Vikan - 02.05.2000, Blaðsíða 50
///* M «■ \
//£ m m m %vvv\
/M bb ^ t vjjw
íslandssími hátækniuætt og framsækíð fyrirtæki
Íslandssími er nýtt fyrirtæki á íslenskum símamarkaði og einbeitir sér að því að veita fyr-
irtækjum heildarlausnir á sviði gagnaflutninga. Hjá fyrirtækinu vinnur samstilltur hópur
fólks sem á það sameiginlegt að hafa geysilegan áhuga á nýjustu tækni í gagnaflutningum.
Þjónusta Íslandssíma miðar að því að sinna þörfum hvers og eins og taka tillit til sérstöðu
hvers fyrirtækis. Íslandssími hefur einnig boðið millilandasímtöl á hagstæðara verði en
flestir aðrir og er vel þess virði að kynna sér þá þjónustu hvort sem er fyrir einstaklinga
eða fyrirtæki. Fleiri áhugaverðar upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heimasíðu þess,
Bætt útlit ob sólbrúnka í
Kópavogi
Bætt útlit er hár- og sólbaðsstofa í Núpalind 1
í Kópavogi. Á hársnyrtistofunni vinnur margt
ótrúlega fært fagfólk, þeirra í meðal Solveig
Thelma Einarsdóttir sem lærði á hárgreiðslu-
stofunni Permu, Kristín Halla Hafsteinsdóttir
sem lærði á Fígaró, Birna Dögg Jónsdóttir sem
lærði á Hári í höndum og Guðlaug Helga Guð-
laugsdóttir en hún lærði iðnina í Svíþjóð og síð-
ar á Hárinu. Þær eru allar snillingar í bæði
dömu- og herraklippingum og greiða, blása og
lita eins og englar þegar þess er óskað. Hár-
snyrtivörurnar sem notaðar eru hjá Bættu útliti
eru allt viðurkenndar hárvörur eins og Joico,
Tígí og Fudge. Þær nota einnig mikið litlar hlið-
arlínur Joico og Tígí sem heita Icc og Bed Head.
Þessar hárlínur eru sérhæfðar í vönduðum
formunarefnum. Hárlitirnir sem þær nota eru
frá Matrix. Elín G. Jóhannsdóttir, annar eigenda
Bætts útlits, setur gervineglur á konur. Hún
lærði þá list á Naglastofu Kolbrúnar Jónsdóttur.
Á sólbaðstofunni eru þrír Black Power bekkir með fjörutíu og
tveimur 100 w perum og þrjú
andlitsljós með sex 400 w per-
um. Allt umhverfi sólbaðstof-
unnar er notalegt og hlýlegt
svo allir viðskiptavinir slaka vel á
í hlýjum bekkjunum. Þar eru líka þrír
sturtuklefar sem tryggir að enginn þurfi að
bíða eftir að geta þvegið sér eftir
tíma í bekkjunum. Sólbaðstofan
býður viðskiptavinum til kaups
sólbrúnku- og rakakrem frá Ban-
ana Boat og California Tan.
Þar er einnig að fá ýmsar
vörur til betri
naglaumhirðu og vand-
aðar sokkabuxur.
Bætt útlit leggur áherslu á
að viðskiptavininum finnist hann velkominn
og honum líði vel meðan á heimsókn hans á
stofuna stendur.
Texti: Steingerður Steinarsdótt i r