Vikan


Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 53

Vikan - 16.05.2000, Blaðsíða 53
 aflað henni sömu virðingar og viðurkenningar og sviðsleik- urinn og leikur hennar í Ally McBeal. Þar má meðal ann- ars nefna myndirnar The Quiz Show, The Birdcage og Draumi á Jónsmessunótt sem frumsýnd var á síðasta ári en náði ekki miklum vinsældum. Calista ætlaði sér þó alls ekki að verða sjónvarpsleik- kona og því þurftu framleið- endur Ally McBeal þáttanna, sem sáu Calistu á Broadway og hrifust af henni, að beita hana miklum þrýstingi áður en hún fékkst til að taka að sér hlutverk Allyar. Sennilega sér hún ekki eft- ir því núna því þættirnir mala gull og Calista er vinsælli en nokkru sinni fyrr. Asíska ísdrottningín Leikkonan Lucy Alexis Liu fæddist 2. desember 1968 í Queens-hverfinu íNew York. Lucy hefur vakið verðskuld- aða athygli fyrir leik sinn í Ally McBeal og er hún ein af fáum banda- rískum leikkon- um af asísk- um upp- runa sem notið hefur almennra vin- sælda í sjónvarpi þarlendis. Lucy var góður námsmað- ur og útskrifaðist úr fram- haldsskóla með góðar ein- kunnir og hélt síðan til náms í Michiganháskóla. Þaðan úít skrifaðst hún með gráðu í asískum tungumálum og asískri menningu auk þess sem hún lagði stund á leiklist, dans og söng meðan á námi þar stóð. Lucy er greinilega trú upp- runa sínum og forfeðrum því þrátt fyrir að vera borin og barnfædd í New York talar hún Mandarín-kínversku reiprennandi og æfir austur- lenskar bardagalistir af mikl- um móð. Auk þess er hún góður áhugaljósmyndari og hefur haldið einkasýningar á verk- um sínum í New York og Los Angeles. Feril sinn sem leikkona hóf Lucy í unglingasápunni Beverly Hills 90210 þar sem hún var í litlu gestahlutverki. Það hlutverk leiddi til þess að hún fékk fleiri lítil hlut- verk í nokkrum sjón- varpsþáttum og lítil kvikmyndahlutverk meðal annars í mynd- inni Jerry Maguire með Tom Cruise. Segja má að þættirnir um Ally Mcbeal hafi skot- ið Lucy upp á stjörnuhimin- inn líkt og Calistu þótt byrj- unin hafi verið örlítið brös- óttari hjá Lucy. Hún sótti nefni- lega fyrst um hlutverk lög- fræðingsins Nelle Porter í Ally McBeal sem nú er leikin af hinni ljós- hærðu Portiu de Rossi en var hafn- að. I / Sem betur fer voru framleið- endur þáttanna hrifnir af Lucy, þótt hún hentaði ekki í hlutverk Nelle Porter, og buðu henni gestahlutverk í þáttunum árið 1997 sem val- kyrjan Ling Woo. í upphafi átti Lucy aðeins að leika í nokkrum þáttum enda lék hún viðskiptavin lögfræðistofunnar en ekki starfsmann. Ahorfendur kol- féllu hins vegar fyrir Lucy í hlutverki Ling og því var hlut- verki hennar breytt á þann veg að Lucy fékk fasta stöðu í þáttunum þar sem Ling er nú kærasta Richards Fishs, annars eiganda stofunnar, auk þess sem hún á í stöðug- um málaferlum þar sem ákærurnar eru oft vægast sagt undarlegar. Athyglisverður leikur Lucyar í Ally McBeal hefur borið hróður hennar víða og varð til þess að hún fékk hlut- verk í myndinni Payback með stórleikaranum Mel Gibson á síðasta ári og þótt sýna góða takta. Lucy hefur hug á að snúa sér meira að kvik- myndaleik og lék m.a. nýlega á móti Drew Barrymore í kvikmyndinni Charlie’s Ang- els. Það er því líklegt að „vin- konurnar“ Calista Flockhart og Lucy Alexis Liu eigi eftir að láta mikið að sér kveða í kvikmyndaheiminum á næstu árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.