Vikan


Vikan - 16.05.2000, Side 36

Vikan - 16.05.2000, Side 36
Heitar rúsínu- pönnukökur með ís Þessa pönnukökuhræru má eiga tilbúna í ískápnum og það er afar fljótlegt að steikja kökurnar á pönnu og leggja ískúlur úr boxi á milli þeirra. Einnig má vera búið að steikja pönnukökurnar og bregða þeim örstutta stund í brauðristina eða ör- bylgjuofninn áður en réttur- inn er borinn fram. Þetta er mjög spennandi og bragð- góður réttur sem vekur at- hygli. Efni: 200 g hveiti 60 g púðursykiir 2egg 3 dl mjólk 50 g rúsínur Múskat framan á hnífsoddi olía til að steikja upp úr Is að eigin vali (t.d. vanillu eða rommrúsínuís) Blandið saman hveiti og púðursykri í stóra skál og gerið holu í miðjuna. Setið eggin og örlitla mjólk í miðj- una og hrærið varlega sam- an frá miðju. Bætið mjólk- inni smátt og smátt saman við meðan hrært er. Setjið Múskat og rúsínur í þegar deigið er orðið samfellt. Hitið vel steikarpönnu og þekið botninn vel með olíu. Notið stóra skeið við að setja deigið á pönnuna og steikið kökurnar þar til gull- inbrúnar á báðum hliðum. Borið fram volgt með ískúlu(m) að eigin vali og ekki sakar að hafa góða súkkulaðisósu með.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.