Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 18

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 18
Magnúsdóttir. Sumarið er sá tími ársins er mörg iiundruð pör iáta ást sína og tryggð frammi fyrir guði og mönnum og ganga í Itjónaband. Forsendur hjónabandsins eru að siáifsögðu fyrst og fremst ást og virðing en begar kemur að stóra deginum vilja flestir gera sér glaðan dag og hafa hina ytri umgjörð sem glæsilegasta. flð ýmsu er að hyggja er halda skal brúðkaup og hví er ágætt að hafa gott skipulag við undirbúning brúðkaupsins svo hessi ytri umgjörð hvælist ekki um of fyrir hinum verðandi brúðhjónum. Fastsettu stað og stund Þegar bónorðið hefur verið borið upp er næsta skref að fast- setja stað og stund. Ætla brúð- hjónin að gifta sig í kirkju eða á borgaralegan hátt og hafa þau ákveðna kirkju eða stað í huga? Vinsælar kirkjur eru oft mjög þéttsetnar af brúðhjónum sem þar vilja giftast og því er ráð að kanna í tíma hvort kirkjan sé laus. Einnig þarf að ákveða hvar veislan á að fara fram. A hún að fara fram í heimahúsi eða í sal úti í bæ? Meiri- hluti brúðkaupsveislna nú til dags fer fram í veislusölum. Mikilvægt er að kanna hvaða salir eru í boði og gera sam- anburð á því hvað er innifalið í leigunni á salnum, t.d. hvort þjónar og leirtau fylgi. Nluna eftir vottorð- unum Áður en vígslan fer fram þurfa allir nauð- synlegir pappírar að vera í lagi. Hér á íslandi er málið mun einfaldara en í mörgum löndum þar sem mikið pappírsflóð fylgir hjónavígslunni. Hérlendis þarf einungis að útvega vottorð um hjúskaparastöðu sem fæst á Hagstofunni, þ.e. hvort viðkomandi sé frá- skilin(n), ekkja/ekkill eða einhleypur og svo þarf fæðingarvottorð. Hver heldur brúð- kaupiðP Áður fyrr var það venjan að foreldrar brúðarinnar héldu brúðkaupið og bæru því kostnaðinn af því. í dag er öldin önnur þar sem fólk giftir sig almennt þegar það er eldra en hér áður fyrr og flestir hafa búið saman áður en að gift- ingunni kemur. Ef brúðhjónin eru bæði útivinnandi er sennilega eðlilegt að þau beri kostnaðinn, að minnsta kosti að hluta til, af brúðkaupinu. Ef foreldrar brúð- hjónanna vilja hjálpa til má t.d. skipta því þannig að foreldrar brúðarinnar borgi matinn og/eða kökurnar og foreldrar brúð- gumans drykkjarföngin. Gestalisti og boðskort Næsta skref er að setja saman gestalista til að sjá nokkurn veg- inn hversu mörgum von er á í veisluna. Síðan þarf að senda út boðskortin. Gott er að biðja þá sem boðnir eru að láta vita fyrir ákveðinn tíma hvort þeir komist í brúðkaupið eða ekki svo endan- leg tala gesta fáist. Matur og borðskipan Þegar gestalistinn er kominn er nauðsynlegt að fara að huga að veitingum í veislunni. Á að vera heitur matur, pinnamatur, kök- ur eða hlaðborð? Einnig þarf að huga að drykkjarföngum og gleymið ekki börnunum og þeim sem ekki drekka áfengi. Ef ætl- unin er að skála í kampavíni er sniðugt að hafa eplasafa eða Sprite fyrir þá sem drekka ekki kampavín. Brúðhjónin þurfa einnig að ákveða hvernig fyrir- komulag borðhaldsins eigi að vera. Ef ætlunin er að hafa svo- kallað „sitjandi" brúðkaup, þar sem brúðhjónin og nánustu ætt- ingjar sitja við háborð en aðrir við borð úti í sal, er gott að merkja hvar hver og einn á að sitja og sjá til þess að þeir gestir sem sitja saman á borði geti auð- veldlega talað saman og eigi eitt- hvað sameiginlegt. Ef ætlunin er að hafa svokallað „standandi" brúðkaup með pinnamat og snittum, þar sem meiri hreyfing er á fólki og það situr ekki við borð allan tímann, er nauðsyn- legt að hafa nóg af lausum stól- um svo fólk geti sest niður öðru hvoru. Hjdnabandið „Ekkert hjónaband er vatnshelt, öll hjónabönd leka og þarf aö standa við austur ef þau eiga ekki að sökkva." Úr Dýrðin á ásýnd hlutanna eftir Pétur Gunnarsson. „Ef þú gengur í hjónaband, þá iðrastu þess stundum. En ef þú gengur ekki í hjónaband, þá iðrastu þess alltaf." Ókunnur höfundur. „Það er list að krækja í karlmann en hörkuvinna að halda í hann.“ Simone de Beauvoir. „Hygg ég líka að hvergi sé hin lögmæta ást millum hjóna heitari og innilegri en á Islandi." íslandslýsing Odds Einarssonar. „Læt ég fyrir Ijósan dag Ijós um húsið skína, ekki til að yrkja brag eða kippa neinu í lag, heldur til að horfa á konu mína.“ Lausavísa Páls Ólafssonar. „Þar sem tíðkast hjónabönd án ástar, tíðkast einnig ást utan hjónabands." Benjamin Disraeli. „Hjónabandið er oft góður augnlæknir. Það læknar blinda ást. “ Ókunnur höfundur. „Þau hanga saman í stofunni einsog samlokur en það er ekkert á milli þeirra nema hamingjan sem skilur þau að. Miðaldra hjón eftir Einar Má Guðmundsson. Heimild: Stóra tilvitnanabókin. 18 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.