Vikan


Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 56

Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 56
Ráðlagður dagsskammtur Oft er talað um ráðlagðan dagsskammt næringarefna þegar fæði og fæðuefni eru til umræðu en við hvað miðast þessi ráðlagði dagsskammtur eða RDS? Ráðlagður dagsskammtur er það magn nauðsynlegra næringarefna sem fullnægir þörfum þorra fólks. Þessi þorri fólks er mjög breytilegur og því er hópur full- orðinna og heilbrigðra einstaklinga notaður sem við- miðunarhópur. Fyrirburar, sjúklingar, börn og þeirsem þurfa að taka lyf að staðaldri hafa oft aðra næringar- þörf og því þarf að huga vel að þörfum hvers og eins. Heimildir: Netdoktor, McCall’s Health o.fl. Flökkuvörtur er veirusýking sem lýsir sér sem litl- ar, bleikar bólur í húðinni. Algengast er að þær komi fram í andliti og á hálsi en þær geta líka komið fram í handa- krikum, á handleggjum og í raun alls staðar á likamanum nema í lófum og á iljum. Þær geta iíka sest á kynfærin og smitast með kynmökum en samt flokkast þetta ekki sem kynsjúkdóm- ur. Sýkingin veldur einungis einkenn- um í húð, byrjar sem lítil, bleik bóla sem stækkar og verður meira peru- laga. Þegar flökkuvartan eldist, verð- ur hún gráleit og mýkri og stundum vessar úr henni glær vökvi. Flestar vörturnar verða 2-5 millimetrar aö stærð og eru sársaukalausar. Heistu smitleiðirnar eru með beinni snertingu við sýktan einstakling. Það er líka hægt að smitast með óbeinum leiðum, eins og til dæmis að nota sama handklæði og sýktur einstaklingur. Smit getur líka borist með vatni í sundlaugum. Frá því einstaklingur smitast og vörturnar koma í Ijós geta liðið tvær til átta vik- ur en svo geta liðið nokkrir mánuðir þangað til þær hverfa alveg. Til að forðast flökkuvörtur er besta leiöin að þvo sér reglulega eftir að hafa komist í snertingu við flokkuvörtur og að foröast að notaírandkiæði sem hef- ur komist í sýkta húð. Þeir sem eru með stórar flökkuvörtur og ef þær eru á svæðum sem valda sjúklingi óþægindum er hægt að frysta Við höfum misjafnlega mikla þörf fyrir að umgangast annað fólk. Á meöan sumir nærast á því að vera innan um stóran hóp fólks eru aðrir sem forðast það eins og heitan eld að þurfa að eiga samskipti við fólk. Félagsfælni er skilgreind sem yfirdrifinn og þrálátur kvíði í tengslum við félagslegar aðstæður, til dæmis í samskiptum við annað fólk eða að framkvæma athafnir þar sem annað fólk er viðstatt. Siíkur kvíði getur auðveldlega haft hamlandi áhrif á daglegt líf þeirra sem þjást af þessum sjúk- dómi. Áhrifin geta verið siík að viðkomandi lokar sig af og ein- angrar sig algjörlega frá umheiminum. Þeir sem eru haldnir félagsfælni óttast oft neikvæða umfjöllun annarra, þeir eru hræddir um að roðna, svitna eða skjálfa fyrir framan annað fólk ef þeir tjá sig og því reyna þeir eftir fremsta megni að forðast öll samskipti og að þurfa að tjá sig í vitna viðurvist. Dæmi- gerðar aðstæður sem geta reynst þessu fólki erfiðar eru fund- ir, veislur, að hitta nýtt fólk og fá ókunna gesti í heimsókn. Fé- lagsfælni getur komið fram hjá fólki á öllum aldri en algengast er að einkennin fari að gera vart við sig hjá ungu fólki, á aldr- inum 11-15 ára, en þetta batnar oft þegar árin færast yfir. Þó geta einstaklingar átt í verulegum erfiðieikum langt fram á fullorðinsár. Nýlega var farið að rannsaka þessa hegðun manns- ins sem sjúkdóm og eftir því sem best er vitað má áætla að allt frá 3-14% þjóðarinnar þjáist af þessu. Engu að síður hefur strax komið í Ijós að sjúkdómurinn er mun algengari en talið var í fyrstu. Margir líta á félagsfælni sem aumingjaskap og stimpla viðkomandi sem feimna og óframfærna persónuleika. Nú er fullsannað að þarna sé alvarlegur sjúkdómur á ferðinni sem þjakar marga og farið er að vinna markvisst að frekari öflun upplýsinga um sjúkdómseinkennin og hugsanlegar lækn- ingar. Þeir sem þekkja einkennin og telja sig hugsanlega vera haldna félagsfælni ættu að hafa samband við heimilislækni eða geðlækni til aö fá meðferð og úrræði. Heilsumolar 56 Vikan Næringarefnin nýtast líka misjafnlega vel úr fæðutegundunum og því þarf að huga vel að því að borða sem fjölbreyttasta fæðu og taka vítamín. þær af eða skafa af í staðdeyfingu. Slík meðferð getur þó valdið því að ör verða eftir á húðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.