Vikan - 11.07.2000, Blaðsíða 47
Þórunn Stefánsdóttir pýddi
fréttamenn sem elta þig á rönd-
um og þú ert óhult fyrir æstum
aðdáendaskaranum. Hvers
vegna ekki að slaka á og njóta
þess?“
Annie virti hann þungbúin fyr-
ir sér. Ef til vill gæti hún unnið
hann á sitt band með því að dylja
reiðina og reyna að vera vin-
gjarnleg við hann. Hún varð að
reyna að koma einhverri skyn-
semi inn í koilinn á honum.
Hann gerði enga athugasemd
þegar hún dró að sér höndina.
Hún flýtti sér upp stigann með-
vituð þess að hann kom fast á
hæla henni.
,,Hér er herbergið," sagði
hann og opnaði dyrnar.
Hún stóð í dyragættinni og
horfði á hann ganga að
glugganum. Hann ýtti
gluggahlerunum til hliðar
og birtan flæddi inn í her-
bergið. Skyndilega gerðist
eitthvað undariegt innra
með henni. Hana sundlaði
og hún starði á hann. Hún
vissi ekki hvað kom yfir
hana. Það var sem hún svifi í
lausu lofti. Tilfinningin var
mögnuð, eins og andlegt svipu-
högg. Svo leið hún hjá eins og
skyndilega og hún hafði komið.
Marc starði ákafur á hana, líkt
og hann gæti lesið tilfinningar
hennar og hugsanir. Það fór í
taugarnar á henni. Það gat reynst
henni hættulegt. Hér eftir yrði
hún að leyna tilfinningum sínum.
Að öðrum kosti stæði hún varn-
arlaus gagnvart honum.
„Annie,“ hvíslaði hann.
„Hvar er baðherbergið?"
spurði hún og reyndi að láta sem
ekkert væri.
Hann andvarpaði. „Það er
hérna við hliðina. Ekki vera
lengi, ég ætla að fara niður og
undirbúa hádegismatinn. Eg skal
ná í töskurnar þínar. Þú getur
tekið upp úr þeim þegar við erum
búin að borða.“
Hún beið þar til hún heyrði að
hann var kominn alla leið niður
og gekk að glugganum. Skyldi
vera langt niður? Ef til vill gæti
hún rennt sér niður eftir þak-
rennunni. Hana hryllti við þegar
hún leit niður. Nei, það var úti-
lokað. Það var engin þakrenna
nógu nálægt, aðeins ein fyrir utan
baðherbergisgluggann og glugg-
inn var allt of lítill til þess að hún
gæti skriðið út um hann. Hún
gæti fótbrotnað eða eitthvað
þaðan af verra. Kannski ég ætti
aldrei séð hann áður.
Hún mundi hvernig henni
hafði liðið þegar hann opnaði
gluggann. Hvernig henni fannst
hún hafa séð hann gera nákvæm-
lega það sama einhvern tíma
áður. Hvernig gat það verið? Eitt
andartak fannst henni eins og
eitthvað væri að rifjast upp fyrir
henni og hún streittist reiðilega
á móti. Það væri brjálæði að trúa
hugarórum hans.
Hún var orðin rólegri þegar
hún fór niður. Eldhúsið var stórt
og bjart með ljósum viðarinnrétt-
ingum. Veggirnir voru hvítkalk-
aðir og köflótt gluggatjöld hengu
fyrir gluggunum. Blómstrandi
hyacinthur stóðu í gluggakistun-
um og angan þeirra, ásamt ilm-
inum af nýhituðu kaffi, fyllti
eldhúsið.
Hún stóð í dyrunum þar til
Marc sneri sér við og kom
auga á hana. Hann virti hana
fyrir sér og sagði hlæjandi:
„Þú lítur ekki út fyrir að vera
deginum eldri en fimmtán
ára. Eru þetta skilaboð til mín
um að láta þig í friði?“
„Eg vona að þú þurfir ekki á
slíkum skilaboðum að halda,“
sagði hún og leit undan.
„Eg er búinn að segja þér að þú
hefur ekkert að hræðast af minni
hálfu. Eg hef ekki í hyggju að
heimta lausnargjald, ég mun ekki
gera þér mein eða ráðast á þig
og neyða þig til þess að gera eitt-
hvað sem þér er á móti skapi.“
Hún roðnaði af reiði. „Þú
neyddir mig til þess að koma
hingað og þú neyðir mig til þess
að vera hér gegn vilja mínum.“
„Það er eina leiðin sem ég sé til
þess að hafa þig út af fyrir mig
nógu lengi,“ sagði hann þurrlega.
„Nógu lengi til hvers?"
„Til þess að þú getir kynnst
mér,“ sagði hann. „Komdu og
fáðu þér sæti. Við skulum fá okk-
ur að borða."
Hún reyndi ekki að mótmæla
og velti fyrir sér því sem hann
hafði sagt. Hún settist við borð-
ið. Hún varð að viðurkenna að
maturinn leit út fyrir að vera
girnilegur; salat í stórri skál,
svartar ólívur, harðsoðin egg,
tómatar, brauð og alls kyns ost-
ar og ávextir. Allt í einu fann hún
hvað hún var svöng.
„Gjörðu svo vel,“ sagði hann
og settist á móti henni. „Mér þyk-
ir leitt að maturinn er ekki mjög
spennandi," sagði hann. Hún leit
á hann og brosti.
„Þetta lítur vel út. Ég hef alltaf
haft gaman að lautarferðum og
þetta lítur út eins og innanhúss
lautarferð."
„Þannig matur smakkast nú
betur utandyra,“ sagði hann og
teygði sig yfir borðið til þess að
hella hvítvíni í glasið hennar. Aft-
ur fékk Annie þá tilfinningu að
hún væri að upplifa eitthvað sem
hún hafði upplifað áður, að hún
hefði einhvern tíma séð hann
gera nákvæmlega þetta sama.
Hún dró djúpt að sér andann og
hann leit rannsakandi á hana.
„Annie?“ sagði hann spyrjandi
og hún rétti úr sér og horfði undr-
andi á hann.
Hann horði djúpt í augun á
henni. „Segðu mér hvað gerðist,"
sagði hann blíðlega.
„Ég veit það ekki,“ sagði hún.
„Það var... ekkert.“
„Það er ekki satt,“ sagði hann
og dökk augun leiftruðu. Þú ert
farin að muna eftir því sem gerð-
ist.“
að hnýta saman rúmfötin eins og
hetjurnar gera í kvikmyndunum?
hugsaði hún með sér.
Hún ákvað að reyna ekkert á
þessari stundu. Hávaði barst úr
herberginu beint fyrir neðan, það
hlaut að vera eldhúsið. Marc
kæmi auðveldlega auga á hana ef
hún reyndi að klifra út um glugg-
ann.
Baðherbergið var fallega inn-
réttað í Ijósgulum lit. A hillu
stóðu krukkur og flöskur með
alls kyns snyrtivörum, baðolíum,
sápum og kremum. Hún flýtti sér
undir
sturt-
una. Síðan
kæddi hún sig og greiddi sítt hár-
ið í einfaldan hnút. Hún ákvað að
fara niður án þess að bera farða
á andlitið. Hún vildi vera eins
óaðlaðandi og mögulegt var.
Hún horði á spegilmynd sína
og sá kvíðann skína úr andlitinu.
Ef hún átti að vera hreinskilin
varð hún að viðurkenna að hún
hafði heillast af Marc um leið og
hún sá hann. Það var ekki nógu
gott. Hann var maðurinn seni
hamraði á því að hún hefði ekk-
ert að óttast, að hann ætlaði ekki
að gera henni mein. En það
breytti ekki þeirri staðreynd að
hann hafði rænt henni og komið
með hana hingað án hennar sam-
þykkis. Hvaða ástæða önnur gat
legið að baki en sú að hann ætl-
aði að heimta lausnargjald áður
en hann sleppti henni lausri.
Hvað gekk eiginlega á? Hún var
of hrædd til þess að reyna að
finna svarið.
Skyldi hann vera geðveikur?
Það var hálfóhugnanlegt hvað
hann var sannfærður um að þau
hefðu hist áður. Eitt var alveg á
hreinu. Annað þeirra var ekki al-
veg í lagi og það var svo sannar-
lega ekki hún. Hún var ekki í
nokkrum vafa um að hún hafði
Vikan
47