Vikan


Vikan - 16.05.2000, Side 4

Vikan - 16.05.2000, Side 4
Kæri lesandi Bras og Bretar áBenidorm Eg taldi mig lánsama að eiga þess kost að komast í sólina á Benidorm yfir páskana. Við skruppum tvœr saman vinkonurnar með börnin okkar, stungum páskaeggjum og sólarolíu ofan íferðatöskur ogfórum brosandi um borð í leiguflugvél ferðaskrifstof- unnar. Vélin var stappfidl af náhvítum íslendingum sem voru búnir að fá sig fullsadda afhörðum og löngum vetri. Kætiferða- langanna beið þó talsverð- an hnekki vegna ömurlegr- ar þjónustu hins spœnska flugfélags. Flugliðarnir voru með eindœmum fúlir á svip og önugir í samskipt- um. Þjónustan var nánast engin og börnin, sem og fullorðnir, orðin mjög pirruð á að fá ekkert að drekka. Ég held ég hafi hringt bjöllunni 30 sinnum áður en þolinmœði mín brast og ég hóf dauðaleit að flugfreyjunum sem höfðu ekki séstáferli í hálftíma og allar bjöllur voru rauð- logandi. Égfann þœr í hnipri í eldhúsinu þar sem þœr voru að borða í mestu makindum og sögðust ekki sinna köllum þyrstra og pirraðra farþega fyrr en þær hefðu lokið því að borða. Og ég sem hélt að þœr vœru að vinna! Undir lokflugsins tókst okkur þó að kreista út drykki en þá var engin skiptimynt til á bœnum. Ég var ein fjölmargra sem var ósátt við að greiða 1000 peseta fyrir eina kókdós og þurfa stöðugt að biðja um afganginn, sem aldrei barst. Fríið reyndist ágætt en það var ekki ferðaskrifstofunni að þakka heldur öllu frekar jákvœðni okkar stallna og ákveðni í að gera það besta úrfríinu. Hótelið var gott þótt engin væri þar þjónust- an og staðsetningin ekki skemmtileg. Við vorum um- kringd fullum, breskum fót- boltabullum og fiölskyldum þeirra sem settu vœgast sagt leiðinlegan blæ á fríið okk- ar. Við fundum enga sœta, spœnska veitingastaði sem við höfðum hlakkað til að njóta en hins vegar var allt morandi í breskum bras- búllum með beikon, bakað- ar baunir og lifrarpæ sem aðaluppistöðu matseðilsins. Á heimleiðinni biðum við í rúman klukkutíma eftir rút- unni sem átti að fara með okkur út á flugvöll og vor- um að auki læst úti, þar sem enginn var að vinna í gestamóttökunni frekar en vanalega. Við vorum u.þ.b. hálfnuð út á flugvöll þegar það hvellsprakk á rútunni og við urðum að keyra á 10 km hraða það sem eftir var leiðarinnar því bílstjórinn var ekki svo forsjáll að vera með varadekk ífarteskinu. Ég hélt að ég myndi aldrei segja þetta - en guði sé lof fyrir Flugleiðir. Hrund Hauksdóttir ritstjóri Ritstjórar: Jólianna G. Harðardóttir og Hrund Hauksdóttir, vikan@frodi.is. Útgefandi: Fróði hf. Seljavegi 2, sími: 515 5500 fax: 515 5599. Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson. Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðviksson, simi: 515 5515. Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir, simi: 515 5512. Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Gunnhildur Lily Magnusdóttir, Guðriður Haraldsdóttir og Margrét V. Helgadóttir. Auglýsingastjórar: Ingunn B. Sigurjónsdóttir og Sigriður Sigurjónsdóttir vikanaugl@frodi.is. Grafískur hönnuður: Guðmundur Ragnar Steingrimsson. Verð i lausasölu 459 kr. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti 344 kr. á eintak. Ef greitt er með gíróseðli 390 kr. á eintak. Litgreining og myndvinnsla: Fróði hf. Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Áskriftarsími: 515 5555

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.