Vikan


Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 44

Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 44
Annie var sem lömuð og kom ekki upp orði. Hún reyndi að sýnast róleg. Hún viidi ekki að hann sæi hvað hún var hrædd. Hann svaraði engu. Annie leit í spegilinn fyrir ofan hann en sá aðeins sterklegan vangasvipinn og dökkt hárið. Hún reyndi að geta sér til hvers konar maður hann væri og hvað hann vildi henni. „Höfum við hist áður?“ spurði hún og enn kom ekkert svar. Hún reyndi að hlæja til þess að leyna óttanum. „Mér þykir það leitt en ég kannast ekki við að hafa séð þig áður. Ég hitti svo margt fólk í gegnum vinnuna. Aðdáendur mínir bíða hópum saman eftir tónleika, sumir lil þess að fá eig- inhandaráritun, aðrir vilja aðeins fá að vera nálægt mér. Er það þannig sem við hittumst? Ert þú einn af aðdáendunum?“ Hann leit ekki út fyrir að vera það. Aðdáendur hennar voru flestir á táningsaldri, klæddir og klipptir eftir nýjustu tísku. Stelp- urnar klæddu sig eins og Annie og máluðu sig eins og hún. Þessi maður var of gamall til þess að vera einn af hópnum. Hann var um þrítugt og dökk, gamaldags jakkafötin, hvít skyrtan og dökkt hálsbindið stungu í stúf við ímynd aðdáendanna. Fötin hans voru vönduð, jakkafötin litu út fyrir að vera klæðskerasaumuð og höfðu greinilega ekki verið keypt í næsta stórmarkaði. Það sama átti við um skyrtuna og bindið. Fötin segja venjulega eitthvað um þann sem klæðist þeim og skilaboðin sem hún fékk með klæðnaði hans voru þau að hann væri vel stæður og íhaldssamur. Alls ekki hinn dæmigerði mann- ræningi. En hvernig gat hún svo sem að vitað hvernig dæmigerð- ur mannræningi leit út? Þetta gæti verið dulargervi. Lögregl- una mundi síst af öllu gruna þennan virðulega mann um græsku. Þögn hans var óþægileg. Hún kyngdi taugaóstyrk og gerði aðra tilraun til þess að fá hann til að segja eitthvað. „Hvers vegna viltu ekki segja mér hver þú ert?“ „Ég segi þér það seinna,“ sagði hann og horfði fram fyrir sig. „Hvert ertu að fara með mig?“ „Það kemur í ljós.“ „Ég vil fá að vita það núna á stundinni! “ Hún var þurr í munn- inum af hræðslu en reyndi að sýn- ast róleg og óttalaus. Hann svaraði ekki. Annie horfði á sterklegar hendurnar sem héldu um stýrið. Styrkur þeirra hræddi hana. Hún horfði út um gluggann á gróður- sæla akrana. Vor var í lofti og laufin farin að springa út á trján- um. Himininn var blár en ennþá var sólin lágt á lofti. Frá því hann hringdi fyrst hafði hún reynt að átta sig á erlendum hreimnum í rödd hans. Var hann franskur? Hvaðan var hann? Var hann nýkominn erlendis frá, frá landi þar sem sólin skein? Sikiley? Allir vita að Sikileying- ar eru sérfræðingar í mannrán- um. Var hann úr einni af þessum mafíufjölskyldum? Dökkt hárið og litarhátturinn bentu til þess að hann væri ítali. Ítalía var einn af viðkomustöðum hennar á tón- leikaferðalaginu. Hvers vegna hafði hann ekki beðið með að ræna henni? Hvers vegna valdi hann París? „Ætlar þú að fara fram á að fá lausnargjald fyrir mig?" spurði hún og leit í augu hans í baksýn- isspeglinum. Enn kom ekkert svar. „Það líður ekki á löngu þar til vinir mínir fara að leita að mér.“ Hann horfði fram fyrir sig og svaraði engu. „Strax á morgun fara margir aðundrastummig; umboðsmað- ur minn, félagar mínir í hljóm- sveitinni og fararstjórinn. Þau hafa örugglega samband við lög- regluna um leið og þau uppgötva að ég hefði ekki látið sjá mig á hótelinu." Hann yppti öxlum eins og hon- um stæði á sama. Hún hélt áfram að reyna að tala hann til. „Þú skalt ekki halda að þú komist upp með það að ræna mér án þess að nokkur sakni mín! Fyrst af öllu verður haft samband við starfsfólk flugvallarins sem fylgdist með mér þegar ég settist inn í bílinn. Öryggisverðirnir sem flugu með mér frá London sáu þig og þeir hafa örugglega skrif- að hjá sér númerið á bílnum." Skyldu þeir hafa gert það? Þeir höfðu talað við bílstjórann og kæmu til með að geta lýst bæði honum og bílnum en það var alls óvíst að þeir hafi haft fyrir því að skrifa hjá sér númerið á bílnum. Það hafði ekki verið margt fólk á ferli nálægt þeim og þeir sem voru viðstaddir höfðu haft meiri áhuga á henni en bílnum. Starfs- fólk flugvallarins hafði verið til taks til þess að verja hana ágeng- um fréttamönnum. Til þess hafði reyndar ekki komið því enn var hún svo að segja óþekkt í Frakk- landi. Plöturnar hennar voru ný- farnar að seljast þar og enn gat hún farið um huldu höfði. „Umboðsskrifstofan mín í London pantaði bílinn,“ sagði hún varlega. „Ert þú frá bílaleig- unni? Ef svo er verður auðvelt fyrir lögregluna að komast að því hver þú ert.“ Hann hló. Annie varð öskureið. „Hvað vakir eiginlega fyrir þér?“ spurði hún reiðilega. Allt í einu rann upp fyrir henni ljós og hún sagði vongóð: „Nú skil ég. Þetta er allt einn allsherj- ar brandari. Þú ert alls ekki að ræna mér. Ertu að fara með mig til Phils og Díönu? Er þetta eitt af uppátækjunum hans Phils?“ Phil var þekktur fyrir að hrekkja vini sína og hún hefði átt að vera búin að átta sig á því hvernig allt var í pottinn búið. Hún hafði ekki getað hugsað skýrt eftir að hún heyrði aftur röddina úr símanum. „Nei, þetta er ekki brandari, Annie,“ sagði hann. Eitthvað í röddinni jók enn á hræðslu henn- ar. Hún náði varla andanum. Hún hallaði sér aftur í sætinu og lok- aði augunum, reyndi að slaka á og koma jafnvægi á hugsanir sín- ar. Hún græddi ekkert á því að missa stjórn á sér. I augnablik- inu gat hún ekkert gert. Hún var læst inni í þessum bíl, falin bak við skyggðar rúðurnar. Enginn gat séð til hennar og enginn mundi heyra í henni þótt hún reyndi að kalla á hjálp. Hún gat ekkert gert nema bíða þess að þau kæmu á áfangastað, hvar svo sem hann var. Hjartað hamaðist í brjósti hennar. Hvað mundi gerast þá? Ef hún aðeins vissi hvað hann ætlaði sér. Hann leit ekki út fyr- ir að vera hættulegur glæpamað- ur. Satt að segja varð hún að við- urkenna að hann var glæsilegur maður. Hún hafði alltaf verið veik fyrir karlmönnum frá Mið- jarðarhafslöndunum; karlmönn- um dökkum á brún og brá. Það var sennilega vegna þess að það rann franskt blóð um æðar henn- ar. Föðurfjölskylda hennar var frönsk, pabbi hennar var fæddur í Frakklandi, í Jurafjöllunum. Henni hafði aldrei gefist tími til þess að fara þangað. Því miður hafði hún lítinn tíma til þess að skoða sig um á tónleikaferðalög- unurn. Sennilega yrði það eins í þetta sinn. Pabbi hennar hafði ekki verið ólíkur þessum manni. Hann hafði samt ekki verið svona há- vaxinn og allur miklu fíngerðari. Annie hafði erft dökkt hár pabba síns og ljósan hörundslitinn og græn augun frá mömmu sinni. Þegar hún var lítil hafði hún oft óskað þess að vera ljóshærð eins og mamma hennar en eftir að hún varð fullorðin var hún sátt við að líkjast báðum foreldrum sínum. Á þessari stundu óskaði hún þess að hún væri líkari pabba sínum. Annie hafði dýrkað pabba sinn og dauði hans setti svip sinn á barnæsku hennar, sérstaklega eftir að mamma hennar giftist aftur áður en ár var liðið frá dauða hans. Annie hafi aldrei þolað stjúpföður sinn og hafði aldrei reynt að leyna því. Það leið ekki á löngu þar til Bernard Tyler hafði sömu óbeitina á henni. Mamma hennar hafði átt erfitt með að fyrirgefa henni. Joyce Tyler vissi að dóttir hennar fyr- irleit hana fyrir að giftast svo fljótt aftur og var Annie reið fyr- ir að reyna ekki að leyna fyrirlitn- ingu sinni. Hún eignaðist tvíbura tveimur árum seinna og eftir það var sem hún gleymdi Annie. Joyce hafði alltaf þurft að hafa karlmann sér við hlicý Það var ekki beinlínis hægt að segja að hún hafi verið vond við Annie, en eftir að tvíburarnir fæddust beindi hún allri sinni ástúð og at- hygli að þeim. Þegar Bernard Tyler fór að leggja hendur á Annie hafði mamma hennar ekkert gert til þess að reyna að koma í veg fyr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.