Vikan - 02.05.2000, Side 59
1. Karllitningar hjálpa til
Karlmenn hafa ekki átt í
miklum erfiðleikum með að
klífa metorðastigann fram til
þessa. Ef þú ert karlmaður,
þarftu sjálfsagt ekkert á þess-
um ráðum að halda en konur
ættu að halda áfram að lesa.
2. Byrjaðu neðst
Allir þurfa að byrja ein-
hvers staðar og af hverju ekki
neðst? Reyndu að nota tæki-
færið á meðan þú sleikir um-
slögin til að læra af umhverf-
inu, t.d. hvað ber að varast.
Um leið og þér er boðin
stöðuhækkun eða betra starf,
veistu að þú ert byrjuð að
vinna þig upp á við.
3. Notaðu JfllÐ
Jákvætt fólk er alltaf metið
að verðleikum. Ef þú leggur
þig fram við að vera hjálpsöm
við samstarfsmenn þína og yf-
irmenn, muna samstarfsmenn
þínir frekar eftir þér og þú átt
betri möguleika á að komast
áfram. Ekki vera með upp-
gerð, það er fátt eins ömur-
legt og að fylgjast með nei-
kvæðri manneskju sem er að
reyna að þykjast jákvæð og
bjartsýn en bölvar um leið og
hún getur. Ef þú ert já-mann-
eskja, gættu þess að láta ekki
vaða yfir þig. Sú manngerð
getur líka sett mörk og vill
láta virða óskir sínar.
4. Uertu tilbúin að vinna
lengur
Yfirmenn þínir kunna vel
að meta ef þú ert tilbúin að
vinna ómælda yfirvinnu. Til
að fá ennþá fleiri stjörnur hjá
yfirmanni þínum, geturðu
boðist til vera lengur af fyrra
bragði. Starfsmaður sem er
tilbúinn að fórna öllu fyrir
vinnuna, á góða möguleika á
að færast upp á við. Ef þú
færð góðar hugmyndir varð-
andi starfið, komdu þeim á
framfæri um leið og þú getur
og eignaðu sjálfri þér heiður-
inn.
5. Uertu stundvís
Þetta er grundvallarregla
sem þú mátt aldrei gleyma.
Starfsmenn sem eru sífellt að-
eins of seinir, eða mæta hrein-
lega ekki á tilsettum tíma, fá
fljótt það orðspor á sig að geta
ekki mætt á réttum tíma. Það
er góð tilfinning að mæta
fyrstur á vinnustaðinn að vera
hress og kátur og geta boðið
öllum góðan daginn þegar
þeir mæta með stírurnar í
augunum.
6. Lánu vaða
Besta leiðin til að sam-
starfs- og yfirmenn taki eftir
þér, er að vera ófeimin að
koma fram með nýjar hug-
myndir og lausnir. Þú þarft
ekki að tilkynna allt sem þér
dettur í hug á fjölmennum
starfsmannafundi en það er
um að gera að vera óhrædd-
ur við að koma skoðunum
sínum á framfæri við hentug
tækifæri.
7. Uertu ákveðin
Markaðu ákveðin ramma í
kringum störf þín og haltu
vörð um hann. Skipulagðir
starfsmenn, sem hafa gert
áætlanir fram í tímann, eru
líka mjög vinsælir. Ekki láta
aðra samstarfsmenn rugla þig
í ríminu og gættu þess líka að
gefa þeim ekki of mikið upp
um fyrirætlanir þínar.
8. Kynæsandi klæðnaður
Það er ástæðulaust að klæð-
ast rifnum gallabuxum og
upplituðum bol, þótt þú sért
ekki ennþá orðin yfirmaður.
Vertu klædd snyrtilegum
fatnaði og ef þig langar að
fara í þrönga bolinn og stutta
pilsið, láttu það eftir þér. Ekki
láta það hvarfla að þér að þú
komist á toppinn, vegna
klæðnaðarins eingöngu, en
sambland af gáfum og snyrti-
legu útliti hefur skilað mörg-
um í toppstöðu.
9. Geymdu vandamálin
heima
Yfirmaður þinn hefur eng-
an áhuga á hversu oft hund-
urinn þinn fór að pissa síðast-
liðna nótt eða hvað amma þín
hefur verið lengi á Reykja-
lundi. Það er sjálfsagt að ræða
persónulegu vandamálin sín
við einn eða tvo nána sam-
starfsmenn, en að íþyngja öll-
um með vandamálum þínum
er einfaldlega of mikið. Yfir-
menn hafa í nógu öðru að
snúast en að fylgjast með fjöl-
skylduharmleikjum hvers
einasta starfsmanns.
10. Búðu til góða ímynd af
yfirmanninum
Ef þú hefur einhver tök á
að skapa jákvæða ímynd af
yfirmanninum, notaðu endi-
lega tækifærið. Hrósaðu hon-
um þegar hann heyrir ekki til
og reyndu að hlaða hann lofi
við öll tækifæri. Leyfðu hon-
um að njóta viðurkenningar-
innar þótt hann eigi hana
kannski ekki einn skilið. Ef
þetta er almennilegur yfir-
maður, þá nýtur þú þess áður
en þú veist af.
11. Símasálfræði
Skrifstofustörf eru að
miklu leyti unnin í gegnum
síma. Hér koma nokkur góð
ráð til að auka á vinsældir þín-
ar á skrifstofunni.
Þó að viðmælandi þinn hafi
svarað símanum, byrjaðu
alltaf á því að spyrja hvort þú
sért að trufla eða eigir að
hringja síðar. Vertu hnitmið-
uð og komdu því að sem þú
þarft að koma á framfæri og
endaðu svo símtalið. Það er
óþolandi að sitja uppi með
blaðrandi fólk sem hefur
greinilega ekkert að gera í
vinnunni.
Þakkaðu fólki fyrir að svara
skilaboðum, tölvupósti og
símtölum frá þér.
Ef þú situr uppi með ein-
hverja blaðurskjóðu, segðu
að þú sért á leiðinni á fund
eða þurfir að snúa þér að öðr-
um verkefnum á eins kurteis-
an hátt og þú hugsanlega get-
ur.
12. Uertu hakkiát
Velgengni er ekki sjálfsögð
og þeir sem eru á toppnum
vita að hún er fallvölt. Sýndu
tilfinningar þínar þegar vel
gengur en láttu erfiðleikana
ekki stöðva þig. Leiðin er
ekki alltaf upp á við og því
verður að búast við því að
stundum gangi illa. Horfðu
fram á við á slæmum dögum.
13. Sýndu óbrjótandi um-
burðarlyndi
Samstarfsmenn þínir eru
manneskjur, rétt eins og þú,
og því skaltu sýna þeim virð-
ingu þótt þú þolir þá ekki. Þú
þarft ekki að segja þeim ævi-
söguna en það minnsta sem
þú getur gert er að sýna þeim
tillitssemi og kurteisi. Allir
þekkja það frá sínum vinnu-
stað að a.m.k. einn samstarfs-
maðurinn er hreinlega óþol-
andi, hann getur t.d. verið
frekur, hávær, dónalegur eða
forvitinn. Við því er ekkert að
gera nema að leiða það hjá
sér. Starfsmenn sem eru sífellt
að nöldra yfir öðrum sam-
starfsmönnum kunna ekkert
fyrir sér í mannlegum sam-
skiptum og því er spurning
hvort viðkomandi hafi eitt-
hvað að gera í stjórnunar-
starf.
14. Kynnstu rétta fólkinu
Það kemur sér alltaf vel að
eiga góða vini, svo ekki sé
minnst á áhrifamikla vini. Það
virkar vel á yfirmennina að
geta sagst hafa farið út að
borða með ráðherrum og
fræga fólkinu. Að þekkja alla
toppana í sínu fagi kemur þér
á réttan stað að lokum.
15. Kíktu við i kaffi
Þeir sem ætla sér á toppinn,
verða að vera duglegir að
rækta sambandið við yfir-
mennina. Næst þegar þú
gengur framhjá skrifstofum
þeirra, líttu inn til þeirra með
kaffibolla og farðu að spjalla
við þá. Þeir hafa eflaust gam-
an af því að heyra hvað þú
hefur að segja og kunna að
meta þessa nálgunaraðferð
þína. Kannski hafið þið sam-
eiginlegt áhugamál og getið
sinnt því að lokinni vinnu.
Vikan
59