Vikan


Vikan - 16.05.2000, Síða 33

Vikan - 16.05.2000, Síða 33
leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar og er eitt af mínum uppáhalds- verkum. A þessu tímabili hafði ég eignast dóttur og þegar hún var sjö mánaða tók ég að mér að hanna búninga fyrir kvikmynd Einars Heimissonar Maríu. Þetta var mikil fjarvera frá heimilinu meðan á tökunum stóð og það má eiginiega segja að ég hafi ver- ið meira og minna fjarverandi í tvo mánuði. Þá hét ég því að ég myndi ekki aftur taka að mér kvikmynd fyrr en dóttir mín væri orðin eldri. Ég hafði hvort sem er nóg að gera í leikhúsinu og við tóku nokkur leikrit þeirra í með- al Skari Skrípó, Latibær og Bugsy Malone í Loftkastalanum. Starfið í leikhúsinu hefur veitt mér hvað mesta ánægju þó ég hafi í raun haft gaman af öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hend- ur og til viðbótar því sem þegar hefur verið upp talið má nefna að ég hef unnið við sjónvarpsauglýs- ingar hjá fyrirtækjum eins og Saga film og Hugsjón.“ Ævintýri í leikhúsi Meðal nýjustu verka Maríu eru Ávaxtakarfan sem Drauma- smiðjan setti upp, leikritið Full- kominn jafningi með Felix Bergssyni sem sýnt er við góðan orðstí í London um þessar mund- ir. Banvænt samband á Njálsgöt- unni eftir Auði Haralds og leik- ritið Ég sé sem sýnt er í Mögu- leikhúsinu. Búningarnir í Ávaxtakörfunni vöktu mikla at- hygli og aðdáun. Talað var um hversu líflegir þeir væru og hug- arflugið óþrjótandi að baki hönn- un þeirra. „í Ávaxtakörfunni gat ég leyft ímyndunaraflinu að njóta sín óbeisluðu. Ég fékk þá hugmynd að við fengjum að sjá inn í ávext- ina. Eplið var opið svo sást í kjarnann, appelsínan afhýdd og annar bananinn var opinn en hinn grænn og óþroskaður. En ekki er hægt að tala um búning- ana án þess að geta Sigrúnar Ein- arsdóttur klæðskerameistara sem útfærði mínar hugmyndir af útsjónarsemi og natni enda hef ég fengið hana til liðs við mig í fjölmörgum öðrum verkefnum. Hún er galdrakerling þegar kem- ur að búningum." Það er Margrét Pétursdóttir leikkona sem er höfundur Ég sé og það er túlkað á táknmáli um leið og talað er. María hannaði einnig leikmyndina í verkinu og þetta er í annað sinn sem hún hannar leikmynd. vinna en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Þetta krefst agaðra vinnu- bragða og einbeitingar og hugmyndirnar þurfa tíma til að þróast. Margt þarf að hafa í huga svo sem ímynd viðkomandi fyrirtækis og fötin þurfa að falla að starfsemi þess. Flug- leiðir lögðu til dæmis mikinn metnað í hönnun starfsmannafatnaðs síns og gáfu sér góðan tíma í hönnun og framkvæmd verksins. Allt sam- starf við Flugleiðir og Artex, um- boðsaðila framleiðandans Balenciaga, var mjög ánægjulegt. Hugsun forsvarsmanna fyrir- tækja gagnvart einkennisfatnaði er mjög að breytast. Imyndarmál eru meira í brennidepli nú en nokkru sinni áður með síharðn- andi samkeppni og breyttu lands- lagi í viðskiptaheiminum. Um- gjörðina verður að skoða í víðu samhengi og það verður að vera samræmi á rnilli fatnaðar starfs- manna og hönnunar þess um- hverfis sem þeir starfa í. Líkt og í leikhúsi er öll svona vinna unn- in í nánu samstarfi margra aðila, eins og hönnuða, markaðstjóra, auglýsingastofa og arkitekta. Þó svo að ég beri ábyrgð á mfnum verkum þá hef ég notið fullting- is fjölmargra vina og samstarfs- aðila og því ósanngjarnt að eigna mér einni heiðurinn." María verður einn þeirra hönnuða sem sýna tískufatnað á tískusýn- ing- unni Future Ice sem haldin er á vegum Menn- ingarborgarinnar Reykjavíkur og Eskimo Models í ágúst í sumar. María er ákaflega spennt yfir þessu verkefni og segir það í raun stórkostlegt tækifæri fyrir ís- lenska hönnuði. „Þetta tækifæri er einstakt og sker sig úr að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem mér gefst kost- ur á að vinna að verkefni sem er í beinum tengslum við mína mennt- un. Mig hefur lengi langað til að takast á við verkefni af þessu tagi en hefur skort tækifæri og tíma. Einangrun íslands er mikið til að hverfa, heimurinn að dragast sam- an í eitt svæði, einn markað, með tilkomu nýrrar tækni. Eskimo Models, Oz, Björk, Móa og fleiri hafa opnað augu heimsins fyrir því sem ísland hefur upp á að bjóða, þar á meðal íslenskri hönnun og tísku. Ég og aðrir tækifærissinnar njótum góðs af öllu saman,“ segir María að lokum og hlær. „Ég sé er leikrit sem er samið sérstaklega fyr- ir allra yngstu leikhús- gestina, á aldrinum eins til fimm ára. Það gerist heldur hægar en yfirleitt tíðkast með efni fyrir börn um þessar mundir. Hröð atburðarás og spenna er einkennandi fyrir nú- tíma barnaefni og þessir yngstu áhorfendur hafa einfaldlega ekki þroska né þolinmæði til að fylgja því eftir og allur boðskapur fer fyrir ofan garð og neðan sökum þess að atburðarásin er oft svo hröð og atvikin gerast mjög hratt. Þetta sést einna best þegar born- ar eru saman eldri og yngri Dis- neymyndir. Bambi og Mjallhvít eru mun hægari en til að mynda Hringjarinn í Notre Dame og Mulan. Sömuleiðis er hlegið að sama hlutnum aftur og aftur í eldri myndunum en nú dugir ekki að bjóða upp á sama brandarann oftar en einu sinni. Augnablikið kemst ekki eins vel til skila, það er farið hjá svo hratt. Ég sé lýsir þroska ungs barns í eitt ár meðan árstíðirnar líða hjá og hver atburður gerist hægt. Barnið lærir að ganga, finna ilm blómanna, gleðjast og hræðast. Sagan er hæg og einföld svo bún- ingarnir og leikmyndin urðu að vera eitthvað fyrir augað. Því var mikið lagt í umgjörð sýningarinn- ar. Ég ákvað að hafa umgjörðina í anda sígildra ævintýra gömlu meistaranna eins og H.C. Ander- sen og Disney og nýtti mér auk þess fleiri ævintýri sem allir kannast við eins og Mjallhvít, Dimmalimm, Öskubusku o.s.frv. Garðálfurinn er til að mynda með svuntu, skóflu, skegg og fræ- poka rétt eins og garðálfa er sið- ur og álfadrottningin með fallega gullkórónu og í síðum kjól. Lítið garðshlið og falleg tjörn umvaf- in blómum sem breytast í fjúk- andi haustlauf einkenna svo leik- myndina." Sérhannaður einkennis- fatnaður María hefur einnig fengist við að hanna einkennis- og starfs- mannafatnað. Nýjasta verkefni hennar var að hanna búninga fyr- ir Flugleiðir og Edduhótel- in. I sumar leggur hún lokahönd á nýjan starfsmannafatnað Sammvinnuferða Landsýnar. „Hönnun ein- kennisfatnaðar er tímafrekari og meiri

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.