Vikan


Vikan - 02.05.2000, Page 52

Vikan - 02.05.2000, Page 52
Nú fer að náigast sá tími þegar ófáar konur draga fram tuskur, fötur, skrúbba og sápu- efni og endasendast upp um alla veggi og loft við að hreíngera. Vorhreingeruing heitir fyrirbærið sem barna um ræðir og er eitthvað sem íslenskar húsmæður sem standa vilja undir nafní hafa stundað um nokkurra áratuga skeið. Flestar nútímakonur eru latari en for- mæðurnar og láta sér oftast nægja að sletta málningu yfir úhreinindin á veggj- unum begar bau eru orðin meiri en góðu hófi gegnir. En til er ákveðin tegund kvenna sem enn sinnir hreingerningaskyldunum af samuiskusemi tvisvar á ári, fyrir jól og undir uorið. Þær taka á verkefninu af mismikilli alvöru eins og geng- ur og gerist. Sumar hafa á kynningum keypt sér ofurtuskur fyrir ríflega mánað- arlaun verkamanns og frægar ryksugur sem hreinsa bókstaflega allt. sömu tuskur svo skipta verður um með reglulegu millibili. góði gegnir hér ekki stærra hlutverki en venjuleg ryksuga fyrr en kemur að bólstruðu húsgögnunum sem okkur er svo annt um. Djúpt í iðrum þeirra hafa hreiðrað um sig viðurstyggilegir rykmaurar. Þar fjölga þeir sér líkt og þeir hafi aldrei heyrt nefnt off- fjölgunarvandamál heimsins og kæra sig koll- ótta um hversu andstyggilega ljótir þeir eru. Gæðingurinn gljáfagri lætur sig ekki muna um að sjúga upp sem svarar öllu mannfólki Kínaveldis af þessum smákvikindum í ein- um andardrætti. Mikil fullnægja hlýtur að fylgja því að vita að manni hafi tekist að fremja slíkt fjöldafjöldamorð á svo örskömm- um tíma. Rúmin, sófarnir, stólar og púðar eru meðhöndlaðir á þennan hátt og konur sem banka sín húsgögn eða láta nægja að ryksuga með venjulegri smáryksugu hljóta að hylja höfuð sitt í skömm þegar þær sjá hversu greinilega samanburðurinn er þeim í óhag. Því auðvitað hljóta konur sem sinna svo vel um hreinlæti á heimilum sínum að vera sín- um nánustu betri og meiri stuðningur en hin- ar. Nýlega barst út sú frétt að nú væri komið á markað ofurstrauborð með áföstu straujárni. Þetta nauðsynlega heimilistæki bætir og kætir. Auk þess herma fregnir að skella megi eiginmanninum upp á borðið og renna straujárninu fína eftir gömlu ferming- arfötunum hans og myndast þá egghvöss brot í útvíðu bítlabuxurnar og þær geti því dugað einn ganginn enn á árshátíð fyrirtækisins. Þótt herlegheitin kosti á við sumarfrí á Spáni fyrir einn þarf ekki að sýta það því þessi sparnaður í fatahreinsunargjöldum og fata- kaupum mun borga það upp á innan við ári. Þegar vorið nálgast kætast þessar konur, ekki við að horfa á gróand- ann sem stingur litlum grænum sprotum upp úr moldinni, heldur við að kíkja á snyrtilega tuskuhrúguna í skúff- unni og gljáandi stálryksugufákinn í skápn- um. Hreingerningakonurnar hugumstóru byrj a í eldhúsinu og velj a vandlega þá ofurtu- sku sem hæfir eldhúsinu, málið er ekki flók- _ ið því hver tuska hefur yrjur og litur þeirra ~ gefur til kynna hvaða herbergi hún hæfir og hvaða verki. Veggir, bekkir borð og tæki eru “ vandlega þrifin með þessari undratusku og “ sérframleiddri einstaklega umhverfisvænni “ sápu. Næst er dregin fram fagurlega yrjótt of- ^ urtuska ætluð á gler og glugginn pússaður þar _ til hann gljáir. Ryksugufákurinn góði, sem svo « sannarlega mætti kalla hreinræktaðan veð- u hlaupagrip fremstan meðal jafningja í dýra- c tegundinni ryksugur. Ryksugan sú minnir ® ekki á neinn hátt á venjulegar, hógværar smá- w pöddur frá AEG, Electrolux og öðrum fram- leiðendum. Þærerujafnlangtþarfráogjarð- x ýta frá skóflu, þetta er iðnaðartæki fremur en “ heimilistæki. Ryksugan góða kemur næst í eldhúsin og hún fær að sjúga ryk upp úr ofn- um og af gólfum. Skipt er um haus og settur sérstakur pússhaus sem nuddar ofninn og eldavélina þangað til allir ljótir blettir hverfa og gamla „rúffið" verður eins og nýtt. Baðherbergið er næst og þangað ferðast dugnaðarforkarnir með tvær gerðir ofurklút- anna góðu og síðan er rogast með fákinn stóra á staðinn. Nú eru tengdir við hann nuddhausar og allir aðrir hausar sem hugsan- lega kunna að koma að notum. Sogið er svo sterkt að það getur náð stíflu úr vaski og svo má snúa því við og fá blástur úr tækinu og þar með blása jukkinu út á hafs- auga í einum góðum blæstri. Nuddhausinn gælir við flísarnar og nær af þeim aldargöml- um óhreinindum og kísil og þær gljá sem aldrei fyrr. Tuskurnar vinna sitt verk hér á postlíninu í hreinlætistækjunum og auka ljóma þess og lit. Hér má vel dveljast dag- part áður en hreinlætisþörfinni er fullnægt. Fjöldamorð án samuiskubits Stofur og herbergi fá sinn skammt af gæða- tuskustrokum. Gluggar og húsgögn þola ekki

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.