Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 2
Þórdís Elín Jóelsdóttir myndlist-
arkona er pekkt fyrir fallegar
og nánast ójarðneskar verur
sem birtast i myndunum henn-
ar. Þetta eru biartar verur sem
birtast gjarnan í tengslum við
landslag enda segir Þórdís bær
eiga ættir að rekja til hlýrrar
móðurlegrar kvenveru sem var
í fyrstu myndum hennar.
UMnningaverur í íslensku landslagi
„Upphaflega voru miklar konur
með langan háls, breiðar herðar
og mikinn barm í myndunum
mínum,“ segir Þórdís. „Mér
fannst þær vera eitthvað sem
maður gæti hallað sér að. Ég hef
alltaf heillast af landslaginu og
séð verur út úr því. I einni af eldri
myndum mínum birtist einmitt
liggjandi kona í íslensku lands-
lagi og hefði hún verið í grænum
lit en ekki gulum væri hún ein-
faldlega fjall."
Þórdís er útskrifuð úr grafík-
deild Myndlista- og handfðaskól-
ans og flest verka hennar eru
ætingar. Að undanförnu hefur
hún unnið að því að þróa nýja
” ^ tækni sem hún kallar vatnslita-
“ " þrykk.
- ■- „í rauninni er ekkert til sem
~ ” heitir vatnslitaþrykk en ég veit
| ekki hvað annað ég á að kalla
=> þetta. Ég mála mynd með vatns-
- ^ litumáglerplötuogþrykkihenni
ra = síðan á pappír. Vatnslitinn er
'z | auðvelt að þrífa af glerinu með
“ “ vatni eftir á en hann situr á papp-
00 ” írnum. Ég prófaði að setja þess-
- ^ ar myndir í sólarljós og liturinn
>< ^ hverfur og breytist við ljós. Papp-
“ s írinn sem ég nota er mjög þunn-
ur og nánast gagnsær. Ég próf-
aði margar gerðir af pappír áður
en ég kom mér niður á þessa.
Pappír er svo misjafn, ein gerð
þoldi alls ekki vatnið og leystist
bara upp. Þegar ég kom að hafði
myndin einfaldlega flotið burtu.
Önnur gerð pappírs þolir að
þorna á glerinu og síðan má taka
hana af. Á sýningu sem ég hélt í
Ásmundarsal á þessum myndum
bjó ég til bók sem sýndi mismun-
andi pappírsgerðir sem ég próf-
aði og árangurinn af þeim. Til-
gangurinn með
þessari nýju að-
ferð er að reyna
að komast frá
þeim eiturefn-
umsem viðnot-
um við graf-
íkvinnsluna og
verða náttúru-
vænni.“
Nýlega var haldin sýning á
þessum myndum Þórdísar í
Iskúnst í Ósló og sýningargestir
heilluðust af gagnsæi pappírsins
og þeirri ótrúlegu áferð sem það
gefur. Þórdís setti myndirnar upp
inni í gleri og lét þær standa ögn
frá veggnum. Margir gengu að
myndunum og settu hönd á bak
við þær til að athuga hvernig
þetta væri, hvort raunverulega
væri hægt að sjá vegginn þarna á
bak við. Einn sýningargesta var
líkt og fleiri yfir sig hrifinn af ver-
unum í myndunum.
„Hann tók eftir því að verur-
nar voru alltaf á sama stað í lands-
laginu. í einu horni myndarinnar.
E
Hann vildi fá skýringu á því hvers
vegna manneskjurnar væru alltaf
á þessum stað. Ég sagði að þetta
væru ekki endilega manneskjur
heldur gætu þetta allt eins verið
tilfinningar en hann var alveg
ósammála því. Hann fullyrti að
þetta væru manneskjur.“
Þórdís tók þátt í samsýningu
nokkurra listamanna í Ásmund-
arsal árið 1990. Þar útbjó hún tré-
skilrúm líkt og þau sem konur af-
klæðast á bak við í gömlum,
bandarískum bíómyndum. Á
efsta hluta skilrúmsins voru
vatnslitaþrykksmyndir Þórdísar
af gulum verum. Skilrúmið kall-
aði hún Mannvegginn og margir
urðu til að inna hana eftir því
hvort slík skilrúm fengjust keypt.
Þórdís segir hins vegar að þetta
hafi verið einstök
tilraun sem hún
hafi ekki tíma til að
þróa í fjöldafram-
leiðslu. Hverri sýn-
ingu Þórdísar fylgj a
sömuleiðis bækur
þar sem hún skýrir
vinnuaðferðir sínar
og hugmyndir. I
bók sem fylgir
vatnslitaþrykkinu
er ferlið sýnt ná-
kvæmlega og gest-
ir gátu lyft örþunn-
um pappírnum af
glerplötunni sem
þrykkt var af til að
fá tilfinningu fyrir
vinnunni. I bókun-
um eru líka heim-
spekilegar vangaveltur Þórdísar
um lífið, náttúruna og stöðu
mannsins, hugsanir sem læðast
að henni við vinnuna.
„Maðurinn minn má eiga bæk-
urnar þegar sýningum lýkur,“
segir Þórdís. „Þegar maður er að
vinna að sýningu er maður svo
mikið einn. Spenningurinn við að
vinna á þennan hátt og sjá hvað
gerist gefur mikið. Þá læðast að
manni ótal hugmyndir og hugs-
anir sem komast aldrei allar fyr-
ir í einni lítilli bók. Ef ég læsi inn
á band allt það sem veltist í koll-
inum á mér á meðan ég er að
vinna þá væri komið efni í marg-
ar bækur.“
Myndirnar hennar Þórdísar
eru einstakar og sennilega er hún
ein um að nota þessa vinnuað-
ferð. Bandarísk
konasem hér hélt
sýningu á eftir
Þórdísi heillaðist
af því hversu ein-
stakar myndirnar
voru og maður-
inn hennar keypti
handa henni eina
mynd. Að hans
sögn gerði hann
það vegna þess
að kona hans er
þannig gerð að
sjái hún list sem
hún heillast af
verði hún að
eignast hana,
annars öðlaðist
hún enga ró í sín-
um beinum.
Vikan
Norðurljós er heiti
þessarar myndar