Vikan


Vikan - 16.05.2000, Qupperneq 59

Vikan - 16.05.2000, Qupperneq 59
að vaða upp um allt. Þegar við vorum í heimsókn þá skreið stelpan yfir okkur þar sem við sátum í sófanum og hún trufl- aði stöðugt allar samræður á milli okkar og foreldra henn- ar þar sem hún krafðist óskertrar athygli þeirra. Hún var ekki send í rúmið þegar leið að háttatíma og eftir því sem leið á kvöldið jukust læt- in í henni og kröfurnar sem hún gerði til foreldra sinna. Það sem átti að vera huggu- legt kvöldverðarboð endaði alltaf með því að allir við- staddir voru orðnir þreyttir og pirraðir. Það sem stúlkan var hins vegar að biðja um með „dekurhætti“ sínum voru ákveðnar reglur og mörk af hendi foreldra sinna. Stöku sinnum var mér nóg boðið og ég talaði mjög ákveðið til stúlkunnar og þá var eins og henni létti. Ég átti það til að taka hana í fangið þegar hún var alveg að tryll- ast og þá hélt ég henni fast og örugglega þar til hún róaðist. Síðan fór ég með hana inn í herbergið hennar og las stutta sögu fyrir hana. Það var engu líkara en stúlkan væri þakklát fyrir að finna þessa ákveðni í fari mínu og hún gerði sér ljóst að hún kæmist ekki upp með stæla og læti. Það kom þá oftast ró yfir hana.“ Munurinn á aga og refsingu Nær allir sérfræðingar í uppeldismálum eru á þeirri skoðun að nauð- synlegt sé að setja börnum reglur og ákveðnar skorð- ur. Börn þurfa ekki á refsingum að halda heldur leiðbeiningum frá foreldrum sínum svo þau geti sjálf lært að þekkja sín mörk. Sú kynslóð for- eldra sem ólst upp við líkam- legt ofbeldi einsetti sér að láta ekki börn sín upplifa þá kvöl. Þess í stað völdu þau að sýna börnunum óendanlegt um- burðarlyndi en gerðu sér ekki grein fyrir því að agi þarf ekki að byggjast á refsingum. Skilaboðin sem barn fær þegar refsingu er beitt eru einfaldlega þessi: „Ég er stærri og eldri en þú - þess vegna kemst ég upp með þetta." Það kennir líka barn- inu þau ósannindi að heppi- legast sé að leysa deilur með ofbeldi. Refsingar geta vald- ið bælingu, reiði og jafnvel of- beldishneigð hjá barninu. Agi hins vegar, með ákveðnum reglum og eftirfylgni og því að gefa barninu tíma, er ákjósan- leg leið til þess að koma í veg fyrir stjórnleysi og ofsaköst. Þegar barnið hefur fengið að ná ró sinni er hægt að útskýra hina mikilvægu lexíu að í hvert sinn sem það missi stjórn á sér, verðir þú að stöðva það, þangað til það sjálft geti stoppað þessa hegð- un. Þá ert þú að gefa barninu þau skilaboð að það geti og muni stjórna sjálfu sér og það er út af fyrir sig verðlaun fyr- ir barnið. Það að foreldrið geti sjálft sýnt stillingu og stjórnað reiði sinni er einn mikilvægasti þáttur ögunar og besta fyrirmyndin fyrir barnið þegar það er að læra að fást við neikvæðar tilfinn- ingar. I dag eru alltof mörg börn sem eiga við stjórnleysi að stríða og því er það foreldrum nauðsynlegt að endurskoða oft þau markmið sem þeir hafa sett sér sem foreldrar. Ást er stærsta gjöf sem við getum gefið börnunum okkar en agi kemur þar strax á eft- ir. Á meðan börnin eru lítil og ekki byrjuð í skóla er besti tíminn til þess að kenna þeim sjálfsaga og sjálfsstjórn. Þú getur hjálpað barninu með svörun þinni við vandamálum sem koma upp en þú getur einnig séð fyrir ákveðin vandamál og undirbúið barn- ið þitt fyrir þau. Eins og t.d. þessi staða: „Þegar við heim- sækjum ömmu þá veit ég að þig langar til að fara í dúkku- leik með postulínsbrúðurnar hennar en það máttu ekki því þær geta brotnað.“ Eða: „Þú veist hvað þú verður pirrað- ur þegar amma og mamma tala lengi saman. Hér er litabók og litir svo þú getir litað á meðan við spjöllum.“ Ef barnið þitt gleymir sér og hagar sér illa þá þarftu að láta það vita að þú skiljir það. Þú getur t.d. sagt við það: „Við vissum að þú yrðir þreyttur en þú ert búinn að vera svo duglegur! Það er frá- bært!“ Síðanværi gott að leyfa honum að hlaupa að- eins úti í garði eða gera eitt- hvað annað til þess að brjóta upp mynstrið og hann geti unnið úr reiðinni. Þegar hann hefur svo aftur náð ró sinni þá þarf að hrósa honum og benda honum á að honum hafi tekist að hafa stjórn á sér sjálfur. Það er líka hægt að nota aðra aðferð sem byggist á því að biðja barnið að segja þér hvað hjálpi því að halda still- ingu sinni. Þá gætir þú sagt: „Alltaf þegar þú verður reið- ur þá verð ég líka reið og mér líkar það ekki. Hvað get ég gert til að hjálpa þér þegar þú ert að fá reiðikast?“ Fyrir 4- 5 ára gömul börn getur þessi nálgun virkað eins og töfrar. Ef barnið kemur með uppá- stungu þá skaltu nota hana og segja við barnið: „Sko! Þú sagðir að ég ætti að rugga þér þegar þú verður reið og það virkaði. Þú vissir sjálf hvað myndi hjálpa þér. Ég ætla að reyna að muna að gera þetta alltaf þegar við verðum reið- ar hvor út í aðra.“ Kjarni málsins er sá að sannfæra barnið þitt um að það sjálft þurfi að læra sjálfs- stjórn en ekki þú en á meðan það sé að ná tökum á þessu þá sért þú alltaf til staðar fyrir það. ir barnið mitt ofvirkt? Samkvæmt DSMDIV kerfinu (sem er m.a. notað til grein- ingar geðrænna sjúkdóma hér á landi), einkennist ofvirkni barna af skertri athygli, hvatvísi og ofvirkni. Þar sem öll börn hafa þessi einkenni að einhverju marki þá getur reynst erfitt að greina ofvirkni hjá barni. Ofvirkt barn er stöðugt stjórnlaust eða alveg við það að sleppa sér. Það ræður ekki við það. Barnið hefur ekki með- fædda getu til þess að setja sér hömlur og það er líklegt að því meiri pressu sem foreldrar setji á það því erfiðara eigi barnið með að hafa stjórn á sér. Barnið mun að öllum lík- indurn eiga erfitt með að greina og bregðast við utanað- komandi áreiti. í raun er allt áreiti, hvort sem það er sjón- rænt, hreyfing eða heyrn, truflun fyrir barnið. Því meiri örv- un eða áreiti, því ringlaðra verður barnið. Þar sem það getur ekki stjórnað viðbrögðum sínum við umhverfinu þá er nauðsynlegt að nálgast barnið á rólegu nótunum í um- hverfi sem ekki er krefjandi, ef ætlunin er að kenna því eitt- hvað eða ef því á að líða vel. Með tímanum geta ofvirk börn lært að hafa stjórn á hvatvísri hegðun sinni og vernda yfir- keyrt taugakerfi sitt. En það er vissulega langtímaverk- efni fyrir þau, foreldra þeirra og kennara. Þau eiga svo sann- arlega skilið að við sýnum þeim viðeigandi virðingu þegar við erum að hjálpa þeim að öðlast sjálfsstjórn. Vikan 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.