Vikan


Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 29
Lesandi segir Hrund Hauksdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. MeiiiiiHsfiin^ið er: Vikun - „Lífsrvynslusaga“, Seljuvegur 2, með henni. Ég hafði horft fram á að þurfa að eyða síð- asta kvöldi ársins ein og fannst því frá- bært að geta átt góð- ar stundir með Signýju. Við ætluð- um að elda góðan mat, horfa á skaup- ið og spjalla fram á nótt yfir rauðvíni. Hún bauð mér að sofa heima hjá sér sem ég þáði því ég vissi að það yrði mikið basl að ná í leigubíl. Ég var mætt heima hjá Signýju um sexleytið á gamlárskvöld og varð strax hrifin af hlýlegri og fallegri íbúð hennar. Signý var vel tilhöfð í svörtum kjól og með ljósa hárið vafið laust upp í hnút. Ég fékk sting í magann og mér varð hugsað til þess hvernig maðurinn hennar hefði getað hugsað sér að yfirgefa hana. Ég hugs- aði að ef ég væri karlmaður þá myndi ég dýrka þessa konu og elska hana tak- markalaust. Viðjressa hugsun krossbrá mér. Ég gerði mér skyndilega grein fyrir því að ég sá Signýju með löngunar- fullum augum karlmanns og fannst þetta sjúklegur hugs- unarháttur hjá mér. Ég reyndi að hrista þetta af mér og njóta kvöldsins. Signý bar fram dýr- indis rétti með mjög góðu rauðvíni og á eftir hreiðruð- um við um okkur í gamla, mjúka sófanum hennar og gæddum okkur á konfekti og líkjör. Við ræddum allt milli himins og jarðar og Signý tal- aði mikið um fyrrverandi manninn sinn og skilnað þeirra. Ég varð þess vör að hún var orðin klökk, það var greinilega stutt í tárin og ég fann fyrir yfirþyrmandi löng- un til þess að hugga hana. Allt í einu hafði ég vafið hana örmum og hún brast í grát. „Ég held að ég muni aldrei verða elskuð aftur,“ sagði hún með ekkasogum. „Ég elska þig,“ missti ég út úr mér eins og ekkert væri eðlilegra. Ég var steinhissa á því að ég hefði sagt þetta upphátt því mér fannst eins og ég hefði ein- ungis hugsað þetta með sjálfri mér. Signý hætti að gráta og við störðum hvor á aðra eins og við værum að hittast í fyrsta sinn. Við sátum graf- kyrrar og það var engu líkara en orð mín bergmáluðu í stof- unni. Loks stundi Signý upp: „Ég elska þig líka.“ Eins og í draumaástandi kysstumst við og keluðum fram á rauðanótt á meðan flugeldar sprungu og himinninn lýstist upp í ljósa- dýrðinni. Ástin snýst um persónu- leika fólks Næsta morgun vorum við örlítið feimnar hvor við aðra en fengum okkur sterkt kaffi inni í eldhúsi og hresstumst við það. Við ákváðum að tala opinskátt um það sem gerst hafði á milli okkar og hvað tæki nú við. Við komumst að því að hvorug okkar hafði áður hrifist af annarri konu og ég botnaði ekkert í því hvern- ig ég, gagnkynhneigð kona, sem hafði verið gift til tuttugu ára, gæti allt í einu orðið ást- fangin af konu. Ég held að svarið við því sé ein- faldlega það að maður getur orðið ástfangin af fólki af sama kyni og mað- ur sjálfur því það er persónuleikinn sem ástin snýst jú um. Við Signý erum búnar að vera sam- an í tæplega ár núna og erum mjög ham- ingjusamar. Við ætl- um ekki að hefja sambúð á næstunni, okkur finnst gott að halda ákveðnu sjálf- stæði í lífi okkar og ég vil vera til staðar fyrir börnin mín. Þau eru enn í skóla og þurfa verulega á móður sinni að halda. Ég hef ekki enn sagt þeim frá því hvernig sambandi okkar Signýjar er háttað því ég held að það sé ekki rétti tíminn til þess á þessu stigi málsins, enda liggur okkur ekkert á. Við erum þó ekki í felum með samband okkar að öðru leyti og hittum reglulega vinkon- ur okkar sem vita að við elsk- um hvor aðra og þær styðja okkur á allan hátt. 101 Reykjavík, Nctf'ung: vikaii@rrodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.