Vikan


Vikan - 16.05.2000, Síða 30

Vikan - 16.05.2000, Síða 30
Texti: Hrund Hauksdóttir og húðhreinsun Úbarfapjatt, besta leiðin til slökunar eða leyndarmálið á bak við fallega húðP Áhrífamánur andlitsbaða Mörgum þykir slökun einn viðamesti þáttur andlitsbaðs, enda einkennast þau bestu einmitt af góðu nuddi á stöð- um eins og andliti, hársverði, öxlum og hálsi. Andlitsbaðið virkar því bæði sem fegurðar- Eftir andlils- haO ert þú endurnærð og ineð tandur- hreina luið. auki og afslöppun. Mannleg snerting er mikilvæg þar sem hún getur framkallað unaðs- lega slökun sem ekkert krem er fært um. A góðri snyrti- stofu með daufum ljósum, ró- legri tónlist, nýþvegnum handklæðum og ilmolíum getur þú fengið mjög góða slökun sem annars gæti reynst erfitt að ná fram heima fyrir. Það er eins með andlitsböð og vítamín. Sumar konur geta ekki lifað án þeirra en aðrar fussa yfir þeim og telja þau óþarft pjatt. Ef þú eyðir pen- ingum í skrúbbkrem, maska og ýmis næringarkrem þá er kannski ekkert undarlegt að þú veltir fyrir þér hvort and- litsbað eða húðhreinsun á snyrtistofu sé yfirhöfuð nokk- uð nauðsynlegt. Það er best að vega og meta kosti og galla slíkrar meðferð- ar fyrir hvern og einn. Það er hins vegar enginn vafi á því að gott andlitsbað er dásamleg upplifun. Það breytir vissu- lega ekki húðinni eins og ley- sigeislameðferð getur gert og leysir ekki húðvandamál, eins og t.d. ör, en eftir andlitsbað ert þú endurnærð og með tandurhreina húð. Það er vel hægt að gefa sjálfum sér and- litsbað heima ef maður hef- ur góðar vörur og getur gefið sérgóðan tíma. Slökuninsjálf skiptir nefnilega mjög miklu máli og sú vellíðun sem skap- ast af því að næra og gæla við húð sína. Andlitsbað eða húðhreinsun heima fyrir skapar kannski ekki alveg þá dásamlegu slökunartilfinn- ingu sem næst á snyrtistofu í höndum sérfræðings en get- ur samt sem áður gefið frá- bæran árangur. Regluleg and- litsböð og/eða húðhreinsun eru nauðsynleg viðbót við daglega umhirðu húðarinn- ar, rétt eins og regluleg tann- hreinsun hjá tannlækninum er góð viðbót við daglega tannhirðu og djúpnæring á hárgreiðslustofunni stöku sinnum æskileg viðbót við daglega umhirðu hársins. Þar er umhirðan í höndum sér- fræðinga sem eru færari en þú og það sama gildir um andlits- böð og húðhreinsun. Hversu oft á að fara í andlitsbað eða húð- hreinsun? Snyrtifræðingurinn á stof- unni gefur sér tíma til að kynnast húð þinni og komast að því hvað það er sem þú vilt fá út úr tímanum. Hann mun líklega spyrja þig um matar- æði, lífsstíl og hvers konar vörur þú notar. Ráðlegging- ar sem þú færð í snyrtivöru- verslunum geta varla verið eins nákvæmar þar sem tæp- ast gefst nægilegur tími til að sinna húðgreiningu hjá hverj- um og einum, auk þess sem þú gætir verið förðuð og lýs- ingin villandi. Með því að nota stækkun- argler á ófarðaða húð þína getur snyrtifræðingurinn séð ýmislegt undir efsta lagi húð- arinnar, svo sem skemmdir vegna sólbaða, þurrk og húð- vandamál sem þarfnast með- höndlunar húðsjúkdóma- læknis. Slík nákvæm skoðun er nauðsynleg og gerir sér- fræðingnum kleift að ákvarða hvers konar meðferð andlits- húð þín þarfnast. Snyrtifræð- ingurinn getur líka metið hvort þú sért að nota réttu húðhreinsivörurnar og réttu kremin. Það má vel vera að þú hafir eytt miklum pening- um í dýr krem til þess að fá nægilegan raka fyrir þurra húð þína en hafir ekki séð eða fundið neinn marktækan ár- angur. Þá getur snyrtifræðing- urinn hjálpað til og kannski bent þér á að nota léttara rakakrem og drekka meira vatn. Það er langbest ef þú hefur tök á að komast einu sinni í mánuði eða á 6 vikna fresti í andlitsbað eða húðhreinsun. Húðin tekur nefnilega sífelld- um breytingum vegna matar- æðis, almenns heilsufars og streitu. Getur andlitsbað/húð- hreinsun brevtt húðinni? Það er öruggt mál að með reglulegri umhirðu húðarinn- ar getur hún tekið miklum breytingum. Þurr húð getur öðlast æskilegan raka og mýkt og feit húð getur orðið mun viðráðanlegri. Maður getur bæði séð og fundið mik- inn mun á húðinni. Sumir telja að húð með miklum fílapenslum sýni oft- ast mestu breytinguna eftir rétta og reglulega meðhöndl- un. Skrúbbkrem geta losað um stíflaðar svitaholur og minnkað líkurnar á myndun örvefs. Djúphreinsimaski get- ur einnig náð „föstum“ óhreinindum úr húðinni. Snyrtifræðingar eru sam- mála um að húðin verði mun frísklegri og fallegri eftir and- litsbað eða húðhreinsun, að- allega vegna þess að nuddið örvi blóðrásina og bæti súr- efnisflæðið. Með góðum ráð- leggingum frá snyrtifræðingn- um þínum ættir þú að geta viðhaldið frískleikanum auð- veldlega fram að næsta and- litsbaði. 30 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.