slíkan krans, það getur verið mjög fallegt að blanda saman Nobilis- og Normannsgreni. Einnig get- ur verið fallegt að nota hvers kyns grænar greinar eins og t.d. Taxus o.fl. Gróðurvörur/Garðheimar munu koma til með að standa fyrir námskeiðum allan ársins hring og verða þau auglýst í versluninni að Stekkjarbakka 6 og einnig er hægt að fá nánari upp- lýsingar í gegnum síma 540-3300. Leiðbeinendur á námskeiðunum eru þær Jó- hanna Margrét Hilmarsdóttir (Ninna) og Ragnheiður Hrönn Björnsdóttir (Heiða).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.