Vikan


Vikan - 16.05.2000, Page 46

Vikan - 16.05.2000, Page 46
Miranda Lee HNEYKSLANLEGT BÚNORD ykkar fyrirtæki fyrir samn- ingsbrot," sagði Hester ís- kaldri röddu. Laura dáðist að ákveðni hennar. Hún var ekki viss um að hún gæti verið svona ákveðin. Sú hugsun flaug í gegnum huga hennar að ef hún stofnaði einhvern tímann fyrirtæki sjálf þá vildi hún hafa Hester sér við hlið. „Herra Turner,“ sagði Hester stutt í spuna. „Þetta er Hest- er Appleyard hjá Fenwick Fashion. Gerir þú þér grein fyrir því að kjólarnir frá fyr- irtæki þínu sem voru að koma í hús til okkar eru síður en svo jafngóðir og sýnishornin sem við skoðuðum? Vissir þú það ekki? Það finnst mér skrýtið en það skiptir mig engu máli þar sem að þú varst búin að lofa að kjólarnir yrðu alveg eins og sýnishornin. Þú verð- ur bara að standa við það eða þú hefur verra af! Okkur dettur ekki í hug að selja þessa druslulegu kjóla þína í verslunum okkar,“ sagði Hester og skellti á. ,,Vá, þú ert greinilega með bein í nefninu," sagði Laura full aðdáunar. „Veil Drake hvers konar einvaldi hann er að fara að giftast ?“ spurði hún hlæjandi. „Hann veit að minnsta kosti að ég er mjög skapstór en það gengur nú allt vel hjá okkur. Hvernig gengur annars hjá ykkur ? Þú virðist svolítið nið- urdregin í dag,“ sagði Hest- er. „Æi, það er ekkert merkilegt. Dirk er bara að fara til Bris- bane í nokkra daga og ég veit að ég á eftir að sakna hans mjög mikið.“ „Af hverju tekur þú þér ekki langt hádegishlé og hittir hann þá?“ spurði Hester. „Nei, ég veit hvað þú skalt gera. Þú skalt frekar taka þér frí það sem eftir er dagsins. Eg get alveg stjórnað skrif- stofunni ein í dag,“ bætti Hester við. „Er það?“ spurði Laura glöð. „Það væri alveg frábært. Ég veit að hann er á skrifstofunni núna og ég er ekki nema fimm mínútur þangað með leigubíl,“ sagði Laura. Stuttu síðar var Laura kom- in að háhýsinu þar sem Dirk var með skrifstofu. Sem bet- ur fer var June, hinn slúður- gjarni einkaritari Dirks, á tali við aðra konu og tók því ekk- ert eftir Lauru er hún gekk fram hjá henni. Laura kærði sig ekki um að June ryki beint í Claudiu og segði henni að Laura hefði komið á skrifstof- una á miðjum degi. Laura var hins vegar rifin upp úr þessum hugsunum sínum þegar hún fann sterka ilm- vatnslykt koma á móti sér. Hún stoppaði fyrir framan hálfopnar skrifstofudyrnar og stóð kyrr um stund í stað þess að kalla á Dirk. Hún kannað- ist við þessa ilmvatnslykt en mundi ekki hvaðan. „Hvað ertu eiginlega að gera þarna inni, Virginia? Hversu langan tíma tekur það eigin- lega fyrir þig að taka þig til? Við missum af vélinni ef þú flýtir þér ekki,“ heyrði Laura Dirk segja. Laura fraus. Virginia? Hvað var hún að gera inni hjá Dirk og af hverju voru þau að fara saman til Brisbane ? „Þú ert alltaf að reka á eftir mér. Jæja, en hvernig líst þér á ?“ sagði Virginia smeðju- lega. „Þú lítur alltaf frábærlega vel út, Virginia. Hættu að reyna að veiða upp úr mér fleiri gullhamra," sagði Dirk. „Og þú ert alltaf sami skít- hællinn, Dirk Thornton. Hverju laugstu eiginlega að þessari litlu sætu eiginkonu þinni í þetta skiptið?" spurði Virginia. Lauru fannst hjarta sitt hætta að slá smástund. „Ég sagði henni sannleik- ann,“ sagði Dirk. „Ekki allan sannleikann, vona ég,“ sagði Virginia og hló. „Ég vona að þú hafir bókað okkur inn á almennilegt hót- el í þetta skiptið. Ég vil aðeins það besta,“ bætti Virginia við. „Já, ég hef nú komist að því. Ég fékk reikninginn í gær fyr- ir litla, svarta kjólinn sem þú keyptir. Gastu ekki keypt eitt- hvað aðeins ódýrara?“ spurði Dirk. „Þú sagðir að ég ætti að kaupa eitthvað mjög kynæsandi og það kostar sitt,“ sagði Virginia. Lauru varð illt og hún hljóp út úr byggingunni. „Ég mun missa vitið,“ sagði hún við sjálfa sig áður en hún settist inn í leigubíl og hélt af stað út í buskann. Meiriháttar tilboð fyrir áskrifendur .M a í :' V i k u n n a r ! U C ]1 ■ ) L, "i L____LJlj L_j Lj í L u u Li a f li e s s u m ið kynnum tii leiks Fróðakortið sem getur orð- ið þér til hagsbóta á ýmsum sviðum því fram- vegis munum við mánaðarlega kynna ýmis spennandi tilboð fyrir áskrifendur Vikunnar. Það borgar sig því að fylgjast vel með sérkjörum og til- boðum okkar. I maí verða Vikan og verslunin Tekk vöruhús, Bæj- arlind og Kringlunni með frábært tilboð fyrir áskrif- endur blaðsins. Gegn framvísun Fróðakortsins fást þessar glæsilegu glæsilegu vörum vörur með 25 % afslætti á meðan birgðir endast. Þessi tekkskápur með gleri í hurð er glæsilegur hvar sem hann er settur. Hann geta áskrifendur Vik- unnar eignast með 25% afslætti í maí. Gluggatjöldin, rúmteppið og púðaverin gera heimilið enn fallegra og það er um að gera að nota tækifærið meðan hægt er að fá þessa einstöku gæðavöru með miklum afslætti! Tekk vöruhús er til húsa við Bæjarlind 14-16 (s: 564- 4400) og í Kringlunni 4, (s: 5814400).

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.