Vikan


Vikan - 16.05.2000, Qupperneq 48

Vikan - 16.05.2000, Qupperneq 48
Spennusagnadronning kafar f sálardjúp glæpamanna Nýjasta drottning spennusagn- anna er bresk, eins og flgatha Christie, og heitir Minette Walt- ers. Bækur hennar eru myrkar og með sálfræðilegu ívafi, enda er konan áhugamanneskja um hau fræði. Gerðar hafa verið kvikmyndír eða sjónvarpsbættir eftir öllum bókum Minette nema beirri nýjustu. Ríkissjónvarpið sýndi bæði The lcehouse (ís- maðurinn) og The Echo (Berg- málið). Á Stöð 2 sló Miranda Ric- hardsson svo í gegn í hlutverki sínu í The Scold’s Bridle (Norna- gríman) en áður hafði stöðin haft tii sýninga bætti eftir fyrstu bók Minette Walters The Sculptress (Þungar sakir). Fram- haldsmynd síðasta mánaðar á Stöð 2 var svo The Dark Room (Myrkur hugans) sem öllum bótti geysilega áhrifamikil nema að- dáendum Walters sem fannst of frjálslega með sögubráð bókar- innar farið. Minette Walters hóf starfsferil sinn á tímaritinu British Woman ~ Weekly sem er Vika breskra ■° kvenna. Hún var aðstoðarrit- ■a " stjóri tímaritsins en sneri sér “ síðan að því að skrifa róman- - tískar framhaldssögur sem ^ birtarvoruíblaðinu. Minette giftist og eignaðist tvö börn « og helgaði sig uppeldi þeirra £ næstu árin. Fertug hóf hún ™ nýjan feril og fór að skrifa ® spennusögur. Afraksturinn co var The Sculptress sem hlaut ” Edgar verðlaunin árið 1994. x Edgar verðlaunin eru kennd “ við Edgar Allan Poe og eru árlega veitt spennusagnahöf- undum sem þykja skara fram úr fyrir ævistarf sitt og einnig er valinn besti byrjandinn og þá viðurkenningu hlaut Minette. The Sculptress fjallar um kvenrithöfund sem þjáist af ritstíflu.Útgefandi bóka hennar setur henni þá úrslita- kosti að skrifa bók um konu sem situr í fangelsi fyrir óvenju hrottalegt morð á móður sinni og systur ella verði samningi hennar við út- gáfufyrirtækið rift. Rithöfundurinn Rosalind Leigh er treg til verkefnisins í fyrstu en smátt og smátt nær hin sér- stæða persóna Olive Martin, sem mótar mannamyndir úr vaxi í fangelsinu, tökum á rithöfundinum. Hún fer jafnvel að trúa á sakleysi hennar. Svo fer að lokum að í sameiningu tekst konunum tveimur að tína til alla málavexti og margt kemur upp á yfirborðið í tengsl- um við morðið sem áður var hulið. Persónurbyggðar á föngum Getgátum var að því leitt þegar The Sculptress kom út að hún byggði á sögu breskr- ar konu sem um það leyti sat í fangelsi fyrir ekki ósvipað morð. Minette Walters hefur frá árinu 1989 í sjálfboða- vinnu tekið þátt í starfi líkn- arsamtaka sem heimsækja fanga í fangelsum. Margir töldu að hún hefði heimsótt þá konu sem sagan átti að vera sniðin eftir og byggt á samtölum þeirra. Minette sjálf hefur þverneitað að svo sé. Hún segist að vísu byggja mikið á reynslu sinni af heim- sóknum til fanga en engin einn einstaklingur hafi orðið henni fyrirmynd að einhverj- um skáldsagnapersóna sinna. Minette var að því spurð í viðtali á dögunum hvað yrði til þess að kveikja með henni hugmynd að bók. „Nánast hvað sem er sem veitir einhvers konar upplýs- ingar,“ svaraði hún. „Dag- blöð, bækur, sjónvarp, Radio 4 í Bretlandi, fangelsisheim- sóknir mínar og samtöl við ókunnuga. Allt þetta getur orðið kveikja að bók eða per- sónu.“ Hún er mjög agaður per- sónuleiki og skrifar alltaf í tólf tíma á dag. Hún er mikil áhugamanneskja um sálfræði og afbrotafræði og á heimili hennar í Hampshire er að finna heilt bókasafn uppfletti- rita um þessi efni. Hún les geysilega mikið og bókin sem hún las síðast er Cries Unhe- ard eftir Gittu Sereny. Sú bók er saga Mary Bell sem var ell- efu ára þegar hún drap tvo litla drengi. Umfjöllun um bókina var í 6. tbl. Vikunnar. Minette segist einnig vera um það bil að hefja lestur bókar- innar Happy like Murderers eftir Gordon Burn en það er saga Freds og Rosemary West, sem eru meðal verstu fjöldamorðingja sem Bret- land hefur þekkt. Þau drápu að minnsta kosti níu konur áður en upp um þau komst. Hugsanlega er lestur þessara bóka undirbúningur fyrir næstu sögu Minette Walters. „Ég hef mikinn áhuga á því um þessar mundir hvernig vondir foreldrar ala upp vonda foreldra," segir hún. „Það heill- ar mig gjörsam- lega hvernig hægt er að rjúfa þennan víta- hring sem mynd- ast í brotnum fjölskyldu. Saga mín The Scold’s Bridlefjallar um þetta. Lesendur taka gjarnan mest eftir því í þeirri bók að barnið er mis- notað kynferðis- lega en ég hafði meiri áhuga á hvernig því var misþyrmt með orðum. Ég sjálf tel það mun verri mis- þyrmingu. Ég veit satt að segja ekki hvernig barn sem vex upp við stanslausa gagn- rýni á að geta haft öðlast nokkra sjálfsvirðingu." Titillinn The Scold’s Bridle er heiti á gamaldags pynding- artæki sem Minette sá í fyrsta sinn ellefu ára gömul á safni í Richmond á Englandi. „Þegar ég sá þessa grímu varð ég gagntekin af henni og því hve andstyggilegt og áhrifaríkt tæki hún var til að hindra eðlilega tjáningu manneskjunnar," segir hún. Dervla Kirwan í Mvrkur luigans. 48 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.