Vikan


Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 57

Vikan - 07.12.1999, Blaðsíða 57
létta. Pað tók ég hins vegar ekki í mál. Ég gat alls ekki hugsað mér að særa systur mína og börnin hennar. Hún hafði nefnilega þurft að þola og komast yfir annars konar andleg áföll í hjónabandi sínu og ég gat ekki hugsað mér að valda henni meiri vanlíðan. Gat ekki hugsað mér að skaða systur mína Ég var einnig á þessum tíma farin að sækja tíma hjá geðlækni auk þess að stunda viðtöl hjá Stígamótakon- unni. Þessir sérfræðingar töldu báðir að mikil andleg vanlíðan mín væri líka fólgin í að fara á bak við systur mína og loks varð það úr að við mæltum okkur mót og ég sagði henni allan sann- leikann. Ég hafði varla sleppt orðinu þegar ég sá eftir öllu saman og fannst ég hafa skaðað systur mína og mér leið verr en nokkru sinni áður. Ég hélt þó áfram þrauta- göngunni til geðlæknisins og alltaf sá ég jafnmikið eftir að hafa ljóstrað upp leynd- armálinu. Ég bað guð að hjálpa mér og fyrirgefa mér en fannst mér ekki ganga neitt betur í lífinu en áður að neinu leyti. Foreldrar mínir grétu þegar þau heyrðu sannleikann og ásökuðu sjálf sig fyrir að hafa ekki séð neitt og ekkert aðhafst en hvernig gátu þau það þegar þau vissu ekkert? Vanlíðan mín og léleg sjálfsmynd bitnaði á kynlífi mínu. Ég er gift en maður- inn rninn er mjög þolinmóð- ur og skilningsríkur maður. Hann hefur stöðugt stutt mig og hjálpað mér í minni baráttu. Ég varð að neyða mig til þess að halda viðtöl- unum áfram og leitaði mikið styrks í trúnni á guð. Loks kom að því að mér fannst mér vera farið að líða betur. Það var aðeins í fjölskyldu- boðum eða á öðrum tímum þegar fjölskyldan kom sam- an að mér fannst ég eiga erfitt. Þögnin gerði allt flókn- ara og sárara Ég hef nú eignast annað barn og hef farið í meðferð við alkóhólisma hjá SAA. Ég er mun sáttari við líf mitt nú en áður en held að eng- inn verði nokkru sinni sam- ur eftir að hafa upplifað svo mikinn sársauka. Sárin gróa að mestu en örin verða eftir og stundum svíður í þau. Um þessar mundir ímynda ég mér oft að til væri lykill sem passaði í skráargat að sársaukanum í hugskoti mínu. Helst óska ég þess að honum væri aðeins hægt að snúa í eina átt og eftir það yrði dyrunum að því hólfi hugans að eilífu læst. Samband mitt og systur minnar er ekki fyllilega í lagi því hún ákvað að vera áfram með manni sínum. Ég vildi óska þess að menn sem finna hjá sér hvöt til að gera svona lagað gætu leitað sér hjálpar og vonandi hefðu þeir sumir vit á að gera það áður en þeir láta undan hræðilegum hvötum sínum. Þögnin sem umvafði þennan atburð í þau fjórtán ár frá því að ég var tíu ára og þar til ég var orðin tuttugu og fjögurra ára gerði þetta allt flóknara og sárara. Ég var Um Uessar mundir ímynda eg mér oft að til væri lykill sem passaði í skráargat að sárs- aukanum í hugskoti mínu. sögu sína nafnleyndar. Hcimilisfungift er: Vikun - „Lífsreynslusagak% Seljavegur 2, 101 Reykjavík, Netfang: vikan@frodi.is Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu barn og unglingur en lífið byrjaði ekki fyrr en ég varð tuttugu og fjögurra ára. All- ir sem verða fyrir einhvers konar andlegu áfalli ættu að treysta einhverjum fyrir því og leita sér hjálpar. Mér hef- ur loks tekist að vinna þokkalega úr mínum málum með guðs hjálp og góðra vina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.