Vikan - 02.05.2000, Page 40
Elsku Steven
M yra tók varalitinn og
spegilinn upp úr hólfinu
iWBj, framan á handtöskunni
Bl sinni og málaði þykkar
varirnar. Það var ekki
laust við að varirnar skylfu og
það markaði fyrir dökkum
baugum undir stórum augun-
um. Hún var þreytuleg og
smeyk, hún var hrædd við
sjálfa sig og það verkefni sem
hún átti fyrir höndum. Allur
dagurinn hafði verið undir-
búningur að heimkomu
hennar í kvöld og hún ætlaði
að líta vel út þegar hún stæði
fyrir framan Steven. Hún
sótti farða og reyndi að draga
úr baugunum. Kvíðinn sem
hafði verið að grafa um sig all-
an daginn var orðinn að hörð-
um hnút í maganum á henni.
Hún hafði gefist upp á launa-
bókhaldinu um hádegi og
reynt að snúa sér að innkaup-
um fyrir litlu snyrtistofuna
sína, en allt kom fyrir ekki.
Hún gat engan veginn ein-
beitt sér að nokkrum hlut.
Margoft hafði hún litið út
um gluggann og reynt að
herða upp hugann, en sam-
viskubitið sem nagaði hana
kom í veg fyrir að hún gæti
stappað stálinu í sjálfa sig.
Þegar hún fór í bakaríið til að
kaupa með kaffinu handa
stelpunum gleymdi hún að fá
til baka og hún hafði hellt
kaffi niður á nýþvegna blúss-
una sína í kaffitímanum. Því-
líkt lán að hafa þessar góðu
stúlkur á stofunni, Sonja
hafði lánað henni blússuna
sína meðan hún þvoði úr
hennar.
Eftirmiðdagurinn rann út í
sandinn og Myra var engu
nær um það hvernig hún ætti
að leysa verkefnið af hendi.
Taugarnar voru að gefa sig
og hún hafði á tilfinningunni
að hún myndi aldrei hafa það
af að komast heim til Stevens.
En nú var þessi dagur að
kvöldi kominn og hún skyldi
ljúka ætlunarverki sínu í
kvöld þótt erfitt væri.
Hversu oft var hún ekki
búin að taka sömu ákvörðun
Veru Wriaht
og hún tók í morgun og
hversu oft var hún ekki búin
að hætta við hana? Það var
alls ekki auðvelt að segja eig-
inmanni sínum að hún væri
ástfangin af öðrum manni og
að hún ætlaði að yfirgefa
hann.
Myra hafði margoft lofað
Leo að NÚ skyldi hún láta
verða af því, hún skyldi segja
Steven að hún væri ástfangin
og að hún ætlaði að flytja út
úr húsinu strax. En Steven var
alltaf svo elskulegur. Alltaf
þegar hún hafði ætlað að fitja
upp á þessu erfiða erindi tók
hann utan um hana og eyddi
því.
„Svona, svona elskan mín,“
var hann vanur að segja.
„Auðvitað gæti hjónabandið
verið betra. En ég skal reyna
að bæta mig, gefðu mér bara
eitt tækifæri enn.“
Myru vöknaði um augun
þegar hún hugsaði til Stevens,
alltaf var hann jafnindæll.
Hann sló alltaf öll vopn út úr
höndum hennar. Hún hafði
enga ástæðu til að kvarta yfir
framkomu hans í hjónaband-
inu, hann var bara svo inni-
lega saklaus og utangátta.
Þau höfðu aldrei verið mjög
náin og síðustu árin var eins
og Steven væri í eigin heimi
og alveg sama um allt. Það var
eins og hann vissi ekkert hvað
var um að vera í kringum
hann. Hann virtist vera full-
komlega sáttur við ástandið
eins og það var og gerði sér
engar griliur. Aldrei hafði
hann gert athugasemdir við
það þegar hún kom of seint
heim úr vinnunni, honum
fannst svo sjálfsagt að hún
þyrfti að vinna fram eftir eins
og hann sjálfur. Og aldrei datt
honum í hug að gera athuga-
semdir við það þegar hún
laug að honum að hún ætlaði
með „vinkonunum“ í bíó.
Hann varð bara feginn yfir
því hvað hún gat skemmt sér
sjálf og sagði henni að hafa
engar áhyggjur af sér, hann
myndi bara fara að heim-
sækja mömmu sína eða fara
snemma í háttinn.
Myra skammaðist sín meira
en orð fá lýst þegar hún hugs-
aði til þess hvað hún hafði far-
ið illa að ráði sínu gagnvart
þessum elskulega, trygga
manni.
Myra settist inn í bílinn sinn
og startaði. Klukkan var að
verða sex og nú væri Steven
kominn heim og sestur fyrir
framan sjónvarpið eins og
venjulega á þessum tíma.
Ætti hún að vaða með þjósti
inn í ganginn og fleygja jakk-
anum sínum á stólbak? Ætti
hún að krefjast þess að
Steven settist niður og stein-
þegði meðan hún romsaði
miskunnarlaust upp úr sér
sannleikanum? Ætti hún síð-
an að strunsa út og skella á
eftir sér hurðinni?
Eða átti hún frekar að
ganga inn með tignarlegum
hreyfingum, setjast í hús-
bóndastólinn með krosslagða
fætur og segja einfaldlega:
„Steven, þetta er búið. Ég fer
frá þér á morgun, ég er ást-
fangin af öðrum.“ Myra var
búin að fara hundrað sinnum
í gegnum þetta allt saman og
hún vissi vel að hún var ekki
sátt við neina af þeim hug-
myndum sem hún hafði feng-
ið. Átti hún kannski að fara
að gráta og segja það sem var
sannast af öllu: „Elsku
Steven, ég er ekki þess verð
að vera eiginkona þín. Ég hef
haldið fram hjá þér í mörg ár
og nú ætla ég að yfirgefa þig.
Ég veit að þú munt finna þér
aðra konu, góða konu sem á
skilið að eiga mann eins og
þig.“?
Hún vissi ekki alveg hvað
hún ætti að segja eða gera
þegar hún kæmi heim. Hún
vissi ekki hvernig hún ætti að
fara að því að hryggja Steven
svona. Hvernig gat hún gert
honum þetta? Steven sem
hafði alltaf stutt við bakið á
henni þegar henni leið illa.
Var það kannski ekki hann
sem hafði hjálpað henni að
koma snyrtistofunni á lagg-
irnar og lagt út fé til að hún
gæti komið sér vel fyrir? Var
jjað ekki hann sem hafði gef-
ið henni allt það frelsi sem
hún þarfnaðist til að skemmta
sér að vild og sinna áhuga-
málum sínum? Var það ekki
hann sem hafði hvatt hana til
að sinna vinkonum sínum og
jafnvel farið út sjálfur til þess
að hún gæti haldið þeim veisl-
ur heima í fallega einbýlishús-
inu þeirra?
Meðan hún ók eftir þjóð-
veginum í áttina að húsinu
varð henni hugsað til öfund-
ar vinkvenna sinna þegar þær
komu í heimsókn. Hversu oft
höfðu þær ekki horft aðdáun-
araugum á Steven þegar hann
kvaddi þær í dyrunum, strok-
inn og fínn og óskaði þeim
góðrar skemmtunnar. Þær
höfðu talað um hversu hepp-
in hún væri að eiga svona ynd-
islegan mann og það var
greinilegt að þær meintu það.
Myra beygði upp að húsinu
og hjartað barðist í brjósti
hennar. Allt í einu fannst
henni eins og augu hennar
væru að opnast, Steven átti
alls ekki skilið svona fram-
komu. Það var hún sem átti
að biðja um eitt tækifæri í við-
bót. Hvað hafði hún svo sem
til Leos að sækja annað en
æsileg stundarævintýri? Ekk-
ert. Leo gaf henni ekkert ann-
að en aðdáun og spennu,
nokkuð sem hún gat frekar
verið án en hinnar þögulu og
vingjarnlegu umhyggju
Stevens.
Myra vissi að hún var loks-
ins búin að gera upp hug sinn.
Hún ætlaði að hlaupa upp um
hálsinn á Steven og þakka
honum fyrir allt. Mikið var
hún heppin að eiga svona eig-
inmann.
„Steven!“ kallaði hún þeg-
ar hún gekk inn í forstofuna."
Hvar ertu elskan?“ Það var
undarlega kyrrt í húsinu og úr
sjónvarpsherberginu barst
ekki hinn venjulegi kliður
kvöldsins. „Steven!?“ Það var
spurnartónn í rödd Myru þeg-
ar hún gekk inn í mannlaust
herbergið. Það var slökkt á
40
Vikan