Vikan


Vikan - 02.05.2000, Page 31

Vikan - 02.05.2000, Page 31
IIM DRAUMAPRINSMN dauðlegar verur. Allar konur dreymir um að upplifa þannig ást og við eigum það svo sannarlega skilið að karl- menn stjani við okkur eins og við værum prinsessur, það er að segja ef við á annað borð kærum okkur um það. Við verðum aðeins að gæta þess að missa ekki sjónar á raun- veruleikanum. „Lífið er aldrei eins og í ævintýrun- um,“ segir dr. Cole. „Eg þori að veðja að Öskubuska varð að stjórna heimilishaldinu í höllinni og gefa kokkinum fyrirmæli um hversu lengi hann ætti að steikja kjötið ofan í prinsinn.“ Ástin grípur ekki eingöngu unglingana. Hún getur orðið á vegi okkar, hvar sem er og hvenær sem er. Kona sem ég þekki skildi við manninn sinn eftir margra ára ömurlegt hjónaband. Hún sór þess dýr- an eið að hér eftir ætlaði hún að lifa lífinu ein á báti, á eig- in forsendum. Stuttu eftir skilnaðinn var hún á ferðalagi erlendis þar sem hún hitti for- ríkan ekkjumann. Þau gengu í hjónaband eftir stutt kynni og verja nú tíma sínum á ferðalögum um heiminn. Við kunningjakonur hennar þjá- umst af afbrýðisemi og finnst líf hennar nákvæmlega eins og við höfum lesið um í bók- unum. Að faiia eða falla ekki fyr- ir honum Flestir sérfræðingar sem fást við að lappa upp á léleg hjónabönd eru sammála um að ekki sé skynsamlegt að rugla saman reytum sínum eftir stutt kynni. Þannig hjónabönd endi oftar en ekki með skilnaði. Dr. Maryon Tysoe, höfundur bókarinnar The Good Relation Guide, segir frá könnun sem sýndi að meirihluti fráskilinna hafi þekkst að meðaltali í tvo og hálfan mánuð áður en þau gengu í hjónaband. Þeir sem enn voru giftir höfðu þekkst í að minnsta kosti þrjátíu og sex mánuði. Auðvitað eru til dæmi um fólk sem gengur upp að alt- arinu eftir nokkurra klukku- stunda kynni og er enn gift mörgum áratugum seinna. En það er líklega ekkert ann- að en hundaheppni! En það er engin ástæða til þess að enda þessar vanga- veltur á neikvæðum nótum. Við skulum hugga okkur við söguna af Klöru sem giftist Stefáni eftir að hafa þekkt hann í þrjá mánuði. „Við kynntumst í maí og giftum okkur í september," segir hún. „í raun og veru hafði ég alltaf verið ákveðin í því að giftast aldrei. En ég var orð- in tuttugu og sjö ára og hafði verið í tveimur föstum sam- böndum svo ég vissi nokkurn vegin út í hvað ég var að fara. Mér hafði aldrei liðið svona vel með nokkrum manni. Fyrsta hjúskaparárið var erfitt. Stefán var mjög af- brýðisamur, hann hafði aldrei búið með konu áður og átti erfitt með að aðlagast þessum nýja lífsstíl. En ég sé ekki eft- ir að hafa gifst honum. Ég myndi giftast honum aftur á morgun!" Súsanna er tæplega fimmtug og er búin að vera gift í tutt- ugu og fimm yndisleg ár. „Við hittumst 15. október 1971 og giftum okkur 24. febrúar 1972.“ Hvernig vissi hún að hjónabandið myndi endast? „Það veit maður aldrei fyrir- fram,“ svarar hún að bragði. „Ég var einfaldlega yfir mig ástfangin og vissi að ég þyrfti ekki lengri umhugsunartíma. Vissulega spilaði líkamlegt að- dráttarafl á milli okkar stórt hlutverk en aðalmálið var að ég vissi að hann var góður maður. Við segjum stundum að þetta hafi verið það óskyn- samlegasta sem við höfum nokkurn tíma gert, en jafn- framt það skynsamlegasta.“ Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.