Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 24

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 24
Gönguferðin (Eftir Veru Wright^) Frú Bernard sueigöi listilega eftir bugðóttum sueitaveginum og gaf bensínið í botn til að auka afl bílsins í brekkunum. Hvað hún elskaði bað að vera hér á ferð og meira að segja sjálf við stýriðl Hann hafði aldrei viljað leyfa henni að keyra utan bæjarins, jafn- vel ekki þegar hann hafði fengið sér rösklega neðan í því. Hún hafði svo margoft sagt honum að hún vildi alveg eins fara ein í sína daglegu göngu í hæðóttu landslaginu fyrir ofan bæinn, en það var ekki við það komandi, hann vildi alítaf keyra hana. Kannski var það ein af að- ferðum hans til að varna því að hún hitti annað fólk. Hann hafði ekki alltaf ver- ið svona. Hún mundi svo vel eftir því þegar þau kynntust. Hún hafði verið blómastúlk- an á sveitahátíðinni og hún vissi vel að hún var glæsileg þann dag. Hann hafði komið á hátíðina með öðrum ungum mönnum sem allir dáðust að henni þar sem hún gekk um milli bæjarbúa og afhenti hverjum þeirra afskorið blóm til að skreyta sig með. Hún hafði viljandi afhent honum einstaklega fallega, rauða rós. Þau hittust oft næstu daga og þau vissu bæði að það var ekki af tilviljun. Hann gætti þess að vera alltaf fínn í tauinu og vatnsgreiddur og hún fór aldrei út fyrir dyr öðruvísi en klædd tælandi, lit- skrúðugum kjólum. Það var svo eitt haustkvöld sem hann bað hennar. Það var undir stóru eikartré og í börk trésins ristu þau upphafsstaf- ina sína í hjarta. Það tré hafði hún ekki heimsótt í fjöldamörg ár. Frú Bernard virti fyrir sér landslagið þar sem hún brun- aði upp brekkurnar. Oft hafði hún komið hingað upp í fjall- ið til að leita að góðum stað eins og í kvöld. Þá hafði hún verið að leita að rétta staðnum til að hugsa, ganga eða safna kröftum. í fyrstunni hafði hún alltaf far- ið ein, en síðustu tíu árin að minnsta kosti hafði hann alltaf komið með henni hing- að. Hún mundi ekki alveg hvernig þetta hafði allt byrj- að. Hann hafði verið svo ljúf- ur og fallegur brúðgumi. Hún mundi enn hvað hann hafði dansað vel í veislunni og hvað hann hafði heillað mömmu hennar upp úr skónum. Hún gat ekki hætt að minna dótt- ur sína á hversu heppin hún væri að hafa náð í svona dá- samlegan mann og að hún yrði að passa upp á að geðj- ast honum vel, hún mætti ekki missa hann til annarrar konu! En það var aldrei hætta á því. Hann sóttist aldrei eftir öðrum konum. Það var ekki vegna annarrar konu sem hann byrjaði á fyrsta rifrild- inu. Ó nei, það var út af hvítu skyrtunni sem hún hafði óvart straujað þannig að það var brot á utanverðri erminni. Hún hafði orðið óskaplega hrædd og skammaðist sín mikið fyrir klaufaskapinn. Það var alveg rétt hjá honum, hún kunni ekki að strauja al- mennilega, hún var ekki alin upp til þess. Hún kunni held- ur ekki að elda brauðsúpu eins og mamma hans hafði alltaf eldað og hún gat ekki einu sinni fengið uppskriftina að henni þar sem gamla kon- an var dáin fyrir löngu. Það var svo margt sem hún kunni ekki og hún vissi vel að hún var ekki hin fullkomna eigin- kona. Frú Bernard reyndi að þurrka þessar ásæknu hugs- anir út úr huga sér. Hún var komin hátt upp í fjallið og nú þurfti hún að fara að litast um eftir vegarslóðanum sem var ekki áberandi og allra síst í ljósaskiptunum. Þennan slóða hafði hún fundið nótt- ina sem hún strauk. Hún myndi aldrei gleyma þeirri nótt. Það var nóttin sem hann barði hana í fyrsta sinn. Bróðir hans hafði komið í heimsókn og hann hafði lagt hart að henni að gera vel við bróður sinn í mat og drykk. Hann vildi geta verið stöltur af konunni sinni. Hún vildi líka að hann gæti verið stoltur af henni. Svo sannarlega vildi hún sýna fjöl- skyldunni hans að hún væri ekki verri en aðrir Bernardar. Hún hafði steikt önd og búið til sveskjusufflé handa hon- um og hún hafði keypt dýr- indis rauðvín til að hafa með matnum. Hún sá ekki betur en að þeim bræðrum líkaði maturinn og vínið vel og það sama mátti segja um kaffið hennar. Hún gat ekki að því gert að bróðirinn þáði ekki koníak með kaffinu. Hún gat ekki kyrrsett bróður hans fyrst hann vildi frekar ljúka kaffinu og aka heim eftir mat- inn. - En hann var viss um að maturinn og framkoma henn- ar hefði fælt bróðurinn burt. Hann varð mjög reiður og kláraði koníakið sjálfur. Þeg- ar hann var búinn með það kallaði hann á hana og sagð- ist vilja kenna henni hvernig ætti að koma fram við gesti. Hún mundi ekki hvaða ráð hann hafði gefið henni, en hún mundi enn eftir kinnhest- inum og höggunum í síðuna. Þetta kvöld hafði hún ákveð- ið að fara. Hún vissi vel að hún gat aldrei verið honum til geðs og hún vissi líka að hún mundi aldrei verða hamingju- söm með honum eftir þetta. Þessa nótt gekk hún ein upp fjallið og fann þennan vel 24 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.