Vikan - 02.05.2000, Side 38
Texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir
m i ð i
K o n u r á
u m a I d r i :
Ertu bú eín at þeim sem lítur
í spegíl og undrast á pví
hvað varð af bínu mjóa mitti
eða af hverju bú getur ekki
hneppt uppáhaldsbuxunum
bínum sem bú hefur átt í
mörg árP
Sjálfsagt geta margar
konur svarað þessari
spurningu játandi.
Margar konur á miðjum aldri
finna fyrir aukinni baráttu við
aukakílóin. Þá er ráð margra
að fara í megrun en ekki er
víst að jafnauðveldlega gangi
að losna við aukakílóin og tíu
árum áður.
Ymsar ástæður liggja þar
Til þess að bæta sér upp
minnkandi magn serótóníns
í líkamanum krefst líkaminn
meira magns sykurs og
sterkju sem að sjálfsögðu er
ekki gott fyrir línurnar.
Auk þess má nefna að hita-
einingaþörf kvenna minnkar
á fimmtugsaldri og efnaskipt-
in hægjast en það getur samt
verið erfitt að venja sig á að
borða minna en gert hefur
verið mörg undanfarin ár.
Regluleg hreyfing
Þrátt fyrir að líkaminn beiti
sínum ráðum til að halda í
aukakílóin er baráttan síður
en svo töpuð. Eins og allir vita
er regluleg hreyfing afar mik-
ilvæg. Þetta á ekki síst við um
konur sem nálgast breytinga-
skeiðið því meðalkonan miss-
ir vöðvamassa og bætir á sig
um hálfu til einu kílói af fitu
frá um 35 ára aldri þar til
breytingaskeiðinu er lokið.
Konur á þessum aldri sem
hreyfa sig reglulega geta hins
vegar spornað við þessari
þróun og haldið líkamanum
hraustari en ella og í betra
ásigkomulagi.
Ef þú hefur ekki hreyft þig
reglulega í langan tíma er ráð-
legt að byrja t.d. á um 15 mín-
útna göngutúr eða skokki og
auka svo tímann smám sam-
an. Vertu þolinmóð þótt kfló-
in fjúki ekki strax af. Þau sitja
fastar en þau gerðu fyrir tíu
eða tuttugu árum og því get-
ur þú þurft að æfa oftar og
lengur en áður. Gott er að æfa
um fjórum sinnum í viku og
blanda saman alls kyns lík-
amsrækt, s.s. sundi og leik-
fimi, til þess að
æfa sem
flesta
vöðva-
hópa lík-
amans.
mjög mikilvægt fyrir konur á
þessum aldri. Þá er gott að
borða m.a. egg, kjúklinga og
baunir og drekka að minnsta
kosti tvö mjólkur- eða undan-
rennuglös á dag.
En þrátt fyrir að það sé
mikilvægt að fylgjast vel með
mataræðinu er engin ástæða
til að lifa algjöru meinlæta-
lífi. Ef þig langar alveg
óheyrilega mikið í súkkulaði
er allt í lagi að láta það eftir
sér, en bara öðru hvoru, ekki
á hverjum degi!
Vatn er gott
Drekktu mikið af vatni yfir
daginn og hafðu vatnsflösku-
una alltaf við hendina. Marg-
ir rugla nefnilega saman
hungri og þorsta. Þess vegna
gætir þú einfaldlega verið
þyrst þegar þú telur þig
svanga. Vatnið er líka gott
fyrir húðina og hreinsandi
fyrir líkamann. Auk þess er
gott að fá sér vatnsglas þegar
svengdin segir til sín, því vatn-
ið platar magann og eyðir
hungurtilfinningunni tíma-
bundið.
Að lokum er mikilvægt að
láta ekki álag hversdagsins
skemma fyrir sér. Álag og
streita geta nefnilega aukið
matarlyst þína og þörfina fyr-
ir einhverja óhollustu. Þá er
einnig líklegra að þú freistist
til að kaupa einhvern óholl-
an skyndibita og þér finnist
þú ekki hafa tíma til að elda.
Þess vegna er mikilvægt
að finna leið til að losna
úr amstri hversdagsins
öðru hvoru, t.d. með því
að fara í nudd eða hugleiðslu
eða með því að lesa góða
bók. Þar með ertu á góðri
leið til bættrar líkamlegrar
og andlegrar heilsu og hvað
er betra en heilbrigð sál í
hraustum lík-
ama?
að baki og margar tengjast
þær yfirvofandi tíðarhvörfum
á einn eða annan hátt. Þar má
m.a. nefna að þegar konan
eldist og estrógenframleiðsla
Iíkamans minnkar, dregur úr
magni boðefnisins serótóníns
í líkamanum. Serótónín er
stundum kallað hinn náttúru-
legi vímugjafi líkamans því
það eykur andlega vellíðan.
Engin megrun
Ekki fara í megrun því það
er kjörin leið til að fitna! Ef
þú sveltir þig og færð ekki
nægilegt magn hitaeininga
tekur lrkaminn til sinna ráða
og reynir að geyma þann mat
sem þú borðar sem fitu, í stað
þess að brenna honum eðli-
lega. Reyndu frekar að fylg-
ast vel með því hvað þú borð-
ar með því að halda matar-
dagbók og skrá niður allt sem
þú borðar.
I stað þess að fá þér strax
aftur á diskinn skaltu síðan
standa upp frá borðinu eftir
mat og gefa líkamanum færi á
að meðtaka þau skilaboð að
þú sért södd. Ef þig langar í
einhverja óhollustu reynist
stundum gott að bursta ein-
faldlega tennurnar og fá
ferskt bragð í munninn.
Það er einnig mikilvægt að
verða aldrei svo svöng á milli
mála að þú borðir nánast allt
sem hendi er næst þegar kem-
ur að matmálstíma. Skynsam-
legra er að borða eitthvað
hollt snakk, s.s. ávexti,
morgunkorn, popp o.fl.
á milli mála til þess að
koma í veg fyrir að þú
borðir yfir þig á matmáls-
tímum.
Vertu hins vegar vel
vakandi fyrir því að þú
fáir nóg af prótíni og
I kalki sem er
38 Vikan